Hótel Búðir var í síðustu viku undirlagt af starfsfólki Plain Vanilla. Fyrirtækið var með sérstakan vinnudag á Snæfellsnesi og tók öll herbergi hótelsins á leigu á meðan. Starfsfólki fyrirtækisins hefur fjölgað um meira en helming á nokkrum vikum og því töldu stjórnendur mikilvægt að hrista hópinn saman en framundan er mikil vinna við að koma android-útgáfu QuizUp út samhliða iPad-útgáfunni.
Starfsfólk Plain Vanilla fylgist með Íslandi keppa við Spán á Hótel Búðum.Starfsfólkið í hugarflæðisvinnu á Hótel Búðum.Hér er starfsfólkið í kvöldverðarboði á Hótel Búðum í frábæru umhverfi.