„Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 21. janúar 2014 21:08 Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. Móðir stúlku sem leitar réttar síns í málinu neitar að hafa lekið gögnunum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að rannsóknar- og trúnaðargögnum í kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni hefðu verið gerð opinber á íslenskri vefsíðu. Sagt var í gær að málinu hefði verið vísað frá dómi en það er ekki rétt, ríkissaksóknari lét málið niður falla árið 2012 á þeim grundvelli að ákæra væri ekki líkleg til sakfellingar. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari svaraði fyrirspurn Vísis um málið í dag og sagði að embættinu væri kunnugt um birtingu gagnanna. Kannað er innan embættisins hvort birtingin brjóti í bága við lög.Getur varðað þriggja ára fangelsi Birting gagna af þessu tagi fellur undir 229. gr. almennra hegningarlaga sem snýr að ærumeiðingum. Brotið getur varðað allt að eins árs fangelsi. Birtingin getur einnig fallið undir 42. gr. persónuverndarlaga en brot á þeirri lagagrein getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Stjórnendur vefsíðunnar Stöndum Saman sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þeir skýra frá því hvers vegna gögnin eru birt. Tilgangurinn sé að rjúfa þöggunarvítahring sem skapast hefur í íslensku samfélagi gagnvart kynferðisbrotamálum. Óánægja sé með að málið hafi ekki ratað fyrir dómstóla á sínum tíma. Stjórnendur síðunnar telja jafnframt að það eigi ekki að vera saknæmt að birta gögn af þessu tagi.Gagnrýnir Brynjar Rætt var við Brynjar Níelsson, alþingsmann og hæstaréttarlögmann, í gær og óttaðist hann þá þróun að viðkvæm gögn væru birt. Móðir stúlkunnar sem er fórnarlamb í málinu neitar að hafa lekið gögnunum og segist engin tensl hafa við síðuna. Hún undrast stöðu kynferðisbrotamála gegn börnum á Íslandi. „Mér finnst að við sem siðað samfélag verðum að skoða hvað sé að í okkar réttarkerfi, kerfi sem þingmaðurinn og hæstaréttarlögmaðurinn Brynjar Níelsson segir að hafi kostað okkur blóð svita og tár að koma á. Kerfi þar sem meirihluti kynferðisbrotamála gegn börnum eru felld niður,“ segir móðirin sem vill ekki koma undir nafni. Við henni blasi sá veruleiki að almenningur á Íslandi líti frekar undan en að tilkynna kynferðisbrot gegn börnum. „Það eru mörg mál sem hafa verið að koma upp til sönnunar á því,“ segir móðirin og nefnir í því samhengi mál Karls Vignis Þorsteinssonar. „Þetta er smánarblettur á þjóðfélaginu.“ Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira
Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. Móðir stúlku sem leitar réttar síns í málinu neitar að hafa lekið gögnunum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að rannsóknar- og trúnaðargögnum í kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni hefðu verið gerð opinber á íslenskri vefsíðu. Sagt var í gær að málinu hefði verið vísað frá dómi en það er ekki rétt, ríkissaksóknari lét málið niður falla árið 2012 á þeim grundvelli að ákæra væri ekki líkleg til sakfellingar. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari svaraði fyrirspurn Vísis um málið í dag og sagði að embættinu væri kunnugt um birtingu gagnanna. Kannað er innan embættisins hvort birtingin brjóti í bága við lög.Getur varðað þriggja ára fangelsi Birting gagna af þessu tagi fellur undir 229. gr. almennra hegningarlaga sem snýr að ærumeiðingum. Brotið getur varðað allt að eins árs fangelsi. Birtingin getur einnig fallið undir 42. gr. persónuverndarlaga en brot á þeirri lagagrein getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Stjórnendur vefsíðunnar Stöndum Saman sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þeir skýra frá því hvers vegna gögnin eru birt. Tilgangurinn sé að rjúfa þöggunarvítahring sem skapast hefur í íslensku samfélagi gagnvart kynferðisbrotamálum. Óánægja sé með að málið hafi ekki ratað fyrir dómstóla á sínum tíma. Stjórnendur síðunnar telja jafnframt að það eigi ekki að vera saknæmt að birta gögn af þessu tagi.Gagnrýnir Brynjar Rætt var við Brynjar Níelsson, alþingsmann og hæstaréttarlögmann, í gær og óttaðist hann þá þróun að viðkvæm gögn væru birt. Móðir stúlkunnar sem er fórnarlamb í málinu neitar að hafa lekið gögnunum og segist engin tensl hafa við síðuna. Hún undrast stöðu kynferðisbrotamála gegn börnum á Íslandi. „Mér finnst að við sem siðað samfélag verðum að skoða hvað sé að í okkar réttarkerfi, kerfi sem þingmaðurinn og hæstaréttarlögmaðurinn Brynjar Níelsson segir að hafi kostað okkur blóð svita og tár að koma á. Kerfi þar sem meirihluti kynferðisbrotamála gegn börnum eru felld niður,“ segir móðirin sem vill ekki koma undir nafni. Við henni blasi sá veruleiki að almenningur á Íslandi líti frekar undan en að tilkynna kynferðisbrot gegn börnum. „Það eru mörg mál sem hafa verið að koma upp til sönnunar á því,“ segir móðirin og nefnir í því samhengi mál Karls Vignis Þorsteinssonar. „Þetta er smánarblettur á þjóðfélaginu.“
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira