Jónína Ben dæmd í 30 daga fangelsi 28. janúar 2014 19:44 Hefur verið dæmd í 30 daga fangelsi fyrir ölvunarakstur. visir/stefán Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Jónínu Benediktsdóttur í 30 daga fangelsi fyrir ölvunarakstur og var hún svipt ökurétti ævilangt. Jónína var ákærð fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis þann 18. júní árið 2013 og mældist vínandamagn í blóði 1,50%. Athafnakonan mun hafa ekið frá Reykjavíkurflugvelli og ekið á járngrind við enda bílastæðisins. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður ákærðu um atvik málsins hafi ekki verið stöðugur að öllu leyti. Þannig hafi Jónína borið við yfirheyrslu hjá lögreglu að bifreiðin hefði rekist utan í járngrindina þegar hún ók inn í bifreiðastæðið. Hún hefði eftir þetta farið inn í flugstöðina, keypt þar áfengi og drukkið eitthvað af því þar inni. Við aðalmeðferð málsins kvað ákærða það hafa rifjast upp fyrir sér að hún hefði ekið á járngrindina eftir að hún kom út úr flugstöðinni og hún kannaðist ekki við að hafa neytt áfengis þar inni. Þykir hafið yfir skynsamlegan vafa að Jónína hafi verið undir áhrifum áfengis þegar hún ók bifreiðinni úr bifreiðastæði við Reykjavíkurflugvöll. „Verður ákærða sakfelld fyrir þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákæru og er háttsemin þar rétt færð til refsiákvæða,“ segir í dóminum. Jónínu er gert að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, 188.250 krónur, og þóknun verjanda síns á rannsóknarstigi málsins, 37.650 krónur. Þá ber henni að greiða i 42.934 krónur í annan sakarkostnað. Jónína vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Jónínu Benediktsdóttur í 30 daga fangelsi fyrir ölvunarakstur og var hún svipt ökurétti ævilangt. Jónína var ákærð fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis þann 18. júní árið 2013 og mældist vínandamagn í blóði 1,50%. Athafnakonan mun hafa ekið frá Reykjavíkurflugvelli og ekið á járngrind við enda bílastæðisins. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður ákærðu um atvik málsins hafi ekki verið stöðugur að öllu leyti. Þannig hafi Jónína borið við yfirheyrslu hjá lögreglu að bifreiðin hefði rekist utan í járngrindina þegar hún ók inn í bifreiðastæðið. Hún hefði eftir þetta farið inn í flugstöðina, keypt þar áfengi og drukkið eitthvað af því þar inni. Við aðalmeðferð málsins kvað ákærða það hafa rifjast upp fyrir sér að hún hefði ekið á járngrindina eftir að hún kom út úr flugstöðinni og hún kannaðist ekki við að hafa neytt áfengis þar inni. Þykir hafið yfir skynsamlegan vafa að Jónína hafi verið undir áhrifum áfengis þegar hún ók bifreiðinni úr bifreiðastæði við Reykjavíkurflugvöll. „Verður ákærða sakfelld fyrir þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákæru og er háttsemin þar rétt færð til refsiákvæða,“ segir í dóminum. Jónínu er gert að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, 188.250 krónur, og þóknun verjanda síns á rannsóknarstigi málsins, 37.650 krónur. Þá ber henni að greiða i 42.934 krónur í annan sakarkostnað. Jónína vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði Sjá meira