Lífið

Gerir stólpagrín að Golden Globe-kjólnum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Jennifer Lawrence klæddist kjól frá Dior Haute Couture á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Kjóllinn er afar umdeildur og lendir bæði á lista yfir flottustu kjólana og þá ljótustu víðs vegar um heim.

Margir á Twitter reyndu að apa eftir kjólnum og merktu þær #lawrencing. Einn af þeim var Arrow-stjarnan Colton Haynes.

Colton vafði sig í sæng og gerði sig illan á svip, rétt eins og Jennifer gerði þegar hún fótóbombaði Taylor Swift á rauða dreglinum.

Jennifer hlaut verðlaun á hátíðinni fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni American Hustle.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×