Saga Garðabæjar kostar um 70 milljónir Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. janúar 2014 08:00 Gunnar Einarsson bæjarstjóri telur verkið vera 70 milljónanna virði. Kostnaður við ritun sögu Garðarbæjar er kominn upp í um 64 milljónir króna. Ofan á þá upphæð bætist við prentkostnaður sem að sögn Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra Garðabæjar, verður líklega í kringum sex milljónir króna. Heildarkostnaður ætti því að vera í kringum 70 milljónir. Sagan er skrifuð af Steinari J. Lúðvíkssyni rithöfundi. Hann vann að verkinu frá árinu 2006 til 2012. Alls eru launagreiðslur og launatengd gjöld við verkið 44,3 milljónir króna. Steinar skilaði verkinu af sér í desember árið 2011; Handrit upp á 3000 blaðsíður. Steinar hefur búið í Garðabæ í yfir 40 ár. Bókaútgáfan Opna var fenginn til þess að koma að verkinu árið 2011. Sigurður Svavarsson, annar aðaleigenda fyrirtækisins, sér um ritstjórn verksins og veitir efnislega ráðgjöf. Opna sér einnig um umbrot og útlit bókarinnar. Alls hefur Opna fengið 17,2 milljónir króna í greiðslur frá Garðabæ síðan samningur fyrirtækisins og bæjarins var undirritaður árið 2011, þegar Steinar Lúðvíksson skilaði af sér handritinu. Enn er óljóst hvort verkið verður gefið út í þremur eða fjórum bindum. Minnihlutinn í bæjarstjórn hefur gagnrýnt ýmsa hluti er snúa að framkvæmd verksins. Bent hefur verið á háan kostnað, langan tíma sem vinnsla verksins hefur tekið og hafa fulltrúar M-Listans, Lista Fólksins, bent á að útboðsreglur hafi verið brotnar. Ef kostnaði verksins yrði dreift á hvern íbúa Garðabæjar, að meðtöldum Álftnesingum sem nýlega sameinuðust Garðbæingum, yrði það rétt rúmar fimm þúsund krónur á mann. Gunnar Einarsson bæjarstjóri„Peningum vel varið“ Gunnar Einarsson bæjarstjóri er ánægður með verkið og telur upphæðina ekki mikla þegar tekið sé tillit til þess hversu umfangsmikið það sé. „Að eiga söguna svona frá upphafi jafn vandaða og hún er, skiptir okkur miklu máli. Mér finnst peningnum vel varið í þetta verk,“ útskýrir Gunnar. Hann heldur áfram: „Að sjálfsögðu er hægt að setja þetta í samhengi við eitthvað annað og finnast þetta dýrt. En þetta verk er bæði veigamikið og vel unnið. Það þarf að skoða þetta út frá því." Hann segir mikla vinnu hafa farið í verkið og hrósar Steinari J. Lúðvíkssyni fyrir ritstörfin. „Steinar þekkir ákaflega vel til Garðabæjar, gjörþekkir hvern einasta mann hérna. Þetta verk hefur tekið langan tíma – kannski ekkert sérstaklega langan tíma í samanburði við önnur svipuð verk – og mikið hefur verið lagt í þetta. Ef við horfum á þessa þætti, þá finnst mér upphæðin ekkert sérstaklega mikil.“ Að sögn Gunnars var Steinar ráðinn árið 2006 og voru laun framhaldsskólakennara notuð sem viðmið í launagreiðslum til hans. Gunnar segir það ekki skipta stóru máli að Steinar sé ekki með sagnfræðimenntun. „Nei, Steinar er reynslumikill á þessu sviði og hefur skrifað fjölda bóka. Guðlaugur Rúnarsson sagnfræðingur fór yfir heimildir og annað, þar er aðkoma sagnfræðings,“ útskýrir Gunnar. Hann segir bæjaryfirvöld hafa gert verðkönnun á ritstjórn, efnislegri ráðgjöf og umbroti bókarinnar. Upphaflega hafi Forlagið komið best út úr þeirri könnun en síðan dregið sig út. Þá hafi Bókaútgáfan Opna verið valin og hrósar Gunnar starfsmönnum þess fyrir vel unnin störf. Verkið fór fram úr upphaflegri fjárhagsáætlun, en Gunnar segir að taka þurfi mið af því að umfang verksins jókst eftir að hafist var handa við heimildaöflun og skrif. „Við gerðum nýjar áætlanir árlega og þær stóðust.“ Gunnar segir að útgáfan fari að bresta á. „Við vonumst til þess að ná ákveðnum tekjum upp í kostnaðinn með sölu bókarinnar. Við stefnum einnig að því að gera verkið aðgengilegt á rafrænan hátt. Einnig ætlum við að nota það í skólakerfinu. Vinna úr því verkefni og próf. Fræða ungmenni bæjarins um söguna. Við hlökkum bara til þess að fá verkið í hendurnar,“ segir bæjarstjórinn.Steinþór Einarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn segir verkið hafa tekið langan tíma.„Hefur tekið langan tíma“Steinþór Einarsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar telur verkið hafa tekið langan tíma. „Verkið er umfangsmikið en það hefur tekið langan tíma að klára þetta,“ segir Steinar. Hann telur það ekki máli skipta að verkið sé ekki skrifað af sagnfræðingi. „Steinar þekkir vel til Garðabæjar. Það var enginn ágreiningur um hann.“ Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Sjá meira
Kostnaður við ritun sögu Garðarbæjar er kominn upp í um 64 milljónir króna. Ofan á þá upphæð bætist við prentkostnaður sem að sögn Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra Garðabæjar, verður líklega í kringum sex milljónir króna. Heildarkostnaður ætti því að vera í kringum 70 milljónir. Sagan er skrifuð af Steinari J. Lúðvíkssyni rithöfundi. Hann vann að verkinu frá árinu 2006 til 2012. Alls eru launagreiðslur og launatengd gjöld við verkið 44,3 milljónir króna. Steinar skilaði verkinu af sér í desember árið 2011; Handrit upp á 3000 blaðsíður. Steinar hefur búið í Garðabæ í yfir 40 ár. Bókaútgáfan Opna var fenginn til þess að koma að verkinu árið 2011. Sigurður Svavarsson, annar aðaleigenda fyrirtækisins, sér um ritstjórn verksins og veitir efnislega ráðgjöf. Opna sér einnig um umbrot og útlit bókarinnar. Alls hefur Opna fengið 17,2 milljónir króna í greiðslur frá Garðabæ síðan samningur fyrirtækisins og bæjarins var undirritaður árið 2011, þegar Steinar Lúðvíksson skilaði af sér handritinu. Enn er óljóst hvort verkið verður gefið út í þremur eða fjórum bindum. Minnihlutinn í bæjarstjórn hefur gagnrýnt ýmsa hluti er snúa að framkvæmd verksins. Bent hefur verið á háan kostnað, langan tíma sem vinnsla verksins hefur tekið og hafa fulltrúar M-Listans, Lista Fólksins, bent á að útboðsreglur hafi verið brotnar. Ef kostnaði verksins yrði dreift á hvern íbúa Garðabæjar, að meðtöldum Álftnesingum sem nýlega sameinuðust Garðbæingum, yrði það rétt rúmar fimm þúsund krónur á mann. Gunnar Einarsson bæjarstjóri„Peningum vel varið“ Gunnar Einarsson bæjarstjóri er ánægður með verkið og telur upphæðina ekki mikla þegar tekið sé tillit til þess hversu umfangsmikið það sé. „Að eiga söguna svona frá upphafi jafn vandaða og hún er, skiptir okkur miklu máli. Mér finnst peningnum vel varið í þetta verk,“ útskýrir Gunnar. Hann heldur áfram: „Að sjálfsögðu er hægt að setja þetta í samhengi við eitthvað annað og finnast þetta dýrt. En þetta verk er bæði veigamikið og vel unnið. Það þarf að skoða þetta út frá því." Hann segir mikla vinnu hafa farið í verkið og hrósar Steinari J. Lúðvíkssyni fyrir ritstörfin. „Steinar þekkir ákaflega vel til Garðabæjar, gjörþekkir hvern einasta mann hérna. Þetta verk hefur tekið langan tíma – kannski ekkert sérstaklega langan tíma í samanburði við önnur svipuð verk – og mikið hefur verið lagt í þetta. Ef við horfum á þessa þætti, þá finnst mér upphæðin ekkert sérstaklega mikil.“ Að sögn Gunnars var Steinar ráðinn árið 2006 og voru laun framhaldsskólakennara notuð sem viðmið í launagreiðslum til hans. Gunnar segir það ekki skipta stóru máli að Steinar sé ekki með sagnfræðimenntun. „Nei, Steinar er reynslumikill á þessu sviði og hefur skrifað fjölda bóka. Guðlaugur Rúnarsson sagnfræðingur fór yfir heimildir og annað, þar er aðkoma sagnfræðings,“ útskýrir Gunnar. Hann segir bæjaryfirvöld hafa gert verðkönnun á ritstjórn, efnislegri ráðgjöf og umbroti bókarinnar. Upphaflega hafi Forlagið komið best út úr þeirri könnun en síðan dregið sig út. Þá hafi Bókaútgáfan Opna verið valin og hrósar Gunnar starfsmönnum þess fyrir vel unnin störf. Verkið fór fram úr upphaflegri fjárhagsáætlun, en Gunnar segir að taka þurfi mið af því að umfang verksins jókst eftir að hafist var handa við heimildaöflun og skrif. „Við gerðum nýjar áætlanir árlega og þær stóðust.“ Gunnar segir að útgáfan fari að bresta á. „Við vonumst til þess að ná ákveðnum tekjum upp í kostnaðinn með sölu bókarinnar. Við stefnum einnig að því að gera verkið aðgengilegt á rafrænan hátt. Einnig ætlum við að nota það í skólakerfinu. Vinna úr því verkefni og próf. Fræða ungmenni bæjarins um söguna. Við hlökkum bara til þess að fá verkið í hendurnar,“ segir bæjarstjórinn.Steinþór Einarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn segir verkið hafa tekið langan tíma.„Hefur tekið langan tíma“Steinþór Einarsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar telur verkið hafa tekið langan tíma. „Verkið er umfangsmikið en það hefur tekið langan tíma að klára þetta,“ segir Steinar. Hann telur það ekki máli skipta að verkið sé ekki skrifað af sagnfræðingi. „Steinar þekkir vel til Garðabæjar. Það var enginn ágreiningur um hann.“
Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Sjá meira