Ólöf ræður annan aðstoðarmann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2014 15:22 Þórdís, Kristín og Ólöf taka við af þríeykinu Hanna Birna Kristjánsdóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir og Gísli Freyr Valdórsson. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýr aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra. Þórdís lætur þar með af störfum sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna sem hún hefur gegnt undanfarið eitt og hálft ár. „Mér líst bara ótrúlega vel á þetta. Ég er bara mjög spennt,“ segir Þórdís í samtali við Vísi. Hún segir ákvörðunina nokkuð nýtilkomna og hún hafi þurft að hugsa sig um enda kunni hún vel við starf framkvæmdastjóra þingflokksins. „Ólöf er ótrúlega öflug kona með mikla reynslu og flottur lögfræðingur. Ég hlakka ótrúlega mikið til að vinna með henni. Hún hefur sjálf sagt að hún geti örugglega kennt mér eitthvað,“ segir Þórdís.Góðar móttökur frá starfsfólki Tilkynnt var á dögunum að Kristín Haraldsdóttir, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, yrði aðstoðarmaður Ólafar. Nú eru þær því þrjár lögfræðimenntaðar sem ætla að þjóna innanríkisráðuneytinu og segir Þórdís hlakka til nýja starfsins. „Við hljótum að verða ágætisteymi saman. Starfsfólkið hefur tekið vel á móti mér, þetta eru áhugaverðir málaflokkar og auðvitað risastórt ráðuneyti.“ Aðspurð hvort draga megi einhvern lærdóm af háttsemi fyrri aðstoðarmanna innanríkisráðherra vill Þórdís ekki tjá sig um það. Eins og frægt er orðið var Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að leka persónulegum upplýsingum um hælisleitanda úr ráðuneytinu.Akurnesingur í húð og hár. Þórdís er 27 ára lögfræðingur, hún lauk BA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og ML gráðu frá sama skóla 2012. Þórdís var kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar. Áður hefur Þórdís m.a. starfað hjá sýslumanninum á Akranesi, Marel og úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og hún hefur verið virk í félagsstörfum, m.a. verið formaður ungra Sjálfstæðismanna á Akranesi, setið í stjórn SUS, sambandi ungra sjálfstæðismanna og stjórn Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík. Þórdís Kolbrún er fædd og uppalin á Akranesi, hún er í sambúð með Hjalta S. Mogensen, lögmanni og eiga þau tveggja ára gamlan son, Marvin Gylfa. Tengdar fréttir Ólöf treystir sér vel til að gegna ráðherraembætti Ólöf Nordal hefur glímt við alvarleg veikindi undanfarna mánuði. Hún þurfti að hugsa um fjölskylduna og verkefnin framundan áður en hún þáði ráðherraembættið. 4. desember 2014 18:47 Kristín Haraldsdóttir verður aðstoðarmaður Ólafar Ólöf Nordal hefur ráðið Kristínu Haraldsdóttur, sérfræðing við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sem lögfræðilegan aðstoðarmann sinn. Kristín hóf störf í ráðuneytinu í dag. 9. desember 2014 16:09 Hefði aldrei tekið starfið að sér ef hún treysti sér ekki í það Ólöf Nordal segir að það hafi komið sér mjög á óvart þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bað hana um að taka að sér embætti innanríkisráðherra. 4. desember 2014 14:22 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýr aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra. Þórdís lætur þar með af störfum sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna sem hún hefur gegnt undanfarið eitt og hálft ár. „Mér líst bara ótrúlega vel á þetta. Ég er bara mjög spennt,“ segir Þórdís í samtali við Vísi. Hún segir ákvörðunina nokkuð nýtilkomna og hún hafi þurft að hugsa sig um enda kunni hún vel við starf framkvæmdastjóra þingflokksins. „Ólöf er ótrúlega öflug kona með mikla reynslu og flottur lögfræðingur. Ég hlakka ótrúlega mikið til að vinna með henni. Hún hefur sjálf sagt að hún geti örugglega kennt mér eitthvað,“ segir Þórdís.Góðar móttökur frá starfsfólki Tilkynnt var á dögunum að Kristín Haraldsdóttir, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, yrði aðstoðarmaður Ólafar. Nú eru þær því þrjár lögfræðimenntaðar sem ætla að þjóna innanríkisráðuneytinu og segir Þórdís hlakka til nýja starfsins. „Við hljótum að verða ágætisteymi saman. Starfsfólkið hefur tekið vel á móti mér, þetta eru áhugaverðir málaflokkar og auðvitað risastórt ráðuneyti.“ Aðspurð hvort draga megi einhvern lærdóm af háttsemi fyrri aðstoðarmanna innanríkisráðherra vill Þórdís ekki tjá sig um það. Eins og frægt er orðið var Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að leka persónulegum upplýsingum um hælisleitanda úr ráðuneytinu.Akurnesingur í húð og hár. Þórdís er 27 ára lögfræðingur, hún lauk BA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og ML gráðu frá sama skóla 2012. Þórdís var kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar. Áður hefur Þórdís m.a. starfað hjá sýslumanninum á Akranesi, Marel og úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og hún hefur verið virk í félagsstörfum, m.a. verið formaður ungra Sjálfstæðismanna á Akranesi, setið í stjórn SUS, sambandi ungra sjálfstæðismanna og stjórn Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík. Þórdís Kolbrún er fædd og uppalin á Akranesi, hún er í sambúð með Hjalta S. Mogensen, lögmanni og eiga þau tveggja ára gamlan son, Marvin Gylfa.
Tengdar fréttir Ólöf treystir sér vel til að gegna ráðherraembætti Ólöf Nordal hefur glímt við alvarleg veikindi undanfarna mánuði. Hún þurfti að hugsa um fjölskylduna og verkefnin framundan áður en hún þáði ráðherraembættið. 4. desember 2014 18:47 Kristín Haraldsdóttir verður aðstoðarmaður Ólafar Ólöf Nordal hefur ráðið Kristínu Haraldsdóttur, sérfræðing við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sem lögfræðilegan aðstoðarmann sinn. Kristín hóf störf í ráðuneytinu í dag. 9. desember 2014 16:09 Hefði aldrei tekið starfið að sér ef hún treysti sér ekki í það Ólöf Nordal segir að það hafi komið sér mjög á óvart þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bað hana um að taka að sér embætti innanríkisráðherra. 4. desember 2014 14:22 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Ólöf treystir sér vel til að gegna ráðherraembætti Ólöf Nordal hefur glímt við alvarleg veikindi undanfarna mánuði. Hún þurfti að hugsa um fjölskylduna og verkefnin framundan áður en hún þáði ráðherraembættið. 4. desember 2014 18:47
Kristín Haraldsdóttir verður aðstoðarmaður Ólafar Ólöf Nordal hefur ráðið Kristínu Haraldsdóttur, sérfræðing við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sem lögfræðilegan aðstoðarmann sinn. Kristín hóf störf í ráðuneytinu í dag. 9. desember 2014 16:09
Hefði aldrei tekið starfið að sér ef hún treysti sér ekki í það Ólöf Nordal segir að það hafi komið sér mjög á óvart þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bað hana um að taka að sér embætti innanríkisráðherra. 4. desember 2014 14:22