Fólk gangi í félag múslima í mótmælaskyni Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. júní 2014 07:00 Salmann segir alla velkomna í Félag múslima á Íslandi. Vísir/GVA „Ég hef fengið tölvupóst frá fólki sem spyr hvernig það eigi að skrá sig í félagið. Ég var svolítið hissa en mjög ánægður með þær fyrirspurnir,“ segir Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima á Íslandi, aðspurður hvort hann hafi fundið fyrir auknum skráningum í Félag múslima á Íslandi síðustu vikur.Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, vakti athygli á því í pistli á Facebook-síðu sinni í gær að ekki þyrfti að játa islamska trú til að ganga í Félag múslima á Íslandi. Veltir Gunnar Smári því fyrir sér að skrá sig í félagið í hálfgerðu mótmælaskyni svo sóknargjöld sem hann greiðir á ári hverju renni til Félags múslima á Íslandi en verði ekki ráðstafað af fjárlaganefnd Alþingis þar sem Gunnar Smári tilheyrir ekki trúfélagi sem stendur. „Þar er nú formaður Vigdís Hauksdóttir, helsti hugmyndafræðingurinn að baki andmannúðarstefnu Framsóknarflokksins. Ég efast um að Vigdísi muni um mínar 9.000 krónur á ári; en ég er samt að hugsa um að skrá mig í Félag múslima á Íslandi svo félagsfólkið þar geti notað þessa þúsundkalla til að verjast árásum og lygum Framsóknarmanna og fylgismanna þeirra,“ skrifar Gunnar Smári meðal annars.Ekki skilyrði að vera múslimi Mikið hefur verið rætt um múslima á Íslandi eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík, sagðist vilja afturkalla lóðarúthlutun til félagsins. Umræðan hefur vakið upp sterk viðbrögð meðal margra og lagði Salmann fram kæru til lögreglunnar í síðustu viku vegna hatursfullra ummæla sem féllu í athugasemdakerfi á Visir.is. Var meðal annars um að ræða líflátshótanir. Samkvæmt lögum Félags múslima á Íslandi geta þeir sem eru sammála markmiðum félagsins gerst félagar, en meðal markmiðanna er að gera múslimum á Íslandi kleift að iðka trú sína og stuðla að jákvæðum viðhorfum þeirra, er ekki fylgja islam, til trúarbragðanna. Salmann fagnar þeim stuðningi sem múslimar hafa fengið en telur skynsamlegra fyrir landsmenn að skrá sig úr Framsóknarflokknum en þjóðkirkjunni. „Það er ekkert skilyrði að vera múslimi til að vera meðlimur og það eru náttúrulega allir velkomnir. En mér finnst betra að fólk haldi sig við sína trú og það sem það virkilega trúir á. Í kristindómi er rými til að berjast fyrir mannréttindum annarra. Það var ekki þjóðkirkjan sem hóf þessa umræðu þannig að ég mæli með því að fólk skrái sig frekar úr Framsóknarflokknum og láti hann finna fyrir því.“Agnes M. Sigurðardóttir harmar að umræða um mosku sé á villigötum.Vísir/GVASjúklingar sem þarf að lækna Hann harmar þá umræðu sem hefur skapast í kjölfar ummæla Sveinbjargar Birnu. „Þetta er lítill hópur á móti mannréttindum sem hefur hátt. Það sorglegasta er að elsti stjórnmálaflokkur landsins skuli hafa verið fánaberi þessa óhugnanlega stríðs. Ég er búinn að búa hér í 45 ár og þekki bara góða Íslendinga. En inn á milli eru nokkrir sjúklingar sem þarf að lækna. Við þurfum að láta stjórnmálamenn vita að það er ekki hægt að gera allt til að ná sér í atkvæði. Við erum lítið samfélag og megum ekki við því að fólki sé att saman,“ segir Salmann.Einkamál hvers og einsAgnes M. Sigurðardóttir, biskups Íslands, segir umræðu um mosku á villigötum. „Umræðan er á villigötum ef við hrópum og byggjum skoðanir okkar á fordómum í staðinn fyrir að kynna okkur málin. Það sem ég hef heyrt og séð af þessari umræðu er mikið til þeir sem eru á móti mosku og á móti því að múslimar fái hér sinn helgistað til að tilbiðja sinn guð. Það sem ég hef lesið ber keim af því að fólk hafi heyrt fréttir utan úr heimi sem eru ekki beint jákvæðar í garð múslima. Mér finnst það frekar þannig en að fólk hafi kynnt sér málin. Mér finnst slæmt þegar fólk byggir skoðanir sínar á fyrirfram gefnum forsendum sem það hefur ekki kannað til hlítar. Það er ekki til bóta, hvorki fyrir einstaklinginn né samfélagið.“ Agnes segir einfalt að skrá sig í og úr trúfélagi á Íslandi og að fólk þurfi einfaldlega að sækja sér viðeigandi eyðublöð á vef Þjóðskrár. Hún vill lítið tjá sig um sína skoðun á því ef rétt reynist að landsmenn skrái sig í viss trúfélög í mótmælaskyni. „Það er einkamál hvers og eins hvort hann skráir sig í trúfélag eða úr því. Ég hef í raun ekki meira um það að segja.“ Post by Gunnar Smári Egilsson. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
„Ég hef fengið tölvupóst frá fólki sem spyr hvernig það eigi að skrá sig í félagið. Ég var svolítið hissa en mjög ánægður með þær fyrirspurnir,“ segir Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima á Íslandi, aðspurður hvort hann hafi fundið fyrir auknum skráningum í Félag múslima á Íslandi síðustu vikur.Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, vakti athygli á því í pistli á Facebook-síðu sinni í gær að ekki þyrfti að játa islamska trú til að ganga í Félag múslima á Íslandi. Veltir Gunnar Smári því fyrir sér að skrá sig í félagið í hálfgerðu mótmælaskyni svo sóknargjöld sem hann greiðir á ári hverju renni til Félags múslima á Íslandi en verði ekki ráðstafað af fjárlaganefnd Alþingis þar sem Gunnar Smári tilheyrir ekki trúfélagi sem stendur. „Þar er nú formaður Vigdís Hauksdóttir, helsti hugmyndafræðingurinn að baki andmannúðarstefnu Framsóknarflokksins. Ég efast um að Vigdísi muni um mínar 9.000 krónur á ári; en ég er samt að hugsa um að skrá mig í Félag múslima á Íslandi svo félagsfólkið þar geti notað þessa þúsundkalla til að verjast árásum og lygum Framsóknarmanna og fylgismanna þeirra,“ skrifar Gunnar Smári meðal annars.Ekki skilyrði að vera múslimi Mikið hefur verið rætt um múslima á Íslandi eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík, sagðist vilja afturkalla lóðarúthlutun til félagsins. Umræðan hefur vakið upp sterk viðbrögð meðal margra og lagði Salmann fram kæru til lögreglunnar í síðustu viku vegna hatursfullra ummæla sem féllu í athugasemdakerfi á Visir.is. Var meðal annars um að ræða líflátshótanir. Samkvæmt lögum Félags múslima á Íslandi geta þeir sem eru sammála markmiðum félagsins gerst félagar, en meðal markmiðanna er að gera múslimum á Íslandi kleift að iðka trú sína og stuðla að jákvæðum viðhorfum þeirra, er ekki fylgja islam, til trúarbragðanna. Salmann fagnar þeim stuðningi sem múslimar hafa fengið en telur skynsamlegra fyrir landsmenn að skrá sig úr Framsóknarflokknum en þjóðkirkjunni. „Það er ekkert skilyrði að vera múslimi til að vera meðlimur og það eru náttúrulega allir velkomnir. En mér finnst betra að fólk haldi sig við sína trú og það sem það virkilega trúir á. Í kristindómi er rými til að berjast fyrir mannréttindum annarra. Það var ekki þjóðkirkjan sem hóf þessa umræðu þannig að ég mæli með því að fólk skrái sig frekar úr Framsóknarflokknum og láti hann finna fyrir því.“Agnes M. Sigurðardóttir harmar að umræða um mosku sé á villigötum.Vísir/GVASjúklingar sem þarf að lækna Hann harmar þá umræðu sem hefur skapast í kjölfar ummæla Sveinbjargar Birnu. „Þetta er lítill hópur á móti mannréttindum sem hefur hátt. Það sorglegasta er að elsti stjórnmálaflokkur landsins skuli hafa verið fánaberi þessa óhugnanlega stríðs. Ég er búinn að búa hér í 45 ár og þekki bara góða Íslendinga. En inn á milli eru nokkrir sjúklingar sem þarf að lækna. Við þurfum að láta stjórnmálamenn vita að það er ekki hægt að gera allt til að ná sér í atkvæði. Við erum lítið samfélag og megum ekki við því að fólki sé att saman,“ segir Salmann.Einkamál hvers og einsAgnes M. Sigurðardóttir, biskups Íslands, segir umræðu um mosku á villigötum. „Umræðan er á villigötum ef við hrópum og byggjum skoðanir okkar á fordómum í staðinn fyrir að kynna okkur málin. Það sem ég hef heyrt og séð af þessari umræðu er mikið til þeir sem eru á móti mosku og á móti því að múslimar fái hér sinn helgistað til að tilbiðja sinn guð. Það sem ég hef lesið ber keim af því að fólk hafi heyrt fréttir utan úr heimi sem eru ekki beint jákvæðar í garð múslima. Mér finnst það frekar þannig en að fólk hafi kynnt sér málin. Mér finnst slæmt þegar fólk byggir skoðanir sínar á fyrirfram gefnum forsendum sem það hefur ekki kannað til hlítar. Það er ekki til bóta, hvorki fyrir einstaklinginn né samfélagið.“ Agnes segir einfalt að skrá sig í og úr trúfélagi á Íslandi og að fólk þurfi einfaldlega að sækja sér viðeigandi eyðublöð á vef Þjóðskrár. Hún vill lítið tjá sig um sína skoðun á því ef rétt reynist að landsmenn skrái sig í viss trúfélög í mótmælaskyni. „Það er einkamál hvers og eins hvort hann skráir sig í trúfélag eða úr því. Ég hef í raun ekki meira um það að segja.“ Post by Gunnar Smári Egilsson.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira