Samstarf við íslenska hönnuði Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 17. janúar 2014 11:00 Margrét Helga Skúladóttir og Guðrún Eysteinsdóttir stofnuðu Textílprentun Íslands síðastliðið haust. fréttablaðið/gva Margrét Helga Skúladóttir og Guðrún Eysteinsdóttir standa á bak við Textílprentun Íslands. Þær settu fyrirtækið á laggirnar síðastliðið haust en eru þegar komnar í samstarf við nokkra aðila, enda vantaði þennan prentmöguleika sárlega á markaðinn hér á landi að þeirra sögn. „Það vantaði sérstaklega stafræna prentun á náttúruleg efni, en við eigum í kringum 18 tegundir af efnum; silki, bómullarefni, bómullarjersey og ullarefni,“ segir Margrét. „Við höfum haft nóg að gera síðan við opnuðum en við byrjuðum að prenta að einhverju ráði í október á síðasta ári. Við erum nú komnar í samstarf, meðal annars við textíldeild Myndlistaskóla Reykjavíkur og Aurum. Kenndur verður sérstakur kúrs í Myndlistaskólanum, samstarf nemenda og iðnaðarins, og verður afraksturinn kynntur í Aurum Bankastræti á HönnunarMars 2014."Rétt fyrir jólin hófst einnig samstarf Textílprentunar Íslands við Spark Design Space. Hugmyndin er að prenta efni samhliða sýningunum sem settar verða upp í Spark með munstrum eftir listamennina. Fyrsta efnið er munstur eftir Sigga Eggerts. Efnin verða svo seld í metravís í Spark og er verkefnið styrkt af Hönnunarsjóði Auroru. Þær Guðrún og Margrét þróuðu hugmyndina að fyrirtækinu á námskeiðinu Brautargengi á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands enda sáu þær mikla möguleika fyrir þessa þjónustu hér á landi. „Fyrir minni framleiðslu eins og prótótýpugerð í fatahönnunargeiranum er frábært fyrir íslenska fatahönnuði að geta sótt þjónustuna innanlands. Bæði tekur það styttri tíma að fá prufurnar og eins getur hönnuðurinn tekið þátt í ferlinu og þarf ekki að senda út í óvissuna og bíða svo eftir póstinum,“ segir Margrét.Textílprentun Íslands og Harpa Einars fatahönnuður klæddu Agnesi Björt Andradóttur, söngkonu í hljómsveitinni Sykur, á Airwaves 2013. mynd/textílprentun íslandsmynd/floriantrykowski.com„Fatahönnuðir hafa mikið heimsótt okkur eftir að við byrjuðum og fengið hjá okkur prufur og eins textílhönnuðir sem eru að vinna tísku- og heimilisvörur. Við unnum til dæmis með Hörpu Einars fatahönnuði og klæddum Agnesi, söngkonu í Sykri, á Airwaves 2013. Það er ýmislegt spennandi að gerast.“ Er von á eigin textíllínu frá Textílprentun Íslands? „Það er vel mögulegt þegar fram líða stundir.“ Nánar má forvitnast um Textílprentun Íslands á facebook HönnunarMars Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Margrét Helga Skúladóttir og Guðrún Eysteinsdóttir standa á bak við Textílprentun Íslands. Þær settu fyrirtækið á laggirnar síðastliðið haust en eru þegar komnar í samstarf við nokkra aðila, enda vantaði þennan prentmöguleika sárlega á markaðinn hér á landi að þeirra sögn. „Það vantaði sérstaklega stafræna prentun á náttúruleg efni, en við eigum í kringum 18 tegundir af efnum; silki, bómullarefni, bómullarjersey og ullarefni,“ segir Margrét. „Við höfum haft nóg að gera síðan við opnuðum en við byrjuðum að prenta að einhverju ráði í október á síðasta ári. Við erum nú komnar í samstarf, meðal annars við textíldeild Myndlistaskóla Reykjavíkur og Aurum. Kenndur verður sérstakur kúrs í Myndlistaskólanum, samstarf nemenda og iðnaðarins, og verður afraksturinn kynntur í Aurum Bankastræti á HönnunarMars 2014."Rétt fyrir jólin hófst einnig samstarf Textílprentunar Íslands við Spark Design Space. Hugmyndin er að prenta efni samhliða sýningunum sem settar verða upp í Spark með munstrum eftir listamennina. Fyrsta efnið er munstur eftir Sigga Eggerts. Efnin verða svo seld í metravís í Spark og er verkefnið styrkt af Hönnunarsjóði Auroru. Þær Guðrún og Margrét þróuðu hugmyndina að fyrirtækinu á námskeiðinu Brautargengi á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands enda sáu þær mikla möguleika fyrir þessa þjónustu hér á landi. „Fyrir minni framleiðslu eins og prótótýpugerð í fatahönnunargeiranum er frábært fyrir íslenska fatahönnuði að geta sótt þjónustuna innanlands. Bæði tekur það styttri tíma að fá prufurnar og eins getur hönnuðurinn tekið þátt í ferlinu og þarf ekki að senda út í óvissuna og bíða svo eftir póstinum,“ segir Margrét.Textílprentun Íslands og Harpa Einars fatahönnuður klæddu Agnesi Björt Andradóttur, söngkonu í hljómsveitinni Sykur, á Airwaves 2013. mynd/textílprentun íslandsmynd/floriantrykowski.com„Fatahönnuðir hafa mikið heimsótt okkur eftir að við byrjuðum og fengið hjá okkur prufur og eins textílhönnuðir sem eru að vinna tísku- og heimilisvörur. Við unnum til dæmis með Hörpu Einars fatahönnuði og klæddum Agnesi, söngkonu í Sykri, á Airwaves 2013. Það er ýmislegt spennandi að gerast.“ Er von á eigin textíllínu frá Textílprentun Íslands? „Það er vel mögulegt þegar fram líða stundir.“ Nánar má forvitnast um Textílprentun Íslands á facebook
HönnunarMars Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira