Þriggja ára aðlögun dugði ekki félögum Elimar Hauksson skrifar 18. janúar 2014 08:00 Enn virðist nokkuð í land til að jafna hlutskipti kynjanna í stjórnum fyrirtækja. Samkvæmt nýrri úttekt Creditinfo sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins uppfyllir rétt rúmlega helmingur fyrirtækja með fleiri starfsmenn en 50 á ársgrundvelli skilyrði laga um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja. Lögin kveða á um að hvort kyn skuli eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum, þá skuli tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Ákvæði um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja voru færð í hluta- og einkahlutafélagalög árið 2010 og fengu fyrirtæki þriggja ára aðlögunartíma áður en ákvæðin tóku gildi, 1. september 2013. Konur voru um 31 prósent stjórnarmanna í íslenskum fyrirtækjum með fleiri en 50 heilsársstarfsmenn í árslok 2013 en hlutfall karla var 69 prósent. Lögin ná til 287 íslenskra fyrirtækja, en af þeim uppfylla einungis 152 fyrirtæki skilyrði laganna. Í úttektinni kemur fram að ætli íslensk fyrirtæki sér að ná að uppfylla skilyrði laganna þurfi þau að kjósa inn 100 konur á kostnað karla sem eru fyrir í stjórnum.Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ljóst að miðað hafi talsvert í rétta átt og að hlutfall hafi hækkað þó nokkuð á stuttum tíma. Enn vanti þó nokkuð uppá til að hinu lögbundna 40 prósenta markmiði verði náð. „Við fórum í þessa athugun af tveimur ástæðum. Annars vegar með hliðsjón af samningi okkar við viðskiptaráð og Félag kvenna í atvinnurekstri frá árinu 2009 sem fól í sér markmið um að hlutfall hvors kyns yrði ekki undir 40 prósentum í lok árs 2013. Hins vegar vildum við vekja athygli á þessu í aðdraganda aðalfunda fyrirtækja sem eru framundan. Við bindum vonir við að ná settum markmiðum á þessu ári,“ segir Þorsteinn. Sambærilegt ákvæði hefur verið sett í lög um lífeyrissjóði og segir Þorsteinn sjóðina hafa náð tilsettum markmiðum. „Það hefur náðst gott jafnvægi í lífeyrissjóðunum og er hlutfallið 47 prósent þar. Hér hjá SA eru konur til dæmis meirihluti okkar fulltrúa í þeim stjórnum, 56 prósent,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Sjá meira
Samkvæmt nýrri úttekt Creditinfo sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins uppfyllir rétt rúmlega helmingur fyrirtækja með fleiri starfsmenn en 50 á ársgrundvelli skilyrði laga um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja. Lögin kveða á um að hvort kyn skuli eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum, þá skuli tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Ákvæði um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja voru færð í hluta- og einkahlutafélagalög árið 2010 og fengu fyrirtæki þriggja ára aðlögunartíma áður en ákvæðin tóku gildi, 1. september 2013. Konur voru um 31 prósent stjórnarmanna í íslenskum fyrirtækjum með fleiri en 50 heilsársstarfsmenn í árslok 2013 en hlutfall karla var 69 prósent. Lögin ná til 287 íslenskra fyrirtækja, en af þeim uppfylla einungis 152 fyrirtæki skilyrði laganna. Í úttektinni kemur fram að ætli íslensk fyrirtæki sér að ná að uppfylla skilyrði laganna þurfi þau að kjósa inn 100 konur á kostnað karla sem eru fyrir í stjórnum.Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ljóst að miðað hafi talsvert í rétta átt og að hlutfall hafi hækkað þó nokkuð á stuttum tíma. Enn vanti þó nokkuð uppá til að hinu lögbundna 40 prósenta markmiði verði náð. „Við fórum í þessa athugun af tveimur ástæðum. Annars vegar með hliðsjón af samningi okkar við viðskiptaráð og Félag kvenna í atvinnurekstri frá árinu 2009 sem fól í sér markmið um að hlutfall hvors kyns yrði ekki undir 40 prósentum í lok árs 2013. Hins vegar vildum við vekja athygli á þessu í aðdraganda aðalfunda fyrirtækja sem eru framundan. Við bindum vonir við að ná settum markmiðum á þessu ári,“ segir Þorsteinn. Sambærilegt ákvæði hefur verið sett í lög um lífeyrissjóði og segir Þorsteinn sjóðina hafa náð tilsettum markmiðum. „Það hefur náðst gott jafnvægi í lífeyrissjóðunum og er hlutfallið 47 prósent þar. Hér hjá SA eru konur til dæmis meirihluti okkar fulltrúa í þeim stjórnum, 56 prósent,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Sjá meira