Skjálftavirkni mikil í nótt Sveinn Arnarsson skrifar 24. ágúst 2014 06:45 Stórir skjálftar hafa mælst í nótt beint undir Bárðarbungu Vísir/Sveinn Klukkan 5:30 í morgun mældist jarðskjálfti að stærð um 5 við Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin hefur verið mikil í nótt undir Dyngjujökli. Áður hafði mælst jarðskjálfti um miðnætti sem mældist 5.3 stig. Ekki eru nein merki þess að virknin sé að minnka eða að dregið hefur úr gosóróa á svæðinu. Samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa mælst um 360 skjálftar á svæðinu frá miðnætti til sjö í morgun. Eða rétt tæplega einn skjálfti á hverri mínútu. Mikil og stöðug jarðskjálftavirni hefur verið í berggangnum undir Dyngjujökli. Bergagngurinn teygir sig nú æ lengra til norðausturs og er norðurendi þeirra skammt frá jökulsporðinum. Bergangurinn hefur lengst mikið síðustu sólarhringana að mati jarðeðlisfræðinga. Stærsti skjálftinn sem mældist undir Dyngjujökli var 3.5 stig, klukkan 4:39 í morgun. Hins vegar hafa stóru skjálftarnir, 5.3 og 5.0 að stærð, mælst undir sjálfri Bárðarbungu. Jarðeðlisfræðingar á vakt Veðurstofunnar, Martin Hensch og Gunnar B. Guðmundsson, sem blaðamaður Vísis náði tail af, túlka þá skjálfta á þá vegu að þrýsingslækkun eigi sér stað undir öskju Bárðarbungu og að kvika sé að leita inn í bergganginn. Askja Bárðarbungu sé því að aðlaga sig að breyttum þrýstingi undir eldstöðinni.Tveir stórir skjálftar mældust yfir 5 að stærð. Mikil virkni hefur verið í Vatnajökli í nóttMynd/skjáskotAukins gosóra hefur ekki gætt í nótt þrátt fyrir þessa stóru skjálfta. Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu íslands, segir þessa jarðskjálfta vera fyrstu skjálfana af þessari stærðargráðu sem mælast í Bárðarbungu síðan í Gjálpargosinu árið 1996. Ekki eru enn nein merki um aukinn gosóróa eða að gos sé hafið. Viðbúnaðarstig Almannavarna er enn á hæsta stigi. Lokanir svæða eru enn í gildi og hefur engin ákvörðun verið tekin um afléttingu þeirra. Ríkislögreglustjóri ákvað á fundi í gærkvöld að vinna ennþá á neyðarstigi og verður sú staða endurmetin með fundi vísindamanna Almannavarna í hádeginu í dag. Bárðarbunga Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Klukkan 5:30 í morgun mældist jarðskjálfti að stærð um 5 við Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin hefur verið mikil í nótt undir Dyngjujökli. Áður hafði mælst jarðskjálfti um miðnætti sem mældist 5.3 stig. Ekki eru nein merki þess að virknin sé að minnka eða að dregið hefur úr gosóróa á svæðinu. Samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa mælst um 360 skjálftar á svæðinu frá miðnætti til sjö í morgun. Eða rétt tæplega einn skjálfti á hverri mínútu. Mikil og stöðug jarðskjálftavirni hefur verið í berggangnum undir Dyngjujökli. Bergagngurinn teygir sig nú æ lengra til norðausturs og er norðurendi þeirra skammt frá jökulsporðinum. Bergangurinn hefur lengst mikið síðustu sólarhringana að mati jarðeðlisfræðinga. Stærsti skjálftinn sem mældist undir Dyngjujökli var 3.5 stig, klukkan 4:39 í morgun. Hins vegar hafa stóru skjálftarnir, 5.3 og 5.0 að stærð, mælst undir sjálfri Bárðarbungu. Jarðeðlisfræðingar á vakt Veðurstofunnar, Martin Hensch og Gunnar B. Guðmundsson, sem blaðamaður Vísis náði tail af, túlka þá skjálfta á þá vegu að þrýsingslækkun eigi sér stað undir öskju Bárðarbungu og að kvika sé að leita inn í bergganginn. Askja Bárðarbungu sé því að aðlaga sig að breyttum þrýstingi undir eldstöðinni.Tveir stórir skjálftar mældust yfir 5 að stærð. Mikil virkni hefur verið í Vatnajökli í nóttMynd/skjáskotAukins gosóra hefur ekki gætt í nótt þrátt fyrir þessa stóru skjálfta. Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu íslands, segir þessa jarðskjálfta vera fyrstu skjálfana af þessari stærðargráðu sem mælast í Bárðarbungu síðan í Gjálpargosinu árið 1996. Ekki eru enn nein merki um aukinn gosóróa eða að gos sé hafið. Viðbúnaðarstig Almannavarna er enn á hæsta stigi. Lokanir svæða eru enn í gildi og hefur engin ákvörðun verið tekin um afléttingu þeirra. Ríkislögreglustjóri ákvað á fundi í gærkvöld að vinna ennþá á neyðarstigi og verður sú staða endurmetin með fundi vísindamanna Almannavarna í hádeginu í dag.
Bárðarbunga Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira