Helsta hættan er að týnast í öskuskýi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2014 12:36 Vísir/Vilhelm Stefanía Ragnarsdóttir, landvörður.Vísir/Vilhelm Landvörðurinn í Nýjadal er búinn að pakka öllu sínu hafurtaski og tilbúinn að fara af svæðinu ef gos byrjar. „Í gær var staðan þannig en í dag er í raun hálfgert biðástand,“ segir Stefanía Ragnarsdóttir, landvörður. Hún segir verkefni dagsins fyrst og fremst snúast um að vera í góðu símasambandi og á staðavakt en ekki sinna hefðbundnum landvarðaverkefnum. „Núna skiptir mestu máli að upplýsa ferðamenn og fylgjast vel með ferðum þeirra. Þriðjungur ferðamanna vita ekkert hvað er í gangi. Síðustu daga höfum við hvatt til dagsferða, að fólk gangi á veginum eða breyti ferðaplönum sínum.“ Stefanía segir helstu hættuna vera ef það kemur öskuský og ferðalangar eru langt frá vegi og ekki í símasambandi. „Jafnvel þótt það sé vel stikað á svæðinu þá getur orðið alveg blint í öskunni. Fólk þarf að hafa nóg af vatni með sér og lágmarksbúnaður er buff og sólgleraugu.“ Umferð um svæðið datt niður um leið og óvissustig kom upp. Stefanía segir reyndar einn og einn ferðamann spenntan fyrir gosinu og segjast alltaf hafa langað til að upplifa gos. „Þá útskýri ég fyrir þeim öskuna og hættuna við öskuský. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu og heldur að þetta sé bara flott sjónarspil.“Frímann ingvarsson, skálavörður.Vísir/VilhelmTöluvert af ferðamönnum á hjólum Frímann Ingvarsson er skálavörður í Kverkfjöllum en var fluttur í Nýjadal eftir að svæðinu nærri Bárðarbungu var lokað. Síðustu nótt gistu fjórir hjólreiðamenn í skálanum auk fjölmiðlamanna og starfsmanna Veðurstofunnar sem fylgjast með öskustróksmæli á svæðinu. „Það var nokkur umferð hér í gegn í gær og þá sérstaklega áhugaljósmyndarar sem vildu ná myndum frá fyrstu stundu. Svo eru alltaf einhverjir sem mæta strax á svæðið ef það eru fréttir um eldgos.“ Inga Martel hefur starfað sem skálavörður í Nýjadal í allt sumar og segir umferðina ansi litla miðað við sama tíma á síðasta ári. Það séu þó óvenju margir hjólreiðamenn á ferðinni en það góða við þá sé að þeir haldi sér á vegunum. Stórir hópar hafa aflýst komu sinni og Íslendingar hafa varla sést á svæðinu síðustu vikuna. „Ferðamenn hættu að koma og um leið byrjuðu áhugaljósmyndarar að streyma á svæðið,“ segir Inga. Bárðarbunga Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Sjá meira
Stefanía Ragnarsdóttir, landvörður.Vísir/Vilhelm Landvörðurinn í Nýjadal er búinn að pakka öllu sínu hafurtaski og tilbúinn að fara af svæðinu ef gos byrjar. „Í gær var staðan þannig en í dag er í raun hálfgert biðástand,“ segir Stefanía Ragnarsdóttir, landvörður. Hún segir verkefni dagsins fyrst og fremst snúast um að vera í góðu símasambandi og á staðavakt en ekki sinna hefðbundnum landvarðaverkefnum. „Núna skiptir mestu máli að upplýsa ferðamenn og fylgjast vel með ferðum þeirra. Þriðjungur ferðamanna vita ekkert hvað er í gangi. Síðustu daga höfum við hvatt til dagsferða, að fólk gangi á veginum eða breyti ferðaplönum sínum.“ Stefanía segir helstu hættuna vera ef það kemur öskuský og ferðalangar eru langt frá vegi og ekki í símasambandi. „Jafnvel þótt það sé vel stikað á svæðinu þá getur orðið alveg blint í öskunni. Fólk þarf að hafa nóg af vatni með sér og lágmarksbúnaður er buff og sólgleraugu.“ Umferð um svæðið datt niður um leið og óvissustig kom upp. Stefanía segir reyndar einn og einn ferðamann spenntan fyrir gosinu og segjast alltaf hafa langað til að upplifa gos. „Þá útskýri ég fyrir þeim öskuna og hættuna við öskuský. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu og heldur að þetta sé bara flott sjónarspil.“Frímann ingvarsson, skálavörður.Vísir/VilhelmTöluvert af ferðamönnum á hjólum Frímann Ingvarsson er skálavörður í Kverkfjöllum en var fluttur í Nýjadal eftir að svæðinu nærri Bárðarbungu var lokað. Síðustu nótt gistu fjórir hjólreiðamenn í skálanum auk fjölmiðlamanna og starfsmanna Veðurstofunnar sem fylgjast með öskustróksmæli á svæðinu. „Það var nokkur umferð hér í gegn í gær og þá sérstaklega áhugaljósmyndarar sem vildu ná myndum frá fyrstu stundu. Svo eru alltaf einhverjir sem mæta strax á svæðið ef það eru fréttir um eldgos.“ Inga Martel hefur starfað sem skálavörður í Nýjadal í allt sumar og segir umferðina ansi litla miðað við sama tíma á síðasta ári. Það séu þó óvenju margir hjólreiðamenn á ferðinni en það góða við þá sé að þeir haldi sér á vegunum. Stórir hópar hafa aflýst komu sinni og Íslendingar hafa varla sést á svæðinu síðustu vikuna. „Ferðamenn hættu að koma og um leið byrjuðu áhugaljósmyndarar að streyma á svæðið,“ segir Inga.
Bárðarbunga Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Sjá meira