Timberlake sló í gegn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2014 16:27 Justin Timberlake í Kórnum í kvöld. Vísir/Andri Marinó „Ég elska ykkur svo mikið. Sjáumst síðar,“ sagði Justin Timberlake í lok tónleika hans í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Timberlake spilaði í rúman einn og hálfan tíma við frábærar undirtektir tónleikagesta. Þá voru tónleikarnir sýndir beint á vef Yahoo. GusGus hitaði upp fyrir Timberlake ásamt plötusnúðum DJ Freestyle Steve sem gerði allt vitlaust að sögn blaðamanns Vísis í Kórnum. Rétt fyrir klukkan 21 voru ljósin slökkt og slagarinn My Way með Frank Sinatra hljómaði. Óhætt er að segja að allt hafi ætlað um koll að keyra og sungu tónleikagestir hástöfum með. Í kjölfarið steig nýjasti Íslandsvinurinn á svið við gríðarlegar undirtektir.Endursýning tónleikanna hófst klukkan 22:45. Hér má horfa á tónleikana.Lagalisti frá síðustu tónleikum JT í París á fimmtudagskvöldið.Timberlake hóf leik á laginu Pusher Love Girl en fjölmargir hljóðfæraleikarar og bakraddasöngvarar eru honum til halds og trausts á sviðinu. Að laginu loknu ærðust tónleikagestir og gaf Timberlake sér nægan tíma til þess að virða salinn fyrir sér með lúmskt glott. Í kjölfarið hneigði hann sig. „Er það svona sem okkur líður á Íslandi í kvöld?“ voru fyrstu orð Timberlake til tónleikagesta sem tóku vel í spurningu bandaríska söngvarans. „Komuð þið til að skemmta ykkur í kvöld, eða hvað?“ bætti hann svo við. Í kjölfarið fylgdu svo lögin Gimme what I don't know og slagarinn Rock Your Body. „Ég verð að segja ykkur að Ísland er einn fallegasti staður í heimi. Og hér drekkur fólk, ójá,“ sagði Timberlake síðar á milli laga. Þá hvetur hann tónleikagesti til þess að hrista á sér rassinn auk þess að notast við ljósin á símum sínum og kveikjara.Tónleikagestir á leiðinni í Kórinn í kvöld.Vísir/Andri Marinó„Ef einhver hefði sagt mér þegar ég var átta ára að læra gítargripin að einn daginn yrði ég á Íslandi að spila fyrir ykkur...,“ sagði Justin undir lok tónleikanna. „Maður semur lögin í litlu herbergi og veit aldrei hver mun hlusta á þau. Frá hjartarótum þakka ég ykkur. Ég elska ykkur af öllu hjarta.“ Timberlake lauk tónleikunum á slagara sínum Mirrors þar sem undirtektir tónleikagesta voru afar miklar. Bandaríkjamaðurinn gekk svo um sviðið, veifaði til Íslendinga og þakkaði kærlega fyrir sig. „Ég elska ykkur svo mikið. Sjáumst síðar,“ sagði Timberlake og myndaði hjarta með höndum sínum.Endursýning á tónleikunum hófst hér fyrir skömmu.Stemningin í Kórnum í kvöld var frábær að sögn blaðamanns Vísis á svæðinu.Vísir/Andri Marinó Tengdar fréttir Allt að verða klárt fyrir Timberlake Öllu hefur nú verið umturnað í Kórnum fyrir tónleika Justins Timberlake. Ekki hefur fengist staðfest hvort eiginkona kappans kemur með honum til landsins. Tónleikarnir sem sýndir verða beint á netinu marka tímamót því eftir þá fer Justin og hans fólk í má 22. ágúst 2014 11:00 Hagnast á beinni útsendingu Justin Timberlake úr Kórnum Samningur Live Nation og Yahoo! um að sýna beint frá tónleikum á hverjum degi mun auka hagnað beggja fyrirtækja. 5. ágúst 2014 15:20 Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum verða í beinni á netinu Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum í Kópavogi verða sýndir í beinni útsendingu á vef Yahoo. Tónleikarnir fara fram þann 24. ágúst næstkomandi og er þetta hluti af samstarfi Live Nation og netrisans Yahoo. 12. júlí 2014 12:37 Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Sjá meira
„Ég elska ykkur svo mikið. Sjáumst síðar,“ sagði Justin Timberlake í lok tónleika hans í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Timberlake spilaði í rúman einn og hálfan tíma við frábærar undirtektir tónleikagesta. Þá voru tónleikarnir sýndir beint á vef Yahoo. GusGus hitaði upp fyrir Timberlake ásamt plötusnúðum DJ Freestyle Steve sem gerði allt vitlaust að sögn blaðamanns Vísis í Kórnum. Rétt fyrir klukkan 21 voru ljósin slökkt og slagarinn My Way með Frank Sinatra hljómaði. Óhætt er að segja að allt hafi ætlað um koll að keyra og sungu tónleikagestir hástöfum með. Í kjölfarið steig nýjasti Íslandsvinurinn á svið við gríðarlegar undirtektir.Endursýning tónleikanna hófst klukkan 22:45. Hér má horfa á tónleikana.Lagalisti frá síðustu tónleikum JT í París á fimmtudagskvöldið.Timberlake hóf leik á laginu Pusher Love Girl en fjölmargir hljóðfæraleikarar og bakraddasöngvarar eru honum til halds og trausts á sviðinu. Að laginu loknu ærðust tónleikagestir og gaf Timberlake sér nægan tíma til þess að virða salinn fyrir sér með lúmskt glott. Í kjölfarið hneigði hann sig. „Er það svona sem okkur líður á Íslandi í kvöld?“ voru fyrstu orð Timberlake til tónleikagesta sem tóku vel í spurningu bandaríska söngvarans. „Komuð þið til að skemmta ykkur í kvöld, eða hvað?“ bætti hann svo við. Í kjölfarið fylgdu svo lögin Gimme what I don't know og slagarinn Rock Your Body. „Ég verð að segja ykkur að Ísland er einn fallegasti staður í heimi. Og hér drekkur fólk, ójá,“ sagði Timberlake síðar á milli laga. Þá hvetur hann tónleikagesti til þess að hrista á sér rassinn auk þess að notast við ljósin á símum sínum og kveikjara.Tónleikagestir á leiðinni í Kórinn í kvöld.Vísir/Andri Marinó„Ef einhver hefði sagt mér þegar ég var átta ára að læra gítargripin að einn daginn yrði ég á Íslandi að spila fyrir ykkur...,“ sagði Justin undir lok tónleikanna. „Maður semur lögin í litlu herbergi og veit aldrei hver mun hlusta á þau. Frá hjartarótum þakka ég ykkur. Ég elska ykkur af öllu hjarta.“ Timberlake lauk tónleikunum á slagara sínum Mirrors þar sem undirtektir tónleikagesta voru afar miklar. Bandaríkjamaðurinn gekk svo um sviðið, veifaði til Íslendinga og þakkaði kærlega fyrir sig. „Ég elska ykkur svo mikið. Sjáumst síðar,“ sagði Timberlake og myndaði hjarta með höndum sínum.Endursýning á tónleikunum hófst hér fyrir skömmu.Stemningin í Kórnum í kvöld var frábær að sögn blaðamanns Vísis á svæðinu.Vísir/Andri Marinó
Tengdar fréttir Allt að verða klárt fyrir Timberlake Öllu hefur nú verið umturnað í Kórnum fyrir tónleika Justins Timberlake. Ekki hefur fengist staðfest hvort eiginkona kappans kemur með honum til landsins. Tónleikarnir sem sýndir verða beint á netinu marka tímamót því eftir þá fer Justin og hans fólk í má 22. ágúst 2014 11:00 Hagnast á beinni útsendingu Justin Timberlake úr Kórnum Samningur Live Nation og Yahoo! um að sýna beint frá tónleikum á hverjum degi mun auka hagnað beggja fyrirtækja. 5. ágúst 2014 15:20 Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum verða í beinni á netinu Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum í Kópavogi verða sýndir í beinni útsendingu á vef Yahoo. Tónleikarnir fara fram þann 24. ágúst næstkomandi og er þetta hluti af samstarfi Live Nation og netrisans Yahoo. 12. júlí 2014 12:37 Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Sjá meira
Allt að verða klárt fyrir Timberlake Öllu hefur nú verið umturnað í Kórnum fyrir tónleika Justins Timberlake. Ekki hefur fengist staðfest hvort eiginkona kappans kemur með honum til landsins. Tónleikarnir sem sýndir verða beint á netinu marka tímamót því eftir þá fer Justin og hans fólk í má 22. ágúst 2014 11:00
Hagnast á beinni útsendingu Justin Timberlake úr Kórnum Samningur Live Nation og Yahoo! um að sýna beint frá tónleikum á hverjum degi mun auka hagnað beggja fyrirtækja. 5. ágúst 2014 15:20
Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum verða í beinni á netinu Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum í Kópavogi verða sýndir í beinni útsendingu á vef Yahoo. Tónleikarnir fara fram þann 24. ágúst næstkomandi og er þetta hluti af samstarfi Live Nation og netrisans Yahoo. 12. júlí 2014 12:37