Lyfjaskortur getur tafið meðferð Snærós Sindradóttir skrifar 11. júní 2014 00:01 Konan sem Fréttablaðið ræddi við segist oft hafa lent í því að lyfin sem hún notar séu ekki til. Henni hefur verið bent á að nota samheitalyf sem henni finnst ekki virka jafn vel. Fréttablaðið/Valli Lyfjastofnun er ekki skylt að halda sameiginlegt yfirlit yfir lyfjabirgðir í landinu og slíkt yfirlit er ekki til. Dæmi eru um að mikilvæg lyf hafi ekki verið til á landinu og sjúklingar hafi þurft að minnka lyfjaskammta sína og breyta lyfjagjöf vegna þess. „Undanþágukerfið grípur samt inn í ef mikið liggur við. Þá er náð í lyf með hraði til annarra landa,“ segir Helga Þórisdóttir, staðgengill forstjóra Lyfjastofnunar. Krabbameinssjúk kona fékk lyfin sín ekki afgreidd úr apóteki Landspítalans í síðustu viku. Hún segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hún lendi í því að lyfin hennar séu ekki til. Konan, sem er með eitilfrumukrabbamein, notar sjaldgæft krabbameinslyf sem kallast Targretin og ógleðilyfið Zofran. Ógleðilyfið hefur ekki verið fáanlegt síðan 15. apríl síðastliðinn en samkvæmt upplýsingum frá lækni á krabbameinsdeild Landspítalans er lyfið mjög algengt fyrir fólk í krabbameinsmeðferð. Til er samheitalyf fyrir Zofran en konan segir að lyfið sé það eina á töfluformi sem hafi reynst virka fyrir hana. Engar skýringar fengust á því hvers vegna ógleðilyfið hefur verið ófáanlegt. Apótek Landspítalans þarf að panta krabbameinslyfið Targretin sérstaklega vegna lítillar notkunar þess hérlendis. Konan þarf að byggja upp lyfjaþol vegna þess hve sterkt lyfið er en vegna skortsins neyðist hún til að hefja ferlið aftur á byrjunarreit. Konan segist hafa fengið þær skýringar hjá apóteki Landspítalans að vegna skulda spítalans við lyfjabirgja hafi ekki verið hægt að leysa lyfið út. Inga Arnardóttir, yfirlyfjafræðingur á Landspítalanum, vísar þessu á bug. „Landspítalinn skuldar engin lyf og hefur ekki gert í mörg ár. Þetta var viðvarandi vandamál fyrir hrun og á árum áður en þetta hlýtur að vera misskilningur. Ég trúi ekki að nokkur starfsmaður hafi sagt þetta.“ Inga segir að vegna þess hve sjaldgæft lyfið sé þá verði sjúklingar að segja frá því þegar þá fer að skorta lyfið. „Með svona dýr lyf þá liggjum við ekki með þau á lager. Mörg af þessum krabbameinslyfjum eru einstök. Það er sameiginleg ábyrgð líka.“ Konan segist hafa hringt tímanlega í apótekið og pantað lyfin sín. Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Lyfjastofnun er ekki skylt að halda sameiginlegt yfirlit yfir lyfjabirgðir í landinu og slíkt yfirlit er ekki til. Dæmi eru um að mikilvæg lyf hafi ekki verið til á landinu og sjúklingar hafi þurft að minnka lyfjaskammta sína og breyta lyfjagjöf vegna þess. „Undanþágukerfið grípur samt inn í ef mikið liggur við. Þá er náð í lyf með hraði til annarra landa,“ segir Helga Þórisdóttir, staðgengill forstjóra Lyfjastofnunar. Krabbameinssjúk kona fékk lyfin sín ekki afgreidd úr apóteki Landspítalans í síðustu viku. Hún segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hún lendi í því að lyfin hennar séu ekki til. Konan, sem er með eitilfrumukrabbamein, notar sjaldgæft krabbameinslyf sem kallast Targretin og ógleðilyfið Zofran. Ógleðilyfið hefur ekki verið fáanlegt síðan 15. apríl síðastliðinn en samkvæmt upplýsingum frá lækni á krabbameinsdeild Landspítalans er lyfið mjög algengt fyrir fólk í krabbameinsmeðferð. Til er samheitalyf fyrir Zofran en konan segir að lyfið sé það eina á töfluformi sem hafi reynst virka fyrir hana. Engar skýringar fengust á því hvers vegna ógleðilyfið hefur verið ófáanlegt. Apótek Landspítalans þarf að panta krabbameinslyfið Targretin sérstaklega vegna lítillar notkunar þess hérlendis. Konan þarf að byggja upp lyfjaþol vegna þess hve sterkt lyfið er en vegna skortsins neyðist hún til að hefja ferlið aftur á byrjunarreit. Konan segist hafa fengið þær skýringar hjá apóteki Landspítalans að vegna skulda spítalans við lyfjabirgja hafi ekki verið hægt að leysa lyfið út. Inga Arnardóttir, yfirlyfjafræðingur á Landspítalanum, vísar þessu á bug. „Landspítalinn skuldar engin lyf og hefur ekki gert í mörg ár. Þetta var viðvarandi vandamál fyrir hrun og á árum áður en þetta hlýtur að vera misskilningur. Ég trúi ekki að nokkur starfsmaður hafi sagt þetta.“ Inga segir að vegna þess hve sjaldgæft lyfið sé þá verði sjúklingar að segja frá því þegar þá fer að skorta lyfið. „Með svona dýr lyf þá liggjum við ekki með þau á lager. Mörg af þessum krabbameinslyfjum eru einstök. Það er sameiginleg ábyrgð líka.“ Konan segist hafa hringt tímanlega í apótekið og pantað lyfin sín.
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira