Bubbi boðar styrktartónleika fyrir níumenningana Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2014 13:24 Bubbi segir dóminn fáránlegan og er nú að undirbúa styrktartónleika með það fyrir augum að safna fyrir sektinni sem mótmælendurnir í Gálgahrauni hafa verið dæmdir til að greiða. Bubbi Morthens, tónlistarmaður, hefur boðað til styrktartónleika fyrir níumenningana sem dæmdir voru í sektargreiðslu vegna mótmæla í Gálgahrauni. Níumenningarnir sem ákærðir voru vegna mótmælanna í Gálgahrauni voru í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni dæmdir til að greiða 100 þúsund krónur í sekt, á mann, innan fjögurra vikna. Ella fari þeir í fangelsi í átta daga. Þar að auki var þeim gert að greiða 150 þúsund krónur í sakarkostnað. Bubba hugnast þetta ekki og hann vill gera eitthvað í málunum. Hann blæs nú í lúðra og boðar til styrktartónleika. „Jújújújú, þetta er herhvöt til íslenskra tónlistarmanna. Halda tónleika innan fjögurra vikna. Safna peningum. Borga sektina. Og líka sýna að væntumþykju okkar í verki gagnvart landinu okkar.“Þér finnst þetta ómaklegur dómur? „Jájá, þetta er brandari. Stundum trúir maður ekki að hlutirnir fari svona. Já, þetta ómaklegur dómur. Hann er asnalegur. Ég er ekki oft að hnýta í dómsvaldið,“ segir Bubbi sem var, í þeim töluðu orðum er fréttstofa náði af honum tali, að fara að setjast niður og hringja í félaga sína í hópi íslenskra tónlistarmanna. Unnsteinn Manúel, sem þekktastur er fyrir framgöngu sína með Retro Stefson, hefur þegar boðað þátttöku sína. „Það er auðvitað bara dásamlegt þegar unga fólkið finnur hjá sér þörf að stíga fram og vera með. Það er æðislegt, og já; nú er ég að fara að hringja. Þeir sem sjá þetta mega hringja í mig og við bara gerum þetta.“ Hugmyndin er á frumstigi og Bubbi veit ekki á þessu stigi málsins hverjir verða með en hann sér fyrir sér stóran hóp, tveggja tíma dagskrá og eitt lag á mann. „Og almenn gleði, ást og friður og hamingja.“ Bubbi segist ekki enn vita hvar tónleikarnir verða haldnir en Harpa kemur vel til greina eða jafnvel Laugardalshöll. „Þetta verður að koma í ljós. Þar sem menn eru tilbúnir að láta okkur fá hús á hálfvirði, kannski verðum við að borga heilvirði.“ Bubbi segir ómögulegt að láta þetta fólk sitja óbætt hjá garði. Spurður hvort dómsstólar geti verið að taka sérstakt tillit til þess hvort málefnið þyki gott á einhverjum bæjum, hvort ekki verði eitt það sama yfir alla að ganga, segir Bubbi: „Það hefði verið hægt að dæma þetta allt án fésektar. Ekkert mál að dæma fólk í skilorð og engin fésekt.“ Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Bubbi Morthens, tónlistarmaður, hefur boðað til styrktartónleika fyrir níumenningana sem dæmdir voru í sektargreiðslu vegna mótmæla í Gálgahrauni. Níumenningarnir sem ákærðir voru vegna mótmælanna í Gálgahrauni voru í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni dæmdir til að greiða 100 þúsund krónur í sekt, á mann, innan fjögurra vikna. Ella fari þeir í fangelsi í átta daga. Þar að auki var þeim gert að greiða 150 þúsund krónur í sakarkostnað. Bubba hugnast þetta ekki og hann vill gera eitthvað í málunum. Hann blæs nú í lúðra og boðar til styrktartónleika. „Jújújújú, þetta er herhvöt til íslenskra tónlistarmanna. Halda tónleika innan fjögurra vikna. Safna peningum. Borga sektina. Og líka sýna að væntumþykju okkar í verki gagnvart landinu okkar.“Þér finnst þetta ómaklegur dómur? „Jájá, þetta er brandari. Stundum trúir maður ekki að hlutirnir fari svona. Já, þetta ómaklegur dómur. Hann er asnalegur. Ég er ekki oft að hnýta í dómsvaldið,“ segir Bubbi sem var, í þeim töluðu orðum er fréttstofa náði af honum tali, að fara að setjast niður og hringja í félaga sína í hópi íslenskra tónlistarmanna. Unnsteinn Manúel, sem þekktastur er fyrir framgöngu sína með Retro Stefson, hefur þegar boðað þátttöku sína. „Það er auðvitað bara dásamlegt þegar unga fólkið finnur hjá sér þörf að stíga fram og vera með. Það er æðislegt, og já; nú er ég að fara að hringja. Þeir sem sjá þetta mega hringja í mig og við bara gerum þetta.“ Hugmyndin er á frumstigi og Bubbi veit ekki á þessu stigi málsins hverjir verða með en hann sér fyrir sér stóran hóp, tveggja tíma dagskrá og eitt lag á mann. „Og almenn gleði, ást og friður og hamingja.“ Bubbi segist ekki enn vita hvar tónleikarnir verða haldnir en Harpa kemur vel til greina eða jafnvel Laugardalshöll. „Þetta verður að koma í ljós. Þar sem menn eru tilbúnir að láta okkur fá hús á hálfvirði, kannski verðum við að borga heilvirði.“ Bubbi segir ómögulegt að láta þetta fólk sitja óbætt hjá garði. Spurður hvort dómsstólar geti verið að taka sérstakt tillit til þess hvort málefnið þyki gott á einhverjum bæjum, hvort ekki verði eitt það sama yfir alla að ganga, segir Bubbi: „Það hefði verið hægt að dæma þetta allt án fésektar. Ekkert mál að dæma fólk í skilorð og engin fésekt.“
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira