Bubbi boðar styrktartónleika fyrir níumenningana Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2014 13:24 Bubbi segir dóminn fáránlegan og er nú að undirbúa styrktartónleika með það fyrir augum að safna fyrir sektinni sem mótmælendurnir í Gálgahrauni hafa verið dæmdir til að greiða. Bubbi Morthens, tónlistarmaður, hefur boðað til styrktartónleika fyrir níumenningana sem dæmdir voru í sektargreiðslu vegna mótmæla í Gálgahrauni. Níumenningarnir sem ákærðir voru vegna mótmælanna í Gálgahrauni voru í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni dæmdir til að greiða 100 þúsund krónur í sekt, á mann, innan fjögurra vikna. Ella fari þeir í fangelsi í átta daga. Þar að auki var þeim gert að greiða 150 þúsund krónur í sakarkostnað. Bubba hugnast þetta ekki og hann vill gera eitthvað í málunum. Hann blæs nú í lúðra og boðar til styrktartónleika. „Jújújújú, þetta er herhvöt til íslenskra tónlistarmanna. Halda tónleika innan fjögurra vikna. Safna peningum. Borga sektina. Og líka sýna að væntumþykju okkar í verki gagnvart landinu okkar.“Þér finnst þetta ómaklegur dómur? „Jájá, þetta er brandari. Stundum trúir maður ekki að hlutirnir fari svona. Já, þetta ómaklegur dómur. Hann er asnalegur. Ég er ekki oft að hnýta í dómsvaldið,“ segir Bubbi sem var, í þeim töluðu orðum er fréttstofa náði af honum tali, að fara að setjast niður og hringja í félaga sína í hópi íslenskra tónlistarmanna. Unnsteinn Manúel, sem þekktastur er fyrir framgöngu sína með Retro Stefson, hefur þegar boðað þátttöku sína. „Það er auðvitað bara dásamlegt þegar unga fólkið finnur hjá sér þörf að stíga fram og vera með. Það er æðislegt, og já; nú er ég að fara að hringja. Þeir sem sjá þetta mega hringja í mig og við bara gerum þetta.“ Hugmyndin er á frumstigi og Bubbi veit ekki á þessu stigi málsins hverjir verða með en hann sér fyrir sér stóran hóp, tveggja tíma dagskrá og eitt lag á mann. „Og almenn gleði, ást og friður og hamingja.“ Bubbi segist ekki enn vita hvar tónleikarnir verða haldnir en Harpa kemur vel til greina eða jafnvel Laugardalshöll. „Þetta verður að koma í ljós. Þar sem menn eru tilbúnir að láta okkur fá hús á hálfvirði, kannski verðum við að borga heilvirði.“ Bubbi segir ómögulegt að láta þetta fólk sitja óbætt hjá garði. Spurður hvort dómsstólar geti verið að taka sérstakt tillit til þess hvort málefnið þyki gott á einhverjum bæjum, hvort ekki verði eitt það sama yfir alla að ganga, segir Bubbi: „Það hefði verið hægt að dæma þetta allt án fésektar. Ekkert mál að dæma fólk í skilorð og engin fésekt.“ Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Bubbi Morthens, tónlistarmaður, hefur boðað til styrktartónleika fyrir níumenningana sem dæmdir voru í sektargreiðslu vegna mótmæla í Gálgahrauni. Níumenningarnir sem ákærðir voru vegna mótmælanna í Gálgahrauni voru í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni dæmdir til að greiða 100 þúsund krónur í sekt, á mann, innan fjögurra vikna. Ella fari þeir í fangelsi í átta daga. Þar að auki var þeim gert að greiða 150 þúsund krónur í sakarkostnað. Bubba hugnast þetta ekki og hann vill gera eitthvað í málunum. Hann blæs nú í lúðra og boðar til styrktartónleika. „Jújújújú, þetta er herhvöt til íslenskra tónlistarmanna. Halda tónleika innan fjögurra vikna. Safna peningum. Borga sektina. Og líka sýna að væntumþykju okkar í verki gagnvart landinu okkar.“Þér finnst þetta ómaklegur dómur? „Jájá, þetta er brandari. Stundum trúir maður ekki að hlutirnir fari svona. Já, þetta ómaklegur dómur. Hann er asnalegur. Ég er ekki oft að hnýta í dómsvaldið,“ segir Bubbi sem var, í þeim töluðu orðum er fréttstofa náði af honum tali, að fara að setjast niður og hringja í félaga sína í hópi íslenskra tónlistarmanna. Unnsteinn Manúel, sem þekktastur er fyrir framgöngu sína með Retro Stefson, hefur þegar boðað þátttöku sína. „Það er auðvitað bara dásamlegt þegar unga fólkið finnur hjá sér þörf að stíga fram og vera með. Það er æðislegt, og já; nú er ég að fara að hringja. Þeir sem sjá þetta mega hringja í mig og við bara gerum þetta.“ Hugmyndin er á frumstigi og Bubbi veit ekki á þessu stigi málsins hverjir verða með en hann sér fyrir sér stóran hóp, tveggja tíma dagskrá og eitt lag á mann. „Og almenn gleði, ást og friður og hamingja.“ Bubbi segist ekki enn vita hvar tónleikarnir verða haldnir en Harpa kemur vel til greina eða jafnvel Laugardalshöll. „Þetta verður að koma í ljós. Þar sem menn eru tilbúnir að láta okkur fá hús á hálfvirði, kannski verðum við að borga heilvirði.“ Bubbi segir ómögulegt að láta þetta fólk sitja óbætt hjá garði. Spurður hvort dómsstólar geti verið að taka sérstakt tillit til þess hvort málefnið þyki gott á einhverjum bæjum, hvort ekki verði eitt það sama yfir alla að ganga, segir Bubbi: „Það hefði verið hægt að dæma þetta allt án fésektar. Ekkert mál að dæma fólk í skilorð og engin fésekt.“
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira