Bubbi boðar styrktartónleika fyrir níumenningana Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2014 13:24 Bubbi segir dóminn fáránlegan og er nú að undirbúa styrktartónleika með það fyrir augum að safna fyrir sektinni sem mótmælendurnir í Gálgahrauni hafa verið dæmdir til að greiða. Bubbi Morthens, tónlistarmaður, hefur boðað til styrktartónleika fyrir níumenningana sem dæmdir voru í sektargreiðslu vegna mótmæla í Gálgahrauni. Níumenningarnir sem ákærðir voru vegna mótmælanna í Gálgahrauni voru í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni dæmdir til að greiða 100 þúsund krónur í sekt, á mann, innan fjögurra vikna. Ella fari þeir í fangelsi í átta daga. Þar að auki var þeim gert að greiða 150 þúsund krónur í sakarkostnað. Bubba hugnast þetta ekki og hann vill gera eitthvað í málunum. Hann blæs nú í lúðra og boðar til styrktartónleika. „Jújújújú, þetta er herhvöt til íslenskra tónlistarmanna. Halda tónleika innan fjögurra vikna. Safna peningum. Borga sektina. Og líka sýna að væntumþykju okkar í verki gagnvart landinu okkar.“Þér finnst þetta ómaklegur dómur? „Jájá, þetta er brandari. Stundum trúir maður ekki að hlutirnir fari svona. Já, þetta ómaklegur dómur. Hann er asnalegur. Ég er ekki oft að hnýta í dómsvaldið,“ segir Bubbi sem var, í þeim töluðu orðum er fréttstofa náði af honum tali, að fara að setjast niður og hringja í félaga sína í hópi íslenskra tónlistarmanna. Unnsteinn Manúel, sem þekktastur er fyrir framgöngu sína með Retro Stefson, hefur þegar boðað þátttöku sína. „Það er auðvitað bara dásamlegt þegar unga fólkið finnur hjá sér þörf að stíga fram og vera með. Það er æðislegt, og já; nú er ég að fara að hringja. Þeir sem sjá þetta mega hringja í mig og við bara gerum þetta.“ Hugmyndin er á frumstigi og Bubbi veit ekki á þessu stigi málsins hverjir verða með en hann sér fyrir sér stóran hóp, tveggja tíma dagskrá og eitt lag á mann. „Og almenn gleði, ást og friður og hamingja.“ Bubbi segist ekki enn vita hvar tónleikarnir verða haldnir en Harpa kemur vel til greina eða jafnvel Laugardalshöll. „Þetta verður að koma í ljós. Þar sem menn eru tilbúnir að láta okkur fá hús á hálfvirði, kannski verðum við að borga heilvirði.“ Bubbi segir ómögulegt að láta þetta fólk sitja óbætt hjá garði. Spurður hvort dómsstólar geti verið að taka sérstakt tillit til þess hvort málefnið þyki gott á einhverjum bæjum, hvort ekki verði eitt það sama yfir alla að ganga, segir Bubbi: „Það hefði verið hægt að dæma þetta allt án fésektar. Ekkert mál að dæma fólk í skilorð og engin fésekt.“ Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Bubbi Morthens, tónlistarmaður, hefur boðað til styrktartónleika fyrir níumenningana sem dæmdir voru í sektargreiðslu vegna mótmæla í Gálgahrauni. Níumenningarnir sem ákærðir voru vegna mótmælanna í Gálgahrauni voru í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni dæmdir til að greiða 100 þúsund krónur í sekt, á mann, innan fjögurra vikna. Ella fari þeir í fangelsi í átta daga. Þar að auki var þeim gert að greiða 150 þúsund krónur í sakarkostnað. Bubba hugnast þetta ekki og hann vill gera eitthvað í málunum. Hann blæs nú í lúðra og boðar til styrktartónleika. „Jújújújú, þetta er herhvöt til íslenskra tónlistarmanna. Halda tónleika innan fjögurra vikna. Safna peningum. Borga sektina. Og líka sýna að væntumþykju okkar í verki gagnvart landinu okkar.“Þér finnst þetta ómaklegur dómur? „Jájá, þetta er brandari. Stundum trúir maður ekki að hlutirnir fari svona. Já, þetta ómaklegur dómur. Hann er asnalegur. Ég er ekki oft að hnýta í dómsvaldið,“ segir Bubbi sem var, í þeim töluðu orðum er fréttstofa náði af honum tali, að fara að setjast niður og hringja í félaga sína í hópi íslenskra tónlistarmanna. Unnsteinn Manúel, sem þekktastur er fyrir framgöngu sína með Retro Stefson, hefur þegar boðað þátttöku sína. „Það er auðvitað bara dásamlegt þegar unga fólkið finnur hjá sér þörf að stíga fram og vera með. Það er æðislegt, og já; nú er ég að fara að hringja. Þeir sem sjá þetta mega hringja í mig og við bara gerum þetta.“ Hugmyndin er á frumstigi og Bubbi veit ekki á þessu stigi málsins hverjir verða með en hann sér fyrir sér stóran hóp, tveggja tíma dagskrá og eitt lag á mann. „Og almenn gleði, ást og friður og hamingja.“ Bubbi segist ekki enn vita hvar tónleikarnir verða haldnir en Harpa kemur vel til greina eða jafnvel Laugardalshöll. „Þetta verður að koma í ljós. Þar sem menn eru tilbúnir að láta okkur fá hús á hálfvirði, kannski verðum við að borga heilvirði.“ Bubbi segir ómögulegt að láta þetta fólk sitja óbætt hjá garði. Spurður hvort dómsstólar geti verið að taka sérstakt tillit til þess hvort málefnið þyki gott á einhverjum bæjum, hvort ekki verði eitt það sama yfir alla að ganga, segir Bubbi: „Það hefði verið hægt að dæma þetta allt án fésektar. Ekkert mál að dæma fólk í skilorð og engin fésekt.“
Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira