Hávaxni fatahönnuðurinn sem sigraði rokkarahjartað Álfrún Pálsdóttir skrifar 19. mars 2014 11:00 Mick Jagger og L'Wren Scott á rauða dreglinum en þau voru einkar glæsilegt par. Mick Jagger var staddur á tónleikaferðalagi í Ástralíu þegar honum bárust fréttirnar af andláti unnustu sinnar. Vísir/Gettyimages L’Wren Scott fannst látin á heimili sínu í New York á mánudaginn. Hún var unnusta rokkarans Micks Jagger, farsæl fyrirsæta og fatahönnuður. Scott er talin hafa svipt sig lífi á heimili sínu aðeins 49 ára gömul. Jagger var staddur á tónleikaferðlagi í Ástralíu þegar hún lést en því hefur nú verið frestað. Scott hóf feril sinn ung sem fyrirsæta en hún var mjög hávaxin, um 191 cm á hæð. Hún vann fyrir þekkt nöfn á borð við Herb Ritz og Karl Lagerfeld. Eftir að þeim ferli lauk fór hún út í búningahönnun og sá meðal annars um búninga í myndum á borð við Eyes Wide Shut og Ocean‘s Eleven. Scott gerði einnig garðinn frægan sem stílisti stjarnanna og er talin vera sú sem sá til þess að leikkonan Nicole Kidman hlaut lof fyrir klæðaburð á rauða dreglinum. Árið 2006 kom fyrsta fatalína Scott út og setti hún strax sitt mark á tískuheiminn. Stíll hennar þótti fágaður og tókst henni að fanga og undirstrika kvenlegar línur vel í hönnun sinni. Margar stjörnur voru aðdáendur fatnaðar Scott svo sem Amy Adams, Sandra Bullock, Michelle Obama, Jennifer Lopez og Madonna. Síðasta sýning Scott var í London í fyrra en fyrirtæki hennar var í einhverjum fjárhagsörðugleikum sem getur hugsanlega útskýrt vanlíðan hennar. Sýningu hennar á tískuvikunni í London í febrúar var frestað. Einnig hafa slúðurmiðlar vestanhafs velt því upp að Jagger hafi sagt Scott upp á dögunum en talsmaður söngvarans vísar þeim sögusögnum alfarið á bug. Þau voru búin að vera par síðan árið 2001. Tískuheimurinn syrgir Scott en andlátið þykir minna á fatahönnuðinn Alexander McQueen sem svipti sig lífi árið 2010.Í dómarasætinu Hér má sjá L´Wren Scott er hún tók þátt sem dómari í raunveruleikaþætti Heidi Klum, Project Runway. Hér má sjá L´Wren Scott er hún tók þátt sem dómari í vinsæla raunveruleikaþætti fyrirsætunnar Heidi Klum, Project Runway. L‘wren Scott er talin hafa fangað línur kvenlíkamans vel í hönnun sinni og hefur fatamerki hennar notið vinsælda. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira
L’Wren Scott fannst látin á heimili sínu í New York á mánudaginn. Hún var unnusta rokkarans Micks Jagger, farsæl fyrirsæta og fatahönnuður. Scott er talin hafa svipt sig lífi á heimili sínu aðeins 49 ára gömul. Jagger var staddur á tónleikaferðlagi í Ástralíu þegar hún lést en því hefur nú verið frestað. Scott hóf feril sinn ung sem fyrirsæta en hún var mjög hávaxin, um 191 cm á hæð. Hún vann fyrir þekkt nöfn á borð við Herb Ritz og Karl Lagerfeld. Eftir að þeim ferli lauk fór hún út í búningahönnun og sá meðal annars um búninga í myndum á borð við Eyes Wide Shut og Ocean‘s Eleven. Scott gerði einnig garðinn frægan sem stílisti stjarnanna og er talin vera sú sem sá til þess að leikkonan Nicole Kidman hlaut lof fyrir klæðaburð á rauða dreglinum. Árið 2006 kom fyrsta fatalína Scott út og setti hún strax sitt mark á tískuheiminn. Stíll hennar þótti fágaður og tókst henni að fanga og undirstrika kvenlegar línur vel í hönnun sinni. Margar stjörnur voru aðdáendur fatnaðar Scott svo sem Amy Adams, Sandra Bullock, Michelle Obama, Jennifer Lopez og Madonna. Síðasta sýning Scott var í London í fyrra en fyrirtæki hennar var í einhverjum fjárhagsörðugleikum sem getur hugsanlega útskýrt vanlíðan hennar. Sýningu hennar á tískuvikunni í London í febrúar var frestað. Einnig hafa slúðurmiðlar vestanhafs velt því upp að Jagger hafi sagt Scott upp á dögunum en talsmaður söngvarans vísar þeim sögusögnum alfarið á bug. Þau voru búin að vera par síðan árið 2001. Tískuheimurinn syrgir Scott en andlátið þykir minna á fatahönnuðinn Alexander McQueen sem svipti sig lífi árið 2010.Í dómarasætinu Hér má sjá L´Wren Scott er hún tók þátt sem dómari í raunveruleikaþætti Heidi Klum, Project Runway. Hér má sjá L´Wren Scott er hún tók þátt sem dómari í vinsæla raunveruleikaþætti fyrirsætunnar Heidi Klum, Project Runway. L‘wren Scott er talin hafa fangað línur kvenlíkamans vel í hönnun sinni og hefur fatamerki hennar notið vinsælda.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira