Hávaxni fatahönnuðurinn sem sigraði rokkarahjartað Álfrún Pálsdóttir skrifar 19. mars 2014 11:00 Mick Jagger og L'Wren Scott á rauða dreglinum en þau voru einkar glæsilegt par. Mick Jagger var staddur á tónleikaferðalagi í Ástralíu þegar honum bárust fréttirnar af andláti unnustu sinnar. Vísir/Gettyimages L’Wren Scott fannst látin á heimili sínu í New York á mánudaginn. Hún var unnusta rokkarans Micks Jagger, farsæl fyrirsæta og fatahönnuður. Scott er talin hafa svipt sig lífi á heimili sínu aðeins 49 ára gömul. Jagger var staddur á tónleikaferðlagi í Ástralíu þegar hún lést en því hefur nú verið frestað. Scott hóf feril sinn ung sem fyrirsæta en hún var mjög hávaxin, um 191 cm á hæð. Hún vann fyrir þekkt nöfn á borð við Herb Ritz og Karl Lagerfeld. Eftir að þeim ferli lauk fór hún út í búningahönnun og sá meðal annars um búninga í myndum á borð við Eyes Wide Shut og Ocean‘s Eleven. Scott gerði einnig garðinn frægan sem stílisti stjarnanna og er talin vera sú sem sá til þess að leikkonan Nicole Kidman hlaut lof fyrir klæðaburð á rauða dreglinum. Árið 2006 kom fyrsta fatalína Scott út og setti hún strax sitt mark á tískuheiminn. Stíll hennar þótti fágaður og tókst henni að fanga og undirstrika kvenlegar línur vel í hönnun sinni. Margar stjörnur voru aðdáendur fatnaðar Scott svo sem Amy Adams, Sandra Bullock, Michelle Obama, Jennifer Lopez og Madonna. Síðasta sýning Scott var í London í fyrra en fyrirtæki hennar var í einhverjum fjárhagsörðugleikum sem getur hugsanlega útskýrt vanlíðan hennar. Sýningu hennar á tískuvikunni í London í febrúar var frestað. Einnig hafa slúðurmiðlar vestanhafs velt því upp að Jagger hafi sagt Scott upp á dögunum en talsmaður söngvarans vísar þeim sögusögnum alfarið á bug. Þau voru búin að vera par síðan árið 2001. Tískuheimurinn syrgir Scott en andlátið þykir minna á fatahönnuðinn Alexander McQueen sem svipti sig lífi árið 2010.Í dómarasætinu Hér má sjá L´Wren Scott er hún tók þátt sem dómari í raunveruleikaþætti Heidi Klum, Project Runway. Hér má sjá L´Wren Scott er hún tók þátt sem dómari í vinsæla raunveruleikaþætti fyrirsætunnar Heidi Klum, Project Runway. L‘wren Scott er talin hafa fangað línur kvenlíkamans vel í hönnun sinni og hefur fatamerki hennar notið vinsælda. Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
L’Wren Scott fannst látin á heimili sínu í New York á mánudaginn. Hún var unnusta rokkarans Micks Jagger, farsæl fyrirsæta og fatahönnuður. Scott er talin hafa svipt sig lífi á heimili sínu aðeins 49 ára gömul. Jagger var staddur á tónleikaferðlagi í Ástralíu þegar hún lést en því hefur nú verið frestað. Scott hóf feril sinn ung sem fyrirsæta en hún var mjög hávaxin, um 191 cm á hæð. Hún vann fyrir þekkt nöfn á borð við Herb Ritz og Karl Lagerfeld. Eftir að þeim ferli lauk fór hún út í búningahönnun og sá meðal annars um búninga í myndum á borð við Eyes Wide Shut og Ocean‘s Eleven. Scott gerði einnig garðinn frægan sem stílisti stjarnanna og er talin vera sú sem sá til þess að leikkonan Nicole Kidman hlaut lof fyrir klæðaburð á rauða dreglinum. Árið 2006 kom fyrsta fatalína Scott út og setti hún strax sitt mark á tískuheiminn. Stíll hennar þótti fágaður og tókst henni að fanga og undirstrika kvenlegar línur vel í hönnun sinni. Margar stjörnur voru aðdáendur fatnaðar Scott svo sem Amy Adams, Sandra Bullock, Michelle Obama, Jennifer Lopez og Madonna. Síðasta sýning Scott var í London í fyrra en fyrirtæki hennar var í einhverjum fjárhagsörðugleikum sem getur hugsanlega útskýrt vanlíðan hennar. Sýningu hennar á tískuvikunni í London í febrúar var frestað. Einnig hafa slúðurmiðlar vestanhafs velt því upp að Jagger hafi sagt Scott upp á dögunum en talsmaður söngvarans vísar þeim sögusögnum alfarið á bug. Þau voru búin að vera par síðan árið 2001. Tískuheimurinn syrgir Scott en andlátið þykir minna á fatahönnuðinn Alexander McQueen sem svipti sig lífi árið 2010.Í dómarasætinu Hér má sjá L´Wren Scott er hún tók þátt sem dómari í raunveruleikaþætti Heidi Klum, Project Runway. Hér má sjá L´Wren Scott er hún tók þátt sem dómari í vinsæla raunveruleikaþætti fyrirsætunnar Heidi Klum, Project Runway. L‘wren Scott er talin hafa fangað línur kvenlíkamans vel í hönnun sinni og hefur fatamerki hennar notið vinsælda.
Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira