Hljómsveitin Rolling Stones styður söngvara sveitarinnar Mick Jagger í gegnum þessa erfiðu tíma.
Unnusta Jagger, L´Wren Scott, lést á mánudaginn en talið er að hún hafi framið sjálfsmorð í íbúð sinni í New York.
Sveitin var á tónleikaferðalagi í Ástralíu sem nú hefur verið frestað um ókomin tíma. Meðlimirnir segja það algert forgangsatriði að hlúa að Jagger núna. Scott og Jagger höfðu verið par í 13 ár.
„Það er óþarfi að taka það fram að við erum í miklu sjokki yfir þessum fregnum en fyrst og fremst erum við að hugsa um að styðja Mick í gegnum þennan tíma,“ segir trommarinn Charlie Watts.
„Við ætlum að koma aftur og taka upp þráðinn á ferðalaginu eins og fljótt og við getum.“
Gítarleikarinn Ronnie Wood tekur í sama streng: „Þetta eru hræðilegar fréttir en við þurfum að taka okkur saman og vera til staðar fyrir Mick í gegnum þennan tíma.
Hljómsveitin styður Jagger
Ritstjórn Lífsins skrifar

Mest lesið



Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni



Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð
Tíska og hönnun


Borgin býður í tívolíveislu
Tónlist

