Telja brotið á rétti fatlaðra Viktoría Hermannsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 07:00 Öryrkjabandalagið hefur sent frá sér umsögn varðandi nýjar reglur sem snúa að ferðaþjónustu fatlaðra. Fréttablaðið/Anton Nýjar reglur um ferðaþjónustu fatlaðra gera ráð fyrir að þeir sem nýta sér þjónustuna fái einungis 60 ferðir á mánuði en þurfi að borga aukalega fyrir ferðir umfram það. Öryrkjabandalag Íslands hefur sent Velferðarsviði Reykjavíkur umsögn þar sem ýmsum athugasemdum varðandi nýju reglurnar er komið á framfæri. Guðríður Ólafs Ólafíudóttir, félagsmálafulltrúi hjá Öryrkjabandalaginu, vonast til þess að tekið verði tillit til umsagnarinnar áður en breyttar reglur verði teknar upp þar sem Öryrkjabandalagið telji að þær muni koma mörgum notendum þjónustunnar mjög illa og brjóti gegn réttindum þeirra. „Bara að fara í og úr vinnu á hverjum degi dekkar þennan fjölda ferða. Síðan koma aukaferðir umfram 60 og þá hafa sveitarfélögin leyfi til þess að taka hærra gjald af fötluðum fyrir þær,“ segir Guðríður. Hún segir þó ekkert hafa verið gefið upp um það hvort sveitarfélögin hafi í hyggju að gera það en eins og nýju reglurnar líti út núna þá hafi þau rétt til þess.Guðríður Ólafs ÓlafíudóttirEins hefur hvert sveitarfélag fyrir sig rétt til þess að verðleggja ferðirnar eftir sínu höfði en Öryrkjabandalagið telur að það eigi að vera samræmi þar á milli þannig að réttur allra fatlaðra sé jafn óháð búsetu. Í umsögn Öryrkjabandalagsins er meðal annars vísað til 20 gr. Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra þar sem segir að gera skuli „árangursríkar ráðstafanir til þess að tryggja að einstaklingum sé gert kleift að fara allra sinna ferða og tryggja sjálfstæði fatlaðs fólks í þeim efnum, eftir því sem frekast er unnt, meðal annars með því að greiða fyrir því að fatlað fólk geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem það kýs og á þeim tíma sem það velur og gegn viðráðanlegu gjaldi.“ Guðríður segir nýju reglurnar brjóta gegn þessu þar sem þessir hámarkstímar geti leitt til þess að fatlaðir geti þá í sumum tilfellum ekki farið sinna ferða líkt og áður hefur verið eða þurfi að greiða meira fyrir það. Guðríður segir líka að í reglunum hafi ekki verið tekið tillit til ábendinga sem Öryrkjabandalagið hafi áður sett fram varðandi akstursþjónustuna. „Við viljum að sá hópur sem er fatlaður en er á eigin bíl eigi líka rétt á panta sér ferðaþjónustu hvenær sem þeir lenda í vanda,“ segir hún en hingað til hefur sá hópur átt kost á að sækja um undanþágu frá þessu reglum til þess að geta nýtt sér þjónustuna en það taki langan tíma. Einnig hafi Öryrkjabandalagið farið fram á að það verði settar upp myndavélar í bílunum en það komi ekki fram í þessum nýju reglum. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Nýjar reglur um ferðaþjónustu fatlaðra gera ráð fyrir að þeir sem nýta sér þjónustuna fái einungis 60 ferðir á mánuði en þurfi að borga aukalega fyrir ferðir umfram það. Öryrkjabandalag Íslands hefur sent Velferðarsviði Reykjavíkur umsögn þar sem ýmsum athugasemdum varðandi nýju reglurnar er komið á framfæri. Guðríður Ólafs Ólafíudóttir, félagsmálafulltrúi hjá Öryrkjabandalaginu, vonast til þess að tekið verði tillit til umsagnarinnar áður en breyttar reglur verði teknar upp þar sem Öryrkjabandalagið telji að þær muni koma mörgum notendum þjónustunnar mjög illa og brjóti gegn réttindum þeirra. „Bara að fara í og úr vinnu á hverjum degi dekkar þennan fjölda ferða. Síðan koma aukaferðir umfram 60 og þá hafa sveitarfélögin leyfi til þess að taka hærra gjald af fötluðum fyrir þær,“ segir Guðríður. Hún segir þó ekkert hafa verið gefið upp um það hvort sveitarfélögin hafi í hyggju að gera það en eins og nýju reglurnar líti út núna þá hafi þau rétt til þess.Guðríður Ólafs ÓlafíudóttirEins hefur hvert sveitarfélag fyrir sig rétt til þess að verðleggja ferðirnar eftir sínu höfði en Öryrkjabandalagið telur að það eigi að vera samræmi þar á milli þannig að réttur allra fatlaðra sé jafn óháð búsetu. Í umsögn Öryrkjabandalagsins er meðal annars vísað til 20 gr. Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra þar sem segir að gera skuli „árangursríkar ráðstafanir til þess að tryggja að einstaklingum sé gert kleift að fara allra sinna ferða og tryggja sjálfstæði fatlaðs fólks í þeim efnum, eftir því sem frekast er unnt, meðal annars með því að greiða fyrir því að fatlað fólk geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem það kýs og á þeim tíma sem það velur og gegn viðráðanlegu gjaldi.“ Guðríður segir nýju reglurnar brjóta gegn þessu þar sem þessir hámarkstímar geti leitt til þess að fatlaðir geti þá í sumum tilfellum ekki farið sinna ferða líkt og áður hefur verið eða þurfi að greiða meira fyrir það. Guðríður segir líka að í reglunum hafi ekki verið tekið tillit til ábendinga sem Öryrkjabandalagið hafi áður sett fram varðandi akstursþjónustuna. „Við viljum að sá hópur sem er fatlaður en er á eigin bíl eigi líka rétt á panta sér ferðaþjónustu hvenær sem þeir lenda í vanda,“ segir hún en hingað til hefur sá hópur átt kost á að sækja um undanþágu frá þessu reglum til þess að geta nýtt sér þjónustuna en það taki langan tíma. Einnig hafi Öryrkjabandalagið farið fram á að það verði settar upp myndavélar í bílunum en það komi ekki fram í þessum nýju reglum.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent