Pólskur ríkisborgari sætir nú gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla 24 pakkningum af kókaíni innvortis til landsins en þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Maðurinn, sem er á fertugsaldri, var að koma frá London þegar tollverðir stöðvuðu hann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um að hann væri með fíkniefni innvortis.
Lögreglan á Suðurnesjum færði hann á lögreglustöð þar sem hann skilaði af sér pakkningunum 24, sem innihéldu 120 grömm af kókaíni.
Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til næstkomandi föstudags. Í tilkynningunni segir að rannsókn málsins sé á lokastigi.
Tekinn með 24 kókaínpakkningar
Stefán Árni Pálsson skrifar
