„Þá fer ég bara inn á bað í boðinu og kasta upp“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2014 20:30 Dóra Júlía Agnarsdóttir er 22 ára nemi í listfræði og heimspeki við Háskóla Íslands. Átta ára gömul horfði hún á keppnina um Ungfrú Ísland og stillti sér í kjölfarið upp fyrir framan spegil og kleip í magann. Þegar hún var fimmtán ára byrjaði hún að þróa með sér óeðlilegt samband við mat og hefur síðan þjáðst bæði af anorexíu og búlimíu. Átröskunin hefur gengið í bylgjum síðustu ár en í haust ákvað Dóra í samráði við mömmu sína að reyna að ná heilsu. Hún skrifaði pistil á bloggsíðu sína sem fjallað var um í fjölmiðlum og hún segir skrifin eina bestu ákvörðun sem hún hefur tekið hingað til. Snemma fannst Dóru hún fá þau skilaboð að mikilvægi fólks, sérstaklega stúlkna, lægi í útlitinu. „Ég hafði rosalega mikinn áhuga á tísku, hátísku, og hönnuðum og byrjaði mjög ung að skoða það. Mér fannst þetta rosalega flott og hugsaði: „Vá, þær sem ætla að verða valdamiklar og flottar eru allar svo grannar. Af hverju er ég ekki svona ótrúlega grönn?“,“spurði Dóra sig. Hún hætti að borða sykur og hveiti, gos og nammi, fjórtán ára gömul, og þaðan fór boltinn að rúlla. Fljótlega var staðan orðin sú að hún reyndi að komast upp með að borða sem minnst og fór út í daginn með tvo Extra tyggjópakka. „Það var regla að ég fékk mér alltaf morgunmat. Ég gat alltaf huggað mig við það á kvöldin þegar ég var að drepast úr hungri. Farðu bara að sofa núna og svo þegar þú vaknar færðu morgunmat,“ hugsaði Dóra.Dóra á yngri árumÚr einkasafni„Ókei, það er allt í messi en ég er allavega grönn“ Í menntaskóla náði Dóra betri tökum á þráhyggjunni og var mun afslappaðri en hún hafði verið í tvö ár á undan. Eftir menntaskóla fór þó að halla undan fæti á ný. „Ég mundi eftir því þegar ég var yngri þá var maður einhvern veginn stressaður í skólanum eða ef að það var eitthvað sem var að valda manni kvíða þá fannst mér eins og að ef ég gæti bara verið ótrúlega grönn, ef ég gæti stjórnað líkama mínum fullkomlega, þá þyrfti ég ekki að hafa áhyggjur af neinu öðru. Svona: Ókei, það er allt í messi en ég er allavega grönn.“ Það sem gerist svo hálfu ári eftir að Dóra Júlía útskrifast úr menntaskóla er að foreldrar hennar skilja. „Það var svona eins og gengur og gerist, mikil átök sem fylgdu því og dálítið bara svona brotið heimili. Það eru alls konar hlutir í gangi, maður veit ekki alveg hvað mann langar að gera við lífið sitt, alls konar svona, og þá svona hægt og rólega einhvern veginn byrjaði þessi þráhyggja að koma aftur og miklu, miklu verri. Þá svona hægt og rólega fór ég bara að kasta upp öllu sem ég borðaði.“ Dóra segist ekki vita almennilega hvernig þetta byrjaði aftur. Þetta gerist bara. „Áður en ég veit af er ég alltaf með tannbursta í veskinu mínu og búin að hugsa fyrir því: Ókei, ég ætla bara að fá mér hálfa pizzusneið á eftir í þessu boði. Svo missir maður sig og þá fer ég bara inn á bað í boðinu og kasta upp.“Nánar var rætt við Dóru Júlíu í Íslandi í dag fyrr í kvöld en þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan. Einnig er rætt við Sigurlaugu Maríu Jónsdóttur, sálfræðing, um átraskanir. Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira
Dóra Júlía Agnarsdóttir er 22 ára nemi í listfræði og heimspeki við Háskóla Íslands. Átta ára gömul horfði hún á keppnina um Ungfrú Ísland og stillti sér í kjölfarið upp fyrir framan spegil og kleip í magann. Þegar hún var fimmtán ára byrjaði hún að þróa með sér óeðlilegt samband við mat og hefur síðan þjáðst bæði af anorexíu og búlimíu. Átröskunin hefur gengið í bylgjum síðustu ár en í haust ákvað Dóra í samráði við mömmu sína að reyna að ná heilsu. Hún skrifaði pistil á bloggsíðu sína sem fjallað var um í fjölmiðlum og hún segir skrifin eina bestu ákvörðun sem hún hefur tekið hingað til. Snemma fannst Dóru hún fá þau skilaboð að mikilvægi fólks, sérstaklega stúlkna, lægi í útlitinu. „Ég hafði rosalega mikinn áhuga á tísku, hátísku, og hönnuðum og byrjaði mjög ung að skoða það. Mér fannst þetta rosalega flott og hugsaði: „Vá, þær sem ætla að verða valdamiklar og flottar eru allar svo grannar. Af hverju er ég ekki svona ótrúlega grönn?“,“spurði Dóra sig. Hún hætti að borða sykur og hveiti, gos og nammi, fjórtán ára gömul, og þaðan fór boltinn að rúlla. Fljótlega var staðan orðin sú að hún reyndi að komast upp með að borða sem minnst og fór út í daginn með tvo Extra tyggjópakka. „Það var regla að ég fékk mér alltaf morgunmat. Ég gat alltaf huggað mig við það á kvöldin þegar ég var að drepast úr hungri. Farðu bara að sofa núna og svo þegar þú vaknar færðu morgunmat,“ hugsaði Dóra.Dóra á yngri árumÚr einkasafni„Ókei, það er allt í messi en ég er allavega grönn“ Í menntaskóla náði Dóra betri tökum á þráhyggjunni og var mun afslappaðri en hún hafði verið í tvö ár á undan. Eftir menntaskóla fór þó að halla undan fæti á ný. „Ég mundi eftir því þegar ég var yngri þá var maður einhvern veginn stressaður í skólanum eða ef að það var eitthvað sem var að valda manni kvíða þá fannst mér eins og að ef ég gæti bara verið ótrúlega grönn, ef ég gæti stjórnað líkama mínum fullkomlega, þá þyrfti ég ekki að hafa áhyggjur af neinu öðru. Svona: Ókei, það er allt í messi en ég er allavega grönn.“ Það sem gerist svo hálfu ári eftir að Dóra Júlía útskrifast úr menntaskóla er að foreldrar hennar skilja. „Það var svona eins og gengur og gerist, mikil átök sem fylgdu því og dálítið bara svona brotið heimili. Það eru alls konar hlutir í gangi, maður veit ekki alveg hvað mann langar að gera við lífið sitt, alls konar svona, og þá svona hægt og rólega einhvern veginn byrjaði þessi þráhyggja að koma aftur og miklu, miklu verri. Þá svona hægt og rólega fór ég bara að kasta upp öllu sem ég borðaði.“ Dóra segist ekki vita almennilega hvernig þetta byrjaði aftur. Þetta gerist bara. „Áður en ég veit af er ég alltaf með tannbursta í veskinu mínu og búin að hugsa fyrir því: Ókei, ég ætla bara að fá mér hálfa pizzusneið á eftir í þessu boði. Svo missir maður sig og þá fer ég bara inn á bað í boðinu og kasta upp.“Nánar var rætt við Dóru Júlíu í Íslandi í dag fyrr í kvöld en þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan. Einnig er rætt við Sigurlaugu Maríu Jónsdóttur, sálfræðing, um átraskanir.
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira