Ekki launin sem kennarar eru að sækjast í Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2014 12:49 Vísir/Aðsend/Pjetur „Á framhaldsskólakennaralaunum er greiðslumatið mitt 0–20 þúsund krónur á mánuði. Ég hló. Ég veit ég er á lágum launum, en aldrei datt mér í hug að ég gæti í besta falli keypt gluggalaust geymsluhúsnæði,“ skrifar Agnes Ósk Valdimarsdóttir í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Agnes er framhaldsskólakennari og hefur lokið háskólanámi frá þremur mismunandi skólum í þremur löndum. Hún segir að nú líti allt út fyrir að hún sé á leið í verkfall í fyrsta sinn, en líklegt sé að það verði einnig í síðasta skipti. Því Agnes fór nýlega í greiðslumat. „Með framtíðarplön í huga fór ég í bankann í síðustu viku til þess að athuga hver greiðslugeta mín væri ef ég myndi ákveða að kaupa mér 80 m2 íbúð. Mánaðargreiðslur af LÍN-lánum er um 23 þúsund krónur á mánuði. Afborganir af bílaláni sem ég er með er um 25 þúsund á mánuði. Á framhaldsskólakennaralaunum er greiðslumatið mitt 0–20 þúsund krónur á mánuði,“ skrifar Agnes. Þá segist hún hafa hlegið. Hún geri sér grein fyrir að hún væri á lágum launum, en hefði aldrei dottið í hug að geta í besta falli keypt sér gluggalaust geymsluhúsnæði. Fyrstu vikurnar í starfi heyrði Agnes oft að starfið yrði auðveldara á næstu önn. „Ég vann myrkranna á milli: allar helgar var ég mætt í vinnuna til þess að búa til verkefni, lesa bækur og gera mitt besta í að gera kennsluna sem fjölbreyttasta svo að nemendur – sem sýndu mismikinn áhuga á því að vera í skóla yfirhöfuð – myndu ekki „krepera“ í tímum hjá mér.“ Samstarfsmenn hennar hafa gert líf hennar sem kennari auðveldara og hún segir þau öll vera glaðlynt fólk. Það sé kannski ástæða þess að fólk endist í kennarastarfinu, vinnustaðurinn. „Því ég get staðfest það að það eru ekki launin sem fólk er að sækjast í.“ Allt bendir nú til að framhaldsskólakennarar séu nú á leið í verkfall. Agnes segist gera sér grein fyrir því að kennarar séu ekki eina láglaunastéttin á Íslandi. Kennarastarfið borgi þó ekki nóg fyrir alla þá vinnu sem lögð er í starfið. „Að vera kennari getur verið ótrúlega gefandi þegar þú sérð árangur – þegar þú tekur eftir því að áhugi nemenda á námsefninu hefur aukist og að þeir vilji standa sig vel. Það eru þessi örsmáu augnablik sem halda kennurum gangandi,“ skrifar Agnes. Kennaraverkfall Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Á framhaldsskólakennaralaunum er greiðslumatið mitt 0–20 þúsund krónur á mánuði. Ég hló. Ég veit ég er á lágum launum, en aldrei datt mér í hug að ég gæti í besta falli keypt gluggalaust geymsluhúsnæði,“ skrifar Agnes Ósk Valdimarsdóttir í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Agnes er framhaldsskólakennari og hefur lokið háskólanámi frá þremur mismunandi skólum í þremur löndum. Hún segir að nú líti allt út fyrir að hún sé á leið í verkfall í fyrsta sinn, en líklegt sé að það verði einnig í síðasta skipti. Því Agnes fór nýlega í greiðslumat. „Með framtíðarplön í huga fór ég í bankann í síðustu viku til þess að athuga hver greiðslugeta mín væri ef ég myndi ákveða að kaupa mér 80 m2 íbúð. Mánaðargreiðslur af LÍN-lánum er um 23 þúsund krónur á mánuði. Afborganir af bílaláni sem ég er með er um 25 þúsund á mánuði. Á framhaldsskólakennaralaunum er greiðslumatið mitt 0–20 þúsund krónur á mánuði,“ skrifar Agnes. Þá segist hún hafa hlegið. Hún geri sér grein fyrir að hún væri á lágum launum, en hefði aldrei dottið í hug að geta í besta falli keypt sér gluggalaust geymsluhúsnæði. Fyrstu vikurnar í starfi heyrði Agnes oft að starfið yrði auðveldara á næstu önn. „Ég vann myrkranna á milli: allar helgar var ég mætt í vinnuna til þess að búa til verkefni, lesa bækur og gera mitt besta í að gera kennsluna sem fjölbreyttasta svo að nemendur – sem sýndu mismikinn áhuga á því að vera í skóla yfirhöfuð – myndu ekki „krepera“ í tímum hjá mér.“ Samstarfsmenn hennar hafa gert líf hennar sem kennari auðveldara og hún segir þau öll vera glaðlynt fólk. Það sé kannski ástæða þess að fólk endist í kennarastarfinu, vinnustaðurinn. „Því ég get staðfest það að það eru ekki launin sem fólk er að sækjast í.“ Allt bendir nú til að framhaldsskólakennarar séu nú á leið í verkfall. Agnes segist gera sér grein fyrir því að kennarar séu ekki eina láglaunastéttin á Íslandi. Kennarastarfið borgi þó ekki nóg fyrir alla þá vinnu sem lögð er í starfið. „Að vera kennari getur verið ótrúlega gefandi þegar þú sérð árangur – þegar þú tekur eftir því að áhugi nemenda á námsefninu hefur aukist og að þeir vilji standa sig vel. Það eru þessi örsmáu augnablik sem halda kennurum gangandi,“ skrifar Agnes.
Kennaraverkfall Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira