Stjórnarleiðtogar hafa ekki reynt sættir um ESB Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2014 20:00 Formaður Samfylkingarinnar segir að ef stjórnarflokkarnir standi við þá hótun sína að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án rökstuðnings sé óhjákvæmilegt að standa vörð um rétt þjóðarinnar til að taka ákvörðun um framtíð sína. Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki gert neina tilraun til að ná sáttum við stjórnarandstöðuna um afgreiðslu evrópumálanna á Alþingi eins og samkomulag sem gert var í síðustu viku gerði ráð fyrir. Mikil átök voru á Alþingi í siðustu viku eftir að þingsályktun utanríkisráðherra um slit á viðræðum við evrópusambandið var lögð fram, sem varð til þess að umræða um skýrslu Hagfræðustofnunar um sambandið fór út um víðan völl. Eftir rúmlega þriggja sólarhringa umræður með kvöld- og næturfundum náðist samkomulag um fyrirkomulag umræðunnar á fimmtudag í síðustu viku sem Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins greindi frá og sagði þá jafnframt þetta: „Þá er gert ráð fyrir því að að leitað verði hófanna á næstu dögum, í nefndarviku til að vita hvort hægt sé að reyna að greiða fyrir umræðu málsins eftir því sem kostur er í framhaldinu,“ sagði forseti Alþingis. Síðan er liðin vika og forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa ekkert heyrt frá formönnum stjórnarflokkanna og umræðan um þingsályktun utanríkisráðherra hefst á mánudag. „Ég stóð í þeirri meiningu já, að við ætluðum að setjast niður, formenn flokkanna á Alþingi og reyna að komast að efnislegri sátt um evrópumálin. Reyna að koma þessu í uppbyggilegan og friðsamlegri farveg. Það er vel mögulegt,“ segir Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. Ef ekkert samkomulag verði gert megi búast við miklum umræðum. „Þetta er mjög stórt mál og þetta hittir alveg í kvikuna í íslenskri stjórnmálaumræðu. Þannig að ef ríkisstjórnin ætlar að halda því til streitu að slíta þessum viðræðum þarf að ræða það. Það er augljóst mál,“ segir Guðmundur. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar tekur í sama streng, um sé að ræða mjög stóra ákvörðun. „Við höfum auðvitað viljað tefla því fram hvort ríkisstjórnin væri ekki tilbúin til að endurskoða þessa afstöðu sína og reyna að fara einhverja leið sem fleiri geta sætt sig við. Sem aðilar vinnumarkaðrins geta sætt sig við, sem iðnaðurinn og allar atvinnugreinar geta sætt sig við,“ segir Árni Páll. Að öðrum kosti stefni í mikil átök um málið. „Ef hótunin er áfram um það að ljúka þessum aðildarviðræðum án nokkurs efnislegs rökstuðnings og án þess að þjóðin fái að koma að því er óhjákvæmilegt annað en við stöndum vörð um rétt þjóðarinnar í þessu efni, til að taka ákvarðanir um sína framtíð,“ segir Árni Páll Árnason. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir að ef stjórnarflokkarnir standi við þá hótun sína að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án rökstuðnings sé óhjákvæmilegt að standa vörð um rétt þjóðarinnar til að taka ákvörðun um framtíð sína. Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki gert neina tilraun til að ná sáttum við stjórnarandstöðuna um afgreiðslu evrópumálanna á Alþingi eins og samkomulag sem gert var í síðustu viku gerði ráð fyrir. Mikil átök voru á Alþingi í siðustu viku eftir að þingsályktun utanríkisráðherra um slit á viðræðum við evrópusambandið var lögð fram, sem varð til þess að umræða um skýrslu Hagfræðustofnunar um sambandið fór út um víðan völl. Eftir rúmlega þriggja sólarhringa umræður með kvöld- og næturfundum náðist samkomulag um fyrirkomulag umræðunnar á fimmtudag í síðustu viku sem Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins greindi frá og sagði þá jafnframt þetta: „Þá er gert ráð fyrir því að að leitað verði hófanna á næstu dögum, í nefndarviku til að vita hvort hægt sé að reyna að greiða fyrir umræðu málsins eftir því sem kostur er í framhaldinu,“ sagði forseti Alþingis. Síðan er liðin vika og forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa ekkert heyrt frá formönnum stjórnarflokkanna og umræðan um þingsályktun utanríkisráðherra hefst á mánudag. „Ég stóð í þeirri meiningu já, að við ætluðum að setjast niður, formenn flokkanna á Alþingi og reyna að komast að efnislegri sátt um evrópumálin. Reyna að koma þessu í uppbyggilegan og friðsamlegri farveg. Það er vel mögulegt,“ segir Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. Ef ekkert samkomulag verði gert megi búast við miklum umræðum. „Þetta er mjög stórt mál og þetta hittir alveg í kvikuna í íslenskri stjórnmálaumræðu. Þannig að ef ríkisstjórnin ætlar að halda því til streitu að slíta þessum viðræðum þarf að ræða það. Það er augljóst mál,“ segir Guðmundur. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar tekur í sama streng, um sé að ræða mjög stóra ákvörðun. „Við höfum auðvitað viljað tefla því fram hvort ríkisstjórnin væri ekki tilbúin til að endurskoða þessa afstöðu sína og reyna að fara einhverja leið sem fleiri geta sætt sig við. Sem aðilar vinnumarkaðrins geta sætt sig við, sem iðnaðurinn og allar atvinnugreinar geta sætt sig við,“ segir Árni Páll. Að öðrum kosti stefni í mikil átök um málið. „Ef hótunin er áfram um það að ljúka þessum aðildarviðræðum án nokkurs efnislegs rökstuðnings og án þess að þjóðin fái að koma að því er óhjákvæmilegt annað en við stöndum vörð um rétt þjóðarinnar í þessu efni, til að taka ákvarðanir um sína framtíð,“ segir Árni Páll Árnason.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira