Íslensk kona í haldi í Hollandi fyrir smygl Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 20. desember 2014 00:01 Íslensk kona var handtekin á Schiphol-flugvelli í Hollandi fyrir að smygla 300 grömmum af fíkniefninu MDMA. Fréttablaðið/Nordicphotos/Getty Íslensk kona á fertugsaldri var handtekin á Schiphol-flugvelli í Amsterdam, höfuðborg Hollands á sunnudaginn síðastliðinn. Konan var með 300 grömm af MDMA falin á sér. Ekki hefur verið upplýst hvort konan var með efnin innvortis eða falin í farangri sínum. MDMA er best þekkt undir öðrum nöfnum eins og Ecstasy, e-pillur eða Molly. Upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Amsterdam staðfestir handtöku konunnar við Fréttablaðið og að hún hafi verið leidd fyrir dómara miðvikudaginn 17. desember þar sem hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald. Konunni hefur verið úthlutaður lögmaður þar í landi. Lögreglan vildi ekki tjá sig um hversu langan dóm konan gæti séð fram á. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins er að aðstoða konuna og ættingja hennar við málið. Utanríkisráðuneytið vildi ekki veita Fréttablaðinu frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Lögfræðingar sérfróðir í refsirétti sem fréttastofa ráðfærði sig við segja að refsing hér á landi fyrir innflutning á þessu magni MDMA yrði um eins til tveggja ára fangelsisdómur, eftir sakaferli og sögu sakbornings, hreinleika efnis og svo framvegis. Hafa skal í huga að íslensk fíkniefnalöggjöf er þó ekki sú sama og í Hollandi. Konan á tvö börn sem urðu eftir hér á landi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun konan ekki koma til landsins fyrir hátíðarnar. Hvað er MDMA, eða methylendioxymetamfetamín? MDMA, eða methylendioxymetamfetamín, er samheiti yfir hóp ofskynjunarlyfja. MDMA er oftast í töfluformi og framleitt í ólöglegum efnaverksmiðjum. Ekkert eftirlit er því með framleiðslunni, hvorki með magni MDMA né heldur hvort öðrum efnum er blandað saman við. Dæmi eru um að rottueitri hafi verið blandað í töflurnar. Dæmigerð áhrif eru víma af völdum örvunar miðtaugakerfisins með geðhæð, auknu sjálfsmati og sjálfstrausti og blaðri, ásamt tilfinningu um samkennd og ást til annarra. Taki neytandi stærri skammt geta komið fram skyntruflanir og ofskynjanir. Stundum er slík víma hlaðin svo miklum ofskynjunum og rugli að hún kemur fram sem bráð sturlun. Auknir skammtar auka hættuna á slysum og ofbeldi í vímu. Vímueinkennin, einnig sturlunareinkennin, hverfa venjulega þegar efnið fer úr líkamanum. Eftirverkunin er þreyta, dofi, ógleði og misjafnlega mikið þunglyndi, sem getur staðið í einn dag eða lengur. Stöku sinnum koma fram alvarlegir læknisfræðilegir fylgikvillar vímu. Einkennin eru ofhitnun, alvarleg blóðþrýstingshækkun með hættu á blæðingu í heila, aukinn hjartsláttur með aukinni hættu á hjartsláttartruflunum, nýrnabilun, blóðstorknun í æðum og hugsanlega lifrarskemmd. Þá eru dæmi þess að fólk hafi látist eftir að hafa neytt aðeins eins skammts af efninu. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Íslensk kona á fertugsaldri var handtekin á Schiphol-flugvelli í Amsterdam, höfuðborg Hollands á sunnudaginn síðastliðinn. Konan var með 300 grömm af MDMA falin á sér. Ekki hefur verið upplýst hvort konan var með efnin innvortis eða falin í farangri sínum. MDMA er best þekkt undir öðrum nöfnum eins og Ecstasy, e-pillur eða Molly. Upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Amsterdam staðfestir handtöku konunnar við Fréttablaðið og að hún hafi verið leidd fyrir dómara miðvikudaginn 17. desember þar sem hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald. Konunni hefur verið úthlutaður lögmaður þar í landi. Lögreglan vildi ekki tjá sig um hversu langan dóm konan gæti séð fram á. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins er að aðstoða konuna og ættingja hennar við málið. Utanríkisráðuneytið vildi ekki veita Fréttablaðinu frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Lögfræðingar sérfróðir í refsirétti sem fréttastofa ráðfærði sig við segja að refsing hér á landi fyrir innflutning á þessu magni MDMA yrði um eins til tveggja ára fangelsisdómur, eftir sakaferli og sögu sakbornings, hreinleika efnis og svo framvegis. Hafa skal í huga að íslensk fíkniefnalöggjöf er þó ekki sú sama og í Hollandi. Konan á tvö börn sem urðu eftir hér á landi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun konan ekki koma til landsins fyrir hátíðarnar. Hvað er MDMA, eða methylendioxymetamfetamín? MDMA, eða methylendioxymetamfetamín, er samheiti yfir hóp ofskynjunarlyfja. MDMA er oftast í töfluformi og framleitt í ólöglegum efnaverksmiðjum. Ekkert eftirlit er því með framleiðslunni, hvorki með magni MDMA né heldur hvort öðrum efnum er blandað saman við. Dæmi eru um að rottueitri hafi verið blandað í töflurnar. Dæmigerð áhrif eru víma af völdum örvunar miðtaugakerfisins með geðhæð, auknu sjálfsmati og sjálfstrausti og blaðri, ásamt tilfinningu um samkennd og ást til annarra. Taki neytandi stærri skammt geta komið fram skyntruflanir og ofskynjanir. Stundum er slík víma hlaðin svo miklum ofskynjunum og rugli að hún kemur fram sem bráð sturlun. Auknir skammtar auka hættuna á slysum og ofbeldi í vímu. Vímueinkennin, einnig sturlunareinkennin, hverfa venjulega þegar efnið fer úr líkamanum. Eftirverkunin er þreyta, dofi, ógleði og misjafnlega mikið þunglyndi, sem getur staðið í einn dag eða lengur. Stöku sinnum koma fram alvarlegir læknisfræðilegir fylgikvillar vímu. Einkennin eru ofhitnun, alvarleg blóðþrýstingshækkun með hættu á blæðingu í heila, aukinn hjartsláttur með aukinni hættu á hjartsláttartruflunum, nýrnabilun, blóðstorknun í æðum og hugsanlega lifrarskemmd. Þá eru dæmi þess að fólk hafi látist eftir að hafa neytt aðeins eins skammts af efninu.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent