Lögreglan biður fólk um að gæta að niðurföllum og slíku og reyna að koma þannig í veg fyrir tjón af völdum vatns. „Talandi um vatnselg þá fengum við þessa mynd senda af einum slíkum sem sást á Suðurnesjum fyrr í dag,“ segir á Facebook-síðu embættisins, en starfsmenn þess virðast klárlega komnir í hátíðarskap.
Hið sama á reyndar við um starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birtir einnig mynd af „vatnselg“.