Innlent

Mæðrastyrksnefnd pokalaus

Hér er unnið að því að taka til matargjafir árið 2009.
Hér er unnið að því að taka til matargjafir árið 2009. fréttablaðið/vilhelm
Mæðrastyrksnefnd hefur ákveðið að hætta notkun plastpoka, og svarar þannig kalli Stykkishólmsbæjar um plastpokalaust samfélag. Í stað plastpoka verður fólk hvatt til að koma með margnota taupoka og boðið upp á burðarpoka úr maís frá Íslenska gámafélaginu þegar matargjafir eru sóttar til nefndarinnar.

Um leið og Mæðrastyrksnefnd þakkar ótal stuðningsaðilum sínum í gegnum tíðina og minnir á að jólin eru fram undan hvetur hún þá til að koma með í þennan leiðangur fyrir bættu umhverfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×