Brot á meginreglu um hraða málsmeðferð Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. maí 2014 19:44 Verjandi manns sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir innflutning á 30.000 e-töflum segir ljóst að meginreglur um hraða málsmeðferð hafi verið brotnar í málinu. Tæp þrjú ár liðu frá því að brotið átti sér stað og þar til ákæra var gefin út.Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru á föstudaginn dæmdir í sex ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á ríflega 30 þúsund e-töflum. Einar var tæplega átján ára þegar brotin voru framin. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, sagðist Einar hafa snúið við blaðinu og sagt skilið við fyrra líferni. Hann hafi farið í meðferð fyrir átján mánuðum og verið edrú síðan. Hann sé auk þess trúlofaður og í fastri vinnu. Brot Einars áttu sér stað í ágúst árið 2011 og var hann í framhaldi úrskurðaður í gæsluvarðhald. En það var ekki fyrr en 20. janúar 2014, tæplega tveimur og hálfu ári eftir að brotið átti sér stað, sem Ríkissaksóknari gaf út ákæru í málinu.Jóhannes Árnason, verjandi Einars, gagnrýnir málsmeðferð ríkissaksóknara og telur vafa leika á því hvort hún standist mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. „Þessi langa bið og svo að bæta ofan á svo þungum dómi, er að mínu mati, nokkuð þung refsing. Of þung refsing miðað við þá grunnreglu að menn eiga rétt á því að fá skorið úr sínum málum eins hratt og mögulegt er,“ segir Jóhannes. Hann segir það hafa verið einstaklega þungbært fyrir skjólstæðing sinn að bíða í þrjú ár eftir niðurstöðu dómstóla. Þó sé ekki enn komin endanlega niðurstaða í málinu, enda hefur Einar tekið ákvörðun um að áfrýja því til Hæstaréttar. „Reyna að fá Hæstarétt til þess að meta hans stöðu eins og hún er í raunveruleikanum og þar á meðal að líta til þessara meginreglna sem að hafa verið brotnar í þessu máli, sem að er réttur sakbornings til hraðrar málsmeðferðar.“ Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Verjandi manns sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir innflutning á 30.000 e-töflum segir ljóst að meginreglur um hraða málsmeðferð hafi verið brotnar í málinu. Tæp þrjú ár liðu frá því að brotið átti sér stað og þar til ákæra var gefin út.Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru á föstudaginn dæmdir í sex ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á ríflega 30 þúsund e-töflum. Einar var tæplega átján ára þegar brotin voru framin. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, sagðist Einar hafa snúið við blaðinu og sagt skilið við fyrra líferni. Hann hafi farið í meðferð fyrir átján mánuðum og verið edrú síðan. Hann sé auk þess trúlofaður og í fastri vinnu. Brot Einars áttu sér stað í ágúst árið 2011 og var hann í framhaldi úrskurðaður í gæsluvarðhald. En það var ekki fyrr en 20. janúar 2014, tæplega tveimur og hálfu ári eftir að brotið átti sér stað, sem Ríkissaksóknari gaf út ákæru í málinu.Jóhannes Árnason, verjandi Einars, gagnrýnir málsmeðferð ríkissaksóknara og telur vafa leika á því hvort hún standist mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. „Þessi langa bið og svo að bæta ofan á svo þungum dómi, er að mínu mati, nokkuð þung refsing. Of þung refsing miðað við þá grunnreglu að menn eiga rétt á því að fá skorið úr sínum málum eins hratt og mögulegt er,“ segir Jóhannes. Hann segir það hafa verið einstaklega þungbært fyrir skjólstæðing sinn að bíða í þrjú ár eftir niðurstöðu dómstóla. Þó sé ekki enn komin endanlega niðurstaða í málinu, enda hefur Einar tekið ákvörðun um að áfrýja því til Hæstaréttar. „Reyna að fá Hæstarétt til þess að meta hans stöðu eins og hún er í raunveruleikanum og þar á meðal að líta til þessara meginreglna sem að hafa verið brotnar í þessu máli, sem að er réttur sakbornings til hraðrar málsmeðferðar.“
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira