Innlent

Ferðast með pappapabba

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
mynd/instagram
Fyrir tveimur árum lést faðir Jinnu Yang, langt fyrir aldur fram, úr krabbameini. Föður hennar dreymdi um að ferðast um Evrópu og setti Jinna því sér það markmið að heimsækja öll þau lönd sem hann dreymdi um að sjá. Jinna hætti í vinnunni, seldi allar sínar eigur og festi kaup á miða til Íslands. Í för með henni var pappaútgáfa af föður hennar í raunstærð.

„Honum gafst aldrei tækifæri til að ferðast um heiminn. Hann fórnaði öllu sínu lífi fyrir aðra,“ segir Jinna í samtali við Daily Mail. Hún segir að þrátt fyrir veikindi hans hafi hann ekki misst dag úr vinnu, fatahreinsun sem hann starfaði hjá í Norður-Virginíu.

Jinna, sem er 25 ára frá New York, birtir reglulega myndir á Instagram síðu sinni og má þar til dæmis sjá myndir af þeim feðginum við Skógafoss, Bláa lónið, Geysi og Gullfoss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×