Rannsókn miðar hægt: Flugdólgurinn ekki í forgangi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. júní 2014 16:53 Rannsókninni miðar lítið áfram en Icelandair kærði manninn í janúar á síðasta ári. Enginn mannskapur vinnur að rannsókn máls flugdólgsins svokallaða. Þetta hefur Vísir frá Jóhannesi Jenssyni, yfirmanni rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Icelandair kærði manninn í janúar 2013 fyrir að sýna ógnandi tilburði, hrækja á fólk og ráðast á farþega í vélinni. Líma þurfti manninn niður eftir að hann var yfirbugaður. Málið vakti heimsathygli á sínum tíma en Vísir greindi frá því í síðustu viku að manninum stæði til boða að fljúga með Icelandair á ný eftir flugbann. „Þetta hefur ekki verið forgangsmál hjá okkur. Þetta hefur verið til rannsóknar í deildinni hjá mér og málið er enn statt hjá okkur.“ Jóhannes segir rannsóknina komna á veg en þó hafa engar vitnaskýrslur verið teknar í málinu þrátt fyrir að atvikið hafi gerst fyrir nánast einu og hálfu ári. Það er þó líklegt að einhverjar vitnaskýrslur verði teknar að sögn Jóhannesar.En er ekki hætt við að minni fólks bregðist fyrst svo langt er liðið? Hefði ekki verið betra að taka vitnaskýrslur strax?„Jú auðvitað. Þetta er viðvarandi vandi hjá okkur að við komumst ekki yfir öll þau mál sem eru hjá okkur.“Hvað hefur þá gerst í rannsókn málsins?„Ég er ekkert að fara að tjá mig um þetta í einhverjum smáatriðum við þig. Þetta er ennþá á borðinu hjá okkur.“ Jóhannes segist enga hugmynd hafa um hvenær málinu lýkur. „Við munum reyna að ljúka rannsókninni og koma málinu frá okkur.“Er enginn þrýstingur af hálfu Icelandair að málinu ljúki?„Þeir hafa haft samband og spurst fyrir um málið.“ Maðurinn er íslenskur ríkisborgari en býr erlendis. Líkt og Vísir greindi frá í janúar þegar umræða um málið stóð sem hæst gæti maðurinn fengið allt að 6 ára fangelsisdóm fyrir að stofna öryggi flugsins í voða. Tengdar fréttir Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32 Flugdólgurinn vekur heimsathygli Útreiðin sem flugdólgurinn hefur fengið vekur sitt á hvað aðdáun eða óhug. 4. janúar 2013 21:44 Farþegar óttuðust slagsmál yfir miðju Atlantshafi Flugdólgur í vél Icelandair káfaði á andlitum kvenna og reyndi að stofna til illinda við menn. 4. janúar 2013 19:37 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Enginn mannskapur vinnur að rannsókn máls flugdólgsins svokallaða. Þetta hefur Vísir frá Jóhannesi Jenssyni, yfirmanni rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Icelandair kærði manninn í janúar 2013 fyrir að sýna ógnandi tilburði, hrækja á fólk og ráðast á farþega í vélinni. Líma þurfti manninn niður eftir að hann var yfirbugaður. Málið vakti heimsathygli á sínum tíma en Vísir greindi frá því í síðustu viku að manninum stæði til boða að fljúga með Icelandair á ný eftir flugbann. „Þetta hefur ekki verið forgangsmál hjá okkur. Þetta hefur verið til rannsóknar í deildinni hjá mér og málið er enn statt hjá okkur.“ Jóhannes segir rannsóknina komna á veg en þó hafa engar vitnaskýrslur verið teknar í málinu þrátt fyrir að atvikið hafi gerst fyrir nánast einu og hálfu ári. Það er þó líklegt að einhverjar vitnaskýrslur verði teknar að sögn Jóhannesar.En er ekki hætt við að minni fólks bregðist fyrst svo langt er liðið? Hefði ekki verið betra að taka vitnaskýrslur strax?„Jú auðvitað. Þetta er viðvarandi vandi hjá okkur að við komumst ekki yfir öll þau mál sem eru hjá okkur.“Hvað hefur þá gerst í rannsókn málsins?„Ég er ekkert að fara að tjá mig um þetta í einhverjum smáatriðum við þig. Þetta er ennþá á borðinu hjá okkur.“ Jóhannes segist enga hugmynd hafa um hvenær málinu lýkur. „Við munum reyna að ljúka rannsókninni og koma málinu frá okkur.“Er enginn þrýstingur af hálfu Icelandair að málinu ljúki?„Þeir hafa haft samband og spurst fyrir um málið.“ Maðurinn er íslenskur ríkisborgari en býr erlendis. Líkt og Vísir greindi frá í janúar þegar umræða um málið stóð sem hæst gæti maðurinn fengið allt að 6 ára fangelsisdóm fyrir að stofna öryggi flugsins í voða.
Tengdar fréttir Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32 Flugdólgurinn vekur heimsathygli Útreiðin sem flugdólgurinn hefur fengið vekur sitt á hvað aðdáun eða óhug. 4. janúar 2013 21:44 Farþegar óttuðust slagsmál yfir miðju Atlantshafi Flugdólgur í vél Icelandair káfaði á andlitum kvenna og reyndi að stofna til illinda við menn. 4. janúar 2013 19:37 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32
Flugdólgurinn vekur heimsathygli Útreiðin sem flugdólgurinn hefur fengið vekur sitt á hvað aðdáun eða óhug. 4. janúar 2013 21:44
Farþegar óttuðust slagsmál yfir miðju Atlantshafi Flugdólgur í vél Icelandair káfaði á andlitum kvenna og reyndi að stofna til illinda við menn. 4. janúar 2013 19:37