Innlent

Manni bjargað úr sjálfheldu á Fimmvörðuhálsi

Bjarki Ármannsson skrifar
Björgunarsveitarmenn úr Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.
Björgunarsveitarmenn úr Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir sóttu í kvöld fimm ferðamenn á Fimmvörðuháls þar sem einn hafði lent í sjálfheldu. Enginn slasaðist en tilkynning barst fyrr í kvöld frá þremur Hong Kong-búum um að einn úr liði þeirra hefði runnið niður snjóskafl af gönguleiðinni og fests neðst í brekku.

Þegar björgunarsveitir bar að garði höfðu þó tveir Rússar mætt hinum göngugörpunum og náð að losa stuðningskeðju á svæðinu. Keðjan var látin síga niður og þannig náðist að hífa upp þann óheppna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×