Innlent

Kveikt í dekkjum í Kópavogi

Bjarki Ármannsson skrifar
Reyk leggur yfir nágrenni brunans.
Reyk leggur yfir nágrenni brunans. Mynd/Kristjana Arnarsdóttir
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var ræst út fyrr í kvöld vegna bruna við bæjarmörk Kópavogs og Garðabæjar.

Kveikt hafði verið í dekkjum á skólalóð en búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið bar að garði. Talsverðan reyk lagði yfir hús í nágrenninu eins og sést á meðfylgjandi mynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×