Ungir og vitlausir minkar á ferli Jakob Bjarnar skrifar 8. september 2014 12:38 Guðmundur Þorbjörn viðurkennir að talsvert hafi verið um kvartanir vegna minka að undanförnu. Uppi varð fótur og fit meðal nokkurra tónleikagesta á Stuðmannaballi í Hörpu um helgina þegar þeir rákust á mink í bílakjallara hússins. Þórunn Erna Clausen leikkona lýsti því með tilþrifum þegar hún rakst á mink eftir Stuðmannaball í Hörpu aðfararnótt laugardags. Þá hefur fréttastofu borist ábendingar um að oft megi sjá mink þarna í grjótgarðinum við ströndina við Sæbraut. Svo virðist sem minkur sé að færa sig uppá skaftið innan borgarmarka, eða er ekki svo, Guðmundur Þorbjörn Björnsson rekstrarstjóri meindýravarna Reykjavíkurborgar? „Sko, minkur hefur náttúrlega alltaf verið á vissum svæðum innan borgarmarka. Þá er aðallega verið að tala um eyjarnar hér í kring og árnar og vötn innan borgarmarka. En, í rauninni hefur orðið fækkun í mink. Það hafa ekki verið að koma margar kvartanir með þeirri undantekningu nú með haustinu, að kvartanir hafa verið að berast. Annars hefur verið lítið um mink fyrri part árs og reyndar síðustu tvö til þrjú árin.“ Guðmundur Þorbjörn kann engar skýringar á þessu, sem virðist fækkun minka, en hins hins vegar hefur refastofninn verið í verulegum vexti undanfarin ár. Guðmundur Þorbjörn treystir sér ekki til að segja til um hvort þetta tengist, því þess seú dæmi að greini þessara dýra liggi saman. En, hann gerir nú ráð fyrir því að refurinn hafi minkinn ef slettist uppá vinskapinn, hann sér stærri og sterkari. En, reyndar kemur á móti að minkurinn er grimmur. „En, sem sagt og alla vega hefur ekki verið mikið um mink undanfarin tvö til þrjú ár. En það hefur heyrst svolítið af honum núna. Ég skal alveg viðurkenna það. Töluvert.“ Guðmundur Þorbjörn segir það í sjálfu sér ekki óeðlilegt: „Menn verða varir við þetta sérstaklega að hausti. Nú eru ungu dýrin komin af stað, yrðlingar frá í sumar. Og þeir eru ekki eins varir um sig og fullorðnu dýrin. Eins og maður heyrði af þarna í Hörpu um helgina. Þetta er væntanlega hvolpur sem er að flækjast um. Þeir sjást miklu meira á haustin út af þessu; þeir eru ekki eins hræddir við fólk,“ segir rekstrarstjóri meindýravarna borgarinnar. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Uppi varð fótur og fit meðal nokkurra tónleikagesta á Stuðmannaballi í Hörpu um helgina þegar þeir rákust á mink í bílakjallara hússins. Þórunn Erna Clausen leikkona lýsti því með tilþrifum þegar hún rakst á mink eftir Stuðmannaball í Hörpu aðfararnótt laugardags. Þá hefur fréttastofu borist ábendingar um að oft megi sjá mink þarna í grjótgarðinum við ströndina við Sæbraut. Svo virðist sem minkur sé að færa sig uppá skaftið innan borgarmarka, eða er ekki svo, Guðmundur Þorbjörn Björnsson rekstrarstjóri meindýravarna Reykjavíkurborgar? „Sko, minkur hefur náttúrlega alltaf verið á vissum svæðum innan borgarmarka. Þá er aðallega verið að tala um eyjarnar hér í kring og árnar og vötn innan borgarmarka. En, í rauninni hefur orðið fækkun í mink. Það hafa ekki verið að koma margar kvartanir með þeirri undantekningu nú með haustinu, að kvartanir hafa verið að berast. Annars hefur verið lítið um mink fyrri part árs og reyndar síðustu tvö til þrjú árin.“ Guðmundur Þorbjörn kann engar skýringar á þessu, sem virðist fækkun minka, en hins hins vegar hefur refastofninn verið í verulegum vexti undanfarin ár. Guðmundur Þorbjörn treystir sér ekki til að segja til um hvort þetta tengist, því þess seú dæmi að greini þessara dýra liggi saman. En, hann gerir nú ráð fyrir því að refurinn hafi minkinn ef slettist uppá vinskapinn, hann sér stærri og sterkari. En, reyndar kemur á móti að minkurinn er grimmur. „En, sem sagt og alla vega hefur ekki verið mikið um mink undanfarin tvö til þrjú ár. En það hefur heyrst svolítið af honum núna. Ég skal alveg viðurkenna það. Töluvert.“ Guðmundur Þorbjörn segir það í sjálfu sér ekki óeðlilegt: „Menn verða varir við þetta sérstaklega að hausti. Nú eru ungu dýrin komin af stað, yrðlingar frá í sumar. Og þeir eru ekki eins varir um sig og fullorðnu dýrin. Eins og maður heyrði af þarna í Hörpu um helgina. Þetta er væntanlega hvolpur sem er að flækjast um. Þeir sjást miklu meira á haustin út af þessu; þeir eru ekki eins hræddir við fólk,“ segir rekstrarstjóri meindýravarna borgarinnar.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?