Þykir ómaklega vegið að Framsóknarflokknum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. október 2014 15:05 Höskuldur Þórhallsson er nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs. Róbert Marshall kaus Steingrím J. Sigfússon sem bauð sig fram á móti Höskuldi. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks og nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs, segir að hann hlakki til að starfa áfram á vettvangi á ráðsins og nú sem forseti þess. „Þetta gerir okkur Íslendingum kleift að beita okkur enn frekar á vettvangi ráðsins. Það eru mörg spennandi verkefni framundan og við munum meðal annars leggja áherslu á Norðurheimskautið og hafið okkar, samstarf á sviði utanríkismála og lýðheilsu barna,“ segir Höskuldur í samtali við Vísi.Hvernig kom mótframboð Steingríms við þig? „Við höfum haldið lýðræðinu hátt á lofti innan Norðurlandsráðs og ef menn vilja bjóða fram annan kandídat þá gera menn það. Það fór fram lýðræðisleg kosning og þetta var niðurstaðan. Ég er mjög glaður með það mikla traust sem mér var sýnt.“ Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, var einn af þeim níu sem kusu Steingrím. Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hann hefði ekki stutt Höskuld í kjörinu vegna þess að Framsóknarflokkurinn hefur „ekki útskýrt hvert hann er að fara í grundvallarefnum eins og trúfrelsi og rétti manna til að byggja sér þau bænahús sem þeir vilja.“ Aðspurður um þessi ummæli Róberts segir Höskuldur: „Mér finnst ómaklega að Framsóknarflokknum vegið og vil nú benda á að við samþykktum á miðstjórnarfundi mjög skýra stefnu þar sem við gagnrýnum harðlega alla mismunun, sama á hvaða stigi hún er. Mér finnst leitt að þessi sjónarmið skuli hafa haft áhrif því að við þurfum að geta unnið saman innan Íslandsnefndarinnar að góðum málefnum. Ég var að vonast til þess að Róbert og félagar hans í Bjartri framtíð myndu taka ábyrga afstöðu í þeim málefnum, eins og hinir flokkarnir hafa gert. En svona popúlístísk viðhorf eiga kannski upp á pallborðið hjá einhverjum.“ Höskuldur segir að flokkurinn geti ekki talað skýrar í þessum efnum og vísar í tillöguna sem samþykkt var einróma á miðstjórnarfundi flokksins fyrr á árinu og bætir við: „Mér þykir leitt að þessi umræða skuli koma upp þegar við Íslendingar eigum frekar að fagna því að eiga forseta Norðurlandaráðs næsta árið og ég hefði óskað að við gætum öll unnið saman að góðum verkefnum á sviði Norðurlandanna í stað þess að taka þessa umræðu enn einu sinni upp og ég harma að það hafi verið gert.“Heldurðu að þetta muni hafa áhrif á samstarfið í Íslandsnefndinni? „Ja, þetta eru skilaboð sem við framsóknarmenn þurfum að íhuga.“ Tengdar fréttir Styður ekki framsóknarmenn til trúnaðarstarfa Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokks var í dag kjörinn forseti Norðurlandaráðs. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna bauð sig fram gegn Höskuldi. Steingrímur fékk 9 atkvæði og Höskuldur 52. 30. október 2014 13:46 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks og nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs, segir að hann hlakki til að starfa áfram á vettvangi á ráðsins og nú sem forseti þess. „Þetta gerir okkur Íslendingum kleift að beita okkur enn frekar á vettvangi ráðsins. Það eru mörg spennandi verkefni framundan og við munum meðal annars leggja áherslu á Norðurheimskautið og hafið okkar, samstarf á sviði utanríkismála og lýðheilsu barna,“ segir Höskuldur í samtali við Vísi.Hvernig kom mótframboð Steingríms við þig? „Við höfum haldið lýðræðinu hátt á lofti innan Norðurlandsráðs og ef menn vilja bjóða fram annan kandídat þá gera menn það. Það fór fram lýðræðisleg kosning og þetta var niðurstaðan. Ég er mjög glaður með það mikla traust sem mér var sýnt.“ Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, var einn af þeim níu sem kusu Steingrím. Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hann hefði ekki stutt Höskuld í kjörinu vegna þess að Framsóknarflokkurinn hefur „ekki útskýrt hvert hann er að fara í grundvallarefnum eins og trúfrelsi og rétti manna til að byggja sér þau bænahús sem þeir vilja.“ Aðspurður um þessi ummæli Róberts segir Höskuldur: „Mér finnst ómaklega að Framsóknarflokknum vegið og vil nú benda á að við samþykktum á miðstjórnarfundi mjög skýra stefnu þar sem við gagnrýnum harðlega alla mismunun, sama á hvaða stigi hún er. Mér finnst leitt að þessi sjónarmið skuli hafa haft áhrif því að við þurfum að geta unnið saman innan Íslandsnefndarinnar að góðum málefnum. Ég var að vonast til þess að Róbert og félagar hans í Bjartri framtíð myndu taka ábyrga afstöðu í þeim málefnum, eins og hinir flokkarnir hafa gert. En svona popúlístísk viðhorf eiga kannski upp á pallborðið hjá einhverjum.“ Höskuldur segir að flokkurinn geti ekki talað skýrar í þessum efnum og vísar í tillöguna sem samþykkt var einróma á miðstjórnarfundi flokksins fyrr á árinu og bætir við: „Mér þykir leitt að þessi umræða skuli koma upp þegar við Íslendingar eigum frekar að fagna því að eiga forseta Norðurlandaráðs næsta árið og ég hefði óskað að við gætum öll unnið saman að góðum verkefnum á sviði Norðurlandanna í stað þess að taka þessa umræðu enn einu sinni upp og ég harma að það hafi verið gert.“Heldurðu að þetta muni hafa áhrif á samstarfið í Íslandsnefndinni? „Ja, þetta eru skilaboð sem við framsóknarmenn þurfum að íhuga.“
Tengdar fréttir Styður ekki framsóknarmenn til trúnaðarstarfa Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokks var í dag kjörinn forseti Norðurlandaráðs. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna bauð sig fram gegn Höskuldi. Steingrímur fékk 9 atkvæði og Höskuldur 52. 30. október 2014 13:46 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Styður ekki framsóknarmenn til trúnaðarstarfa Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokks var í dag kjörinn forseti Norðurlandaráðs. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna bauð sig fram gegn Höskuldi. Steingrímur fékk 9 atkvæði og Höskuldur 52. 30. október 2014 13:46
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent