Innlent

Jón Ólafs tapar í héraði

Jakob Bjarnar skrifar
Jón Ólafsson hafði ekki erindi sem erfiði þegar hann fór með það fyrir dómsstóla að ekki mætti nota "Iceland Glacier" sem vörumerki.
Jón Ólafsson hafði ekki erindi sem erfiði þegar hann fór með það fyrir dómsstóla að ekki mætti nota "Iceland Glacier" sem vörumerki.
Vatnsframleiðslufyrirtækið Icelandic Water Holdings, sem selur vatn undir merkjum Icelandic Glacial, fékk fyrir nokkru lögbann á sig hvað varðar notkun fyrirtækisins Iceland Glacier Wonders á vörumerkinu Iceland Glacier.

Forstjóri Icelandic Water Holdings er Jón Ólafsson og hann hefur látið hafa eftir sér að fyrirtækið hafi áður velt því fyrir sér að fara í mál við Iceland Glacier Wonders vegna þess hversu lík vörumerki fyrirtækjanna er.

Jón lét til skara skríða en nú er fallinn dómur þar sem lögbannið er fellt úr gildi og var Sigríður Hjaltested dómari afdráttarlaus í þeirri niðurstöðu sinni að Iceland Glacier Wonder ehf skuli sýknað af þeirri kröfu að viðurkennt verði fyrir dómi að fyrirtækinu sé óheimild að nota og hagnýta vörumerkin Iceland Glacier. Þá mælti Sigríður svo fyrir að fyrirtækið þyrfti ekki að fjarlæga af heimasíðu sinni, starfstöðvum og vörum merkingar, auglýsingar og tilkynn ingar í hvaða formi sem er.

Icelandic Water Holdings er gert að greiða stefnda 700 þúsund krónur í málskostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×