Erlendir nemendur fá nám ókeypis í fjárvana háskóla Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. desember 2013 07:30 Friðrika Harðardóttir, forstöðumaður Skrifstofu alþjóðasamskipta við HÍ, segir erlenda nemendur auðga skólann. Mynd/GVA Nemendur með erlent ríkisfang sem stunda nám við Háskóla Íslands greiða ekki skólagjöld frekar en Íslendingar heldur eingöngu skráningargjald. Engu máli skiptir hvort nemandinn kemur frá landi innan EES eða ekki. „Það var heimild í lögunum um að innheimta gjöld fyrir nemendur utan EES en hún var felld út árið 2012,“ segir Friðrika Harðardóttir, forstöðumaður Skrifstofu alþjóðasamskipta við Háskóla Íslands. „Reyndar var þessi heimild aldrei notuð og erlendir nemendur hafa aldrei verið rukkaðir um skólagjöld.“ Erlendum nemendum við Háskóla Íslands fjölgar jafnt og þétt. 1.152 erlendir nemendur stunda nú nám við HÍ, tæplega þrjú hundruð fleiri en í fyrra. Kennslufjárveiting frá ríkinu til HÍ vegna erlendra nema árið 2013 er um fimm hundruð milljónir króna. Á sama tíma hafa fjárveitingar til háskólans lækkað um rúm 16 prósent. „Það hefur verið skorið niður til háskóla eftir kreppu og á sama tíma eykst nemendafjöldinn. Það er mikil umræða um þetta til dæmis í Danmörku. Danskir háskólar taka á móti fjölmörgum erlendum nemum sem stunda dýrt nám frítt en flytja svo aftur í heimalandið að námi loknu og nýta menntunina þar. Þeir hafa rætt ýmsar takmarkanir og jafnvel að taka upp skólagjöld.“Guðmundur R. JónssonFriðrika segir þó jákvætt fyrir háskólann að erlendir nemendur hafi áhuga á að stunda þar nám. „Við fáum góða og sterka nemendur sem auðga háskólann okkar. Gott orðspor háskólans fer víða, námsframboð á ensku hefur aukist og svo er Ísland svolítið í tísku.“ Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs HÍ, segir að þótt erlendir nemendur kosti íslenska ríkið fimm hundruð milljónir á ári megi ekki gleyma hversu margir Íslendingar stunda nám erlendis. „Íslendingar sleppa ótrúlega vel, maður næstum því skammast sín fyrir það. Norðurlöndin gera uppgjör á hverju ári þar sem greiddar eru um 870 þúsund krónur með hverjum nemanda sem lærir í öðru landi. Ísland er undanþegið þessu kostnaðaruppgjöri, eins og Færeyjar og Grænland, og sparar það íslenska ríkinu um 800 til 1.000 milljónir króna á ári.“ Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Nemendur með erlent ríkisfang sem stunda nám við Háskóla Íslands greiða ekki skólagjöld frekar en Íslendingar heldur eingöngu skráningargjald. Engu máli skiptir hvort nemandinn kemur frá landi innan EES eða ekki. „Það var heimild í lögunum um að innheimta gjöld fyrir nemendur utan EES en hún var felld út árið 2012,“ segir Friðrika Harðardóttir, forstöðumaður Skrifstofu alþjóðasamskipta við Háskóla Íslands. „Reyndar var þessi heimild aldrei notuð og erlendir nemendur hafa aldrei verið rukkaðir um skólagjöld.“ Erlendum nemendum við Háskóla Íslands fjölgar jafnt og þétt. 1.152 erlendir nemendur stunda nú nám við HÍ, tæplega þrjú hundruð fleiri en í fyrra. Kennslufjárveiting frá ríkinu til HÍ vegna erlendra nema árið 2013 er um fimm hundruð milljónir króna. Á sama tíma hafa fjárveitingar til háskólans lækkað um rúm 16 prósent. „Það hefur verið skorið niður til háskóla eftir kreppu og á sama tíma eykst nemendafjöldinn. Það er mikil umræða um þetta til dæmis í Danmörku. Danskir háskólar taka á móti fjölmörgum erlendum nemum sem stunda dýrt nám frítt en flytja svo aftur í heimalandið að námi loknu og nýta menntunina þar. Þeir hafa rætt ýmsar takmarkanir og jafnvel að taka upp skólagjöld.“Guðmundur R. JónssonFriðrika segir þó jákvætt fyrir háskólann að erlendir nemendur hafi áhuga á að stunda þar nám. „Við fáum góða og sterka nemendur sem auðga háskólann okkar. Gott orðspor háskólans fer víða, námsframboð á ensku hefur aukist og svo er Ísland svolítið í tísku.“ Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs HÍ, segir að þótt erlendir nemendur kosti íslenska ríkið fimm hundruð milljónir á ári megi ekki gleyma hversu margir Íslendingar stunda nám erlendis. „Íslendingar sleppa ótrúlega vel, maður næstum því skammast sín fyrir það. Norðurlöndin gera uppgjör á hverju ári þar sem greiddar eru um 870 þúsund krónur með hverjum nemanda sem lærir í öðru landi. Ísland er undanþegið þessu kostnaðaruppgjöri, eins og Færeyjar og Grænland, og sparar það íslenska ríkinu um 800 til 1.000 milljónir króna á ári.“
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira