Yrkir um fugla, fótbolta og blaðasöluárin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2013 15:30 Auðunn Gestsson Fyrrverandi blaðasali og núverandi ljóðskáld. Mynd/GVA Það hefur verið nóg að gera hjá Auðuni Gestssyni síðustu daga. Hann hefur tekið þátt í hátíðinni List án landamæra af lífi og sál og lesið upp úr nýju ljóðabókinni sinni, Ljóðin mín. Hún var gefin út í tilefni sjötíu og fimm ára afmælis hans í febrúar og birtir fallega sýn hans á heiminn. Gunna, frænka Auðuns, er í heimsókn þegar blaðamaður bankar upp á hjá honum í vistlegu sambýli á Vesturbrún. Þar hefur hann stórt herbergi og einstaklega snyrtilegt. Íslenski fótboltinn er í uppáhaldi og litlir búningar helstu liðanna eru nældir upp á töflu. Fallegt fjallamálverk eftir hann sjálfan er ofan við skrifborðið og mynd af honum og vini hans Emil í Kattholti líka. „Við Emil erum tvíburabræður,“ segir Auðunn sposkur og fer með langa sögu um það þegar hann fór í heimsókn í Smálöndin sem lítill strákur og Emil faðmaði hann að sér en pabbinn dæsti og sagði: „Oh, er nú kominn annar prakkari í Kattholt.“ Flatey á Breiðafirði eru æskuslóðir Auðuns. Hann var einn af sjö systkinum en var kornungur þegar hann missti mömmu sína. Þá tók stóra systir hans Gerður við og hjá henni bjó hann þar til fyrir fjórum árum. Hann fór síðast til Flateyjar ekki alls fyrir löngu en saknaði bæði sjónvarpsins og þess að fá ekki blöðin daglega. Auðunn á margar minningar úr blaðasölunni. Hann bar blöðin niður Laugaveginn og átti sína föstu viðskiptavini. „Ég var oft hjá Pósthúsinu niðri í bæ og líka nálægt Dómkirkjunni, þar seldi ég þingmönnunum blöð. Ég þekkti þá alla. En ég tók hornið hans Óla við Apótekið þegar hann hætti og leyfði blaðsölukrökkunum líka að vera hjá mér.“ Hann segir víetnömsku krakkana hafa verið sérstaka vini sína. Auðunn klippir úr blöðunum greinar og myndir um íslenska boltann. Líka fuglamyndir. Öllu raðar hann snyrtilega í skúffur. „Ég fór beint í fótboltann þegar ég kom til Reykjavíkur. Hélt mikið með Þrótturum en er gamall Víkingur og einu sinni hélt ég líka með KR.“ Hann kveðst hafa fengið treyjur margra liða í jóla-og afmælisgjafir og klæðast þeim þegar við á. Uppi á vegg hanga medalíur frá Vísi og í glugganum eru bikarar, einn fékk hann þegar hann var kjörinn blaðakóngur og annan hlaut hann fyrir frammistöðu í skák hjá DV. Eftir blaðasöluárin fór Auðunn að dvelja í Lækjarási hluta úr degi og fást þar við ýmis verkefni. Listrænir hæfileikar komu þá líka betur í ljós og hann fór að yrkja og mála. Ljóðabókin hans er uppseld í bili en ný prentun væntanleg. „Svo ætla ég að gefa út aðra bók í haust,“ segir hann ákveðinn. Úr bókinni Ljóðin mínLitla stúlkan í Gullsmáranumalltaf með sælgæti inni í skáp.Hún setur sælgætið í dollu fyrir drenginn sinnog lætur hann taka það með sér heim í Sólheima.Hann gefur elstu systur með sérmeðan þau sitja og horfa á Leiðarljós. Menning Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Það hefur verið nóg að gera hjá Auðuni Gestssyni síðustu daga. Hann hefur tekið þátt í hátíðinni List án landamæra af lífi og sál og lesið upp úr nýju ljóðabókinni sinni, Ljóðin mín. Hún var gefin út í tilefni sjötíu og fimm ára afmælis hans í febrúar og birtir fallega sýn hans á heiminn. Gunna, frænka Auðuns, er í heimsókn þegar blaðamaður bankar upp á hjá honum í vistlegu sambýli á Vesturbrún. Þar hefur hann stórt herbergi og einstaklega snyrtilegt. Íslenski fótboltinn er í uppáhaldi og litlir búningar helstu liðanna eru nældir upp á töflu. Fallegt fjallamálverk eftir hann sjálfan er ofan við skrifborðið og mynd af honum og vini hans Emil í Kattholti líka. „Við Emil erum tvíburabræður,“ segir Auðunn sposkur og fer með langa sögu um það þegar hann fór í heimsókn í Smálöndin sem lítill strákur og Emil faðmaði hann að sér en pabbinn dæsti og sagði: „Oh, er nú kominn annar prakkari í Kattholt.“ Flatey á Breiðafirði eru æskuslóðir Auðuns. Hann var einn af sjö systkinum en var kornungur þegar hann missti mömmu sína. Þá tók stóra systir hans Gerður við og hjá henni bjó hann þar til fyrir fjórum árum. Hann fór síðast til Flateyjar ekki alls fyrir löngu en saknaði bæði sjónvarpsins og þess að fá ekki blöðin daglega. Auðunn á margar minningar úr blaðasölunni. Hann bar blöðin niður Laugaveginn og átti sína föstu viðskiptavini. „Ég var oft hjá Pósthúsinu niðri í bæ og líka nálægt Dómkirkjunni, þar seldi ég þingmönnunum blöð. Ég þekkti þá alla. En ég tók hornið hans Óla við Apótekið þegar hann hætti og leyfði blaðsölukrökkunum líka að vera hjá mér.“ Hann segir víetnömsku krakkana hafa verið sérstaka vini sína. Auðunn klippir úr blöðunum greinar og myndir um íslenska boltann. Líka fuglamyndir. Öllu raðar hann snyrtilega í skúffur. „Ég fór beint í fótboltann þegar ég kom til Reykjavíkur. Hélt mikið með Þrótturum en er gamall Víkingur og einu sinni hélt ég líka með KR.“ Hann kveðst hafa fengið treyjur margra liða í jóla-og afmælisgjafir og klæðast þeim þegar við á. Uppi á vegg hanga medalíur frá Vísi og í glugganum eru bikarar, einn fékk hann þegar hann var kjörinn blaðakóngur og annan hlaut hann fyrir frammistöðu í skák hjá DV. Eftir blaðasöluárin fór Auðunn að dvelja í Lækjarási hluta úr degi og fást þar við ýmis verkefni. Listrænir hæfileikar komu þá líka betur í ljós og hann fór að yrkja og mála. Ljóðabókin hans er uppseld í bili en ný prentun væntanleg. „Svo ætla ég að gefa út aðra bók í haust,“ segir hann ákveðinn. Úr bókinni Ljóðin mínLitla stúlkan í Gullsmáranumalltaf með sælgæti inni í skáp.Hún setur sælgætið í dollu fyrir drenginn sinnog lætur hann taka það með sér heim í Sólheima.Hann gefur elstu systur með sérmeðan þau sitja og horfa á Leiðarljós.
Menning Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira