Hamborgarafabrikkan opnar á Hótel Kea Ellý Ármanns skrifar 19. febrúar 2013 10:15 Frá vinstri: Erla Björnsdóttir, Hallgrímur Friðgeirsson, Friðrikka Hjördís Geirsdóttir, Sigmar Vilhjálmsson, Páll L. Sigurjónsson, Jóhannes Ásbjörnsson, Hrafnhildur Karlsdóttir, Skúli Gunnar Sigfússon, Snorri Marteinsson og Helga Lund. Á vormánuðum verður opnaður nýr og glæsilegur veitingastaður og bar á Hótel Kea Akureyri. Hönnunarferlið er langt komið og í því er leitast við að halda í fágun fortíðarinnar en koma jafnframt nýjum straumum og stefnum að. Hótel Kea er eitt af þekktustu kennileitum Akureyrar og hefur haldið virðuleika sinum í gegnum tíðina. Horft er sérstaklega til þess í hönnuninni að endurvekja hótelið sem miðdepil mannlífs bæjarins. ,,Það eru ákaflega spennandi tímar framundan hjá Hótel Kea. Við erum að ráðast í miklar breytingar á móttökuhæð hótelsins auk þess sem að Hamborgarafabrikkan opnar á jarðhæðinni" segir Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Keahótela. ,,Hugmyndafræðin á bakvið hönnun Hótel Kea er tímalaus og endurspeglar hlýlegan og klassískan stíl þess. Hönnunin þarf að standast væntingar til framtíðar og vera jafn fáguð að 20 árum liðnum. Þá þarf hún að höfða til íslendinga jafnt sem erlendra ferðamanna. Helstu breytingarnar felast í því að settur verður nýr bar og" lounge" þar sem nú er gestamóttaka hótelsins. Jafnframt verður útisvæði tengt veitingstaðnum þar sem hægt verður að njóta veitinga á einu sólríkasta horni miðbæjarins. Einnig verður sérsniðið nýtt konsept fyrir veitingastað og bar. Það er heiður að fá þetta verkefni til okkar þar sem að Hótel Kea er eitt af kennileitum Akureyrar." segja hönnuðir verksins en þau eru; Helga Lund arkitekt, Hallgrímur Friðgeirsson, innanhússarkitekt og Friðrika Hjördís Geirsdóttir (Rikka).Hamborgarafabrikkan opnar á jarðhæð Hótel KeaVorið 2013 verður ný Hamborgarafabrikka opnuð á jarðhæð Hótel Kea, þar sem áður var Terían (Súlnaberg). Staðurinn mun taka um 120 manns í sæti og er hannaður eins og staðurinn í Reykjavík."Við erum virkilega spenntir fyrir opnun Fabrikkunnar á Akureyri. Nýja Fabrikkan verður ögn minni en sú í Reykjavík en að öðru leyti eins. Sami matseðill, sömu verð og sömu áherslur. Það er okkur heiður að fá að bætast í hóp flottra veitingastaða á Akureyri og vonandi verður okkur vel tekið", segir Sigmar Vilhjálmsson, einn eigenda Hamborgarafabrikkunnar."Við höfum alltaf borið hlýjar tilfinningar til Akureyrar og hluti af eftirvæntingunni við nýja staðinn er sú staðreynd að við komum til með að eyða miklum tíma fyrir norðan", segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Hamborgarafabrikkunnar. Hönnuðir verksins eru Helga Lund arkitekt, Hallgrímur Friðgeirsson, innanhússarkitekt og Friðrika Hjördís Geirsdóttir. Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Ástfangin á ný Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Sjá meira
Á vormánuðum verður opnaður nýr og glæsilegur veitingastaður og bar á Hótel Kea Akureyri. Hönnunarferlið er langt komið og í því er leitast við að halda í fágun fortíðarinnar en koma jafnframt nýjum straumum og stefnum að. Hótel Kea er eitt af þekktustu kennileitum Akureyrar og hefur haldið virðuleika sinum í gegnum tíðina. Horft er sérstaklega til þess í hönnuninni að endurvekja hótelið sem miðdepil mannlífs bæjarins. ,,Það eru ákaflega spennandi tímar framundan hjá Hótel Kea. Við erum að ráðast í miklar breytingar á móttökuhæð hótelsins auk þess sem að Hamborgarafabrikkan opnar á jarðhæðinni" segir Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Keahótela. ,,Hugmyndafræðin á bakvið hönnun Hótel Kea er tímalaus og endurspeglar hlýlegan og klassískan stíl þess. Hönnunin þarf að standast væntingar til framtíðar og vera jafn fáguð að 20 árum liðnum. Þá þarf hún að höfða til íslendinga jafnt sem erlendra ferðamanna. Helstu breytingarnar felast í því að settur verður nýr bar og" lounge" þar sem nú er gestamóttaka hótelsins. Jafnframt verður útisvæði tengt veitingstaðnum þar sem hægt verður að njóta veitinga á einu sólríkasta horni miðbæjarins. Einnig verður sérsniðið nýtt konsept fyrir veitingastað og bar. Það er heiður að fá þetta verkefni til okkar þar sem að Hótel Kea er eitt af kennileitum Akureyrar." segja hönnuðir verksins en þau eru; Helga Lund arkitekt, Hallgrímur Friðgeirsson, innanhússarkitekt og Friðrika Hjördís Geirsdóttir (Rikka).Hamborgarafabrikkan opnar á jarðhæð Hótel KeaVorið 2013 verður ný Hamborgarafabrikka opnuð á jarðhæð Hótel Kea, þar sem áður var Terían (Súlnaberg). Staðurinn mun taka um 120 manns í sæti og er hannaður eins og staðurinn í Reykjavík."Við erum virkilega spenntir fyrir opnun Fabrikkunnar á Akureyri. Nýja Fabrikkan verður ögn minni en sú í Reykjavík en að öðru leyti eins. Sami matseðill, sömu verð og sömu áherslur. Það er okkur heiður að fá að bætast í hóp flottra veitingastaða á Akureyri og vonandi verður okkur vel tekið", segir Sigmar Vilhjálmsson, einn eigenda Hamborgarafabrikkunnar."Við höfum alltaf borið hlýjar tilfinningar til Akureyrar og hluti af eftirvæntingunni við nýja staðinn er sú staðreynd að við komum til með að eyða miklum tíma fyrir norðan", segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Hamborgarafabrikkunnar. Hönnuðir verksins eru Helga Lund arkitekt, Hallgrímur Friðgeirsson, innanhússarkitekt og Friðrika Hjördís Geirsdóttir.
Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Ástfangin á ný Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Sjá meira