Nýtt glæsihýsi fyrir verknám rís á Selfossi Tinni Sveinsson skrifar 19. júní 2013 16:00 Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist snemma á næsta ári. Mynd/T.ark T.ark - Teiknistofan Arkitektar hlaut á föstudag fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um stækkun á verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist snemma árs 2014 og þeim verði lokið um áramótin 2014-15. Rúmt ár er síðan mennta- og menningarmálaráðuneytið og sveitarfélög sem eiga aðild að Fjölbrautarskóla Suðurlands gerðu með sér samning um að reisa myndarlega viðbyggingu til að bæta verknámsaðstöðu skólans. Ákveðið var að bjóða til opinnar samkeppni um hönnunina í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og var hún auglýst á EES-svæðinu. Alls bárust 25 tillögur. Dómnefndin leitaði einkum eftir snjöllum hugmyndum sem leystu viðfangsefnið á heildstæðan hátt með vandaðri og góðri byggingarlist.FSu er þróttmikill framhaldsskóli sem markað hefur sér skýra framtíðarsýn um fjölbreytt og metnaðarfullt skólastarf, segir í tilkynningu en verkgreinakennsla fær að njóta sín í nýja húsinu.Mynd/T.ark„Formið er tímalaust og burðarvirki er augljóst og um leið fræðandi og spennandi. Heildaryfirbragð er gott og er Hamar á sannfærandi hátt órjúfanlegur hluti af heildarásýnd. Guli liturinn hefur beina skírskotun til Odda og dagsbirtunotkun er góð,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar um tillögu T.ark. Í hönnunarhópi stofunnar eru Ásgeir Ásgeirsson, Ásmundur H. Sturluson, Halldór Eiríksson, Hlín Finnsdóttir og Michael Blikdal Erichsen. Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. hlutu önnur verðlaun og þriðju verðlaun hlaut Arkitektastofan OG ehf. Allar tillögurnar verða til sýnis í skólanum til mánaðarmóta.Nýja húsið er rétt við aðalhús Fjölbrautarskóla Suðurlands og er sami guli litur ráðandi í þeim báðum. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
T.ark - Teiknistofan Arkitektar hlaut á föstudag fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um stækkun á verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist snemma árs 2014 og þeim verði lokið um áramótin 2014-15. Rúmt ár er síðan mennta- og menningarmálaráðuneytið og sveitarfélög sem eiga aðild að Fjölbrautarskóla Suðurlands gerðu með sér samning um að reisa myndarlega viðbyggingu til að bæta verknámsaðstöðu skólans. Ákveðið var að bjóða til opinnar samkeppni um hönnunina í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og var hún auglýst á EES-svæðinu. Alls bárust 25 tillögur. Dómnefndin leitaði einkum eftir snjöllum hugmyndum sem leystu viðfangsefnið á heildstæðan hátt með vandaðri og góðri byggingarlist.FSu er þróttmikill framhaldsskóli sem markað hefur sér skýra framtíðarsýn um fjölbreytt og metnaðarfullt skólastarf, segir í tilkynningu en verkgreinakennsla fær að njóta sín í nýja húsinu.Mynd/T.ark„Formið er tímalaust og burðarvirki er augljóst og um leið fræðandi og spennandi. Heildaryfirbragð er gott og er Hamar á sannfærandi hátt órjúfanlegur hluti af heildarásýnd. Guli liturinn hefur beina skírskotun til Odda og dagsbirtunotkun er góð,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar um tillögu T.ark. Í hönnunarhópi stofunnar eru Ásgeir Ásgeirsson, Ásmundur H. Sturluson, Halldór Eiríksson, Hlín Finnsdóttir og Michael Blikdal Erichsen. Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. hlutu önnur verðlaun og þriðju verðlaun hlaut Arkitektastofan OG ehf. Allar tillögurnar verða til sýnis í skólanum til mánaðarmóta.Nýja húsið er rétt við aðalhús Fjölbrautarskóla Suðurlands og er sami guli litur ráðandi í þeim báðum.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira