Kenzo setti engar reglur Sara McMahon skrifar 3. september 2013 07:00 Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti var beðin um að gera myndaþátt fyrir Kenzo Paris. „Þetta er myndaþáttur sem verður birtur á heimasíðu Kenzo. Þau halda úti bloggi á heimasíðunni og myndirnar verða birtar þar. Ég sá um að stílisera og Fríða María Harðardóttir sá um hár og förðun,“ segir Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti. Hún hafði umsjón með stíliseringu fyrir myndaþátt sem tekinn var hér á landi fyrir tískuhúsið Kenzo Paris, en merkið gekk í endurnýjun lífdaga eftir að hönnuðirnir Carol Lim og Humberto Leon tóku við sem aðalhönnuðir þess í júlí 2011. Spurð út í verkefnið fyrir Kenzo segist Hulda Halldóra hafa fengið nokkuð frjálsar hendur við vinnuna. „Þetta er ný lína fyrir næsta vetur sem heitir Flying Tigers og í henni er hlébarðamynstur ríkjandi. Ég fékk flíkurnar sendar og átti svo að setja saman átta til tíu „look“. Mér voru engar reglur settar, þannig að þetta var mjög skemmtilegt og skapandi verkefni.“ Hulda Halldóra hefur starfað sem stílisti í rúm fjögur ár og vinnur meðal annars í búningadeild Latabæjar. „Ég hef aðallega unnið við auglýsingar en einnig kvikmyndir og svo ýmis önnur verkefni. Nýverið sá ég um búningana í myndinni Grafir og bein sem kemur út snemma á næsta ári. Stílistastarfið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt; besta starf í heimi,“ segir hún glaðlega. Þegar hún er að lokum spurð út í framtíðaráform sín segist hún vera með ýmislegt á prjónunum. „Framtíðin er enn óráðin, ég ætla þó að byrja á því að fara í frí til Indónesíu um áramótin,“ segir hún að lokum. Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
„Þetta er myndaþáttur sem verður birtur á heimasíðu Kenzo. Þau halda úti bloggi á heimasíðunni og myndirnar verða birtar þar. Ég sá um að stílisera og Fríða María Harðardóttir sá um hár og förðun,“ segir Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti. Hún hafði umsjón með stíliseringu fyrir myndaþátt sem tekinn var hér á landi fyrir tískuhúsið Kenzo Paris, en merkið gekk í endurnýjun lífdaga eftir að hönnuðirnir Carol Lim og Humberto Leon tóku við sem aðalhönnuðir þess í júlí 2011. Spurð út í verkefnið fyrir Kenzo segist Hulda Halldóra hafa fengið nokkuð frjálsar hendur við vinnuna. „Þetta er ný lína fyrir næsta vetur sem heitir Flying Tigers og í henni er hlébarðamynstur ríkjandi. Ég fékk flíkurnar sendar og átti svo að setja saman átta til tíu „look“. Mér voru engar reglur settar, þannig að þetta var mjög skemmtilegt og skapandi verkefni.“ Hulda Halldóra hefur starfað sem stílisti í rúm fjögur ár og vinnur meðal annars í búningadeild Latabæjar. „Ég hef aðallega unnið við auglýsingar en einnig kvikmyndir og svo ýmis önnur verkefni. Nýverið sá ég um búningana í myndinni Grafir og bein sem kemur út snemma á næsta ári. Stílistastarfið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt; besta starf í heimi,“ segir hún glaðlega. Þegar hún er að lokum spurð út í framtíðaráform sín segist hún vera með ýmislegt á prjónunum. „Framtíðin er enn óráðin, ég ætla þó að byrja á því að fara í frí til Indónesíu um áramótin,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira