"Við viljum peningarnir fari í velferð en ekki vexti“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. janúar 2013 18:26 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur rétt að skoða sölu á hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna til að grynnka skuldir ríkisins, en þriðjungshlutur gæti skilað rúmlega 100 milljörðum króna í ríkissjóð. Hann segir algjört forgangsmál að grynnka skuldirnar því peningar ríkissjóðs eigi að fara í „velferð en ekki vexti." Bjarni var með málstofu fyrir sjálfstæðismenn í Valhöll í morgun undir yfirskriftinni „Áskoranir á kosningaári." Bjarni fór vítt yfir sviðið en sagði að í grunninn væru átakalínurnar fyrir kosningarnar í vor býsna skýrar: „Í grunninn eru pólitísku deilumálin nú um margt kunnugleg. Umræðan er af sama toga og við höfum átt í svo áratugum skiptir. Við viljum stækka kökuna, en vinstrimenn segja lausn allra vandamála felast í nýjum aðferðum við að skera kökuna," sagði Bjarni. Eins og fréttastofa hefur greint frá væri hægt að bjóða upp á skattalaust ár fyrir heimilin í landinu með með útgáfu nýs hlutafjár upp á 25 prósent í Landsvirkjun. Eða leiðréttingu á fjárlagahalla yfirstandandi árs, næsta árs og gott betur. Fyrir 25 prósent af nýju hlutafé gætu fengist 75-100 milljarðar króna, en Landsvirkjun hefur verið verðlögð á rúmlega þrjú hundruð milljarða króna. Lífeyrissjóðirnir hafa sýnt þessu mikinn áhuga og þá væri hægt að selja hlutafé í fyrirtækinu með því skilyrði að ríkissjóður hefði forkaupsrétt að hlutafénu í Landsvirkjun ef það yrði selt annað. Núverandi stjórnarflokkar hafa ekki viljað skoða þetta vegna ákvæða í stjórnarsáttamála sem girðir fyrir breytingar á eignarhaldi orkufyrirtækja í opinberri eigu. Bjarni var spurður um þetta á fundinum í dag. „Það er vissulega stórt skref, en það er miklu minna skref en að hleypa einkaaðilum að Landsvirkjun að taka lífeyrissjóðina þar inn sem meðeigendur. Miklu minna skref. Og við verðum að taka þá umræðu í ljósi skuldastöðu ríkisins og úrræða til að lækka vaxtakostnað. Vegna þess að við viljum peningarnir fari í velferð en ekki vexti. Eignasala ríkisins til að létta skuldabyrðina er leið sem verður að koma þar til skoðunar," sagði Bjarni í Valhöll í dag. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur rétt að skoða sölu á hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna til að grynnka skuldir ríkisins, en þriðjungshlutur gæti skilað rúmlega 100 milljörðum króna í ríkissjóð. Hann segir algjört forgangsmál að grynnka skuldirnar því peningar ríkissjóðs eigi að fara í „velferð en ekki vexti." Bjarni var með málstofu fyrir sjálfstæðismenn í Valhöll í morgun undir yfirskriftinni „Áskoranir á kosningaári." Bjarni fór vítt yfir sviðið en sagði að í grunninn væru átakalínurnar fyrir kosningarnar í vor býsna skýrar: „Í grunninn eru pólitísku deilumálin nú um margt kunnugleg. Umræðan er af sama toga og við höfum átt í svo áratugum skiptir. Við viljum stækka kökuna, en vinstrimenn segja lausn allra vandamála felast í nýjum aðferðum við að skera kökuna," sagði Bjarni. Eins og fréttastofa hefur greint frá væri hægt að bjóða upp á skattalaust ár fyrir heimilin í landinu með með útgáfu nýs hlutafjár upp á 25 prósent í Landsvirkjun. Eða leiðréttingu á fjárlagahalla yfirstandandi árs, næsta árs og gott betur. Fyrir 25 prósent af nýju hlutafé gætu fengist 75-100 milljarðar króna, en Landsvirkjun hefur verið verðlögð á rúmlega þrjú hundruð milljarða króna. Lífeyrissjóðirnir hafa sýnt þessu mikinn áhuga og þá væri hægt að selja hlutafé í fyrirtækinu með því skilyrði að ríkissjóður hefði forkaupsrétt að hlutafénu í Landsvirkjun ef það yrði selt annað. Núverandi stjórnarflokkar hafa ekki viljað skoða þetta vegna ákvæða í stjórnarsáttamála sem girðir fyrir breytingar á eignarhaldi orkufyrirtækja í opinberri eigu. Bjarni var spurður um þetta á fundinum í dag. „Það er vissulega stórt skref, en það er miklu minna skref en að hleypa einkaaðilum að Landsvirkjun að taka lífeyrissjóðina þar inn sem meðeigendur. Miklu minna skref. Og við verðum að taka þá umræðu í ljósi skuldastöðu ríkisins og úrræða til að lækka vaxtakostnað. Vegna þess að við viljum peningarnir fari í velferð en ekki vexti. Eignasala ríkisins til að létta skuldabyrðina er leið sem verður að koma þar til skoðunar," sagði Bjarni í Valhöll í dag. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira