Sala á hlut í Landsvirkjun gæti fært þjóðinni skattlaust ár Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2011 18:52 Hægt væri að bjóða upp á skattalaust ár fyrir heimilin í landinu með með útgáfu nýs hlutafjár upp á 25 prósent í Landsvirkjun. Eða leiðréttingu á fjárlagahalla yfirstandandi árs, næsta árs og gott betur. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur, hefur fært rök fyrir því að skynsamlegt sé að selja hlut í Landsvirkjun með útgáfu nýs hlutafjár, t.d til lífeyrissjóðanna, sem eru jú eign íslensku þjóðarinnar. Lífeyrissjóðirnir hafa áhuga, en fyrir 25 prósent af nýju hlutafé gætu fengist eitt hundrað milljarðar króna, að því gefnu að fyrirtækið sé 300 milljarða króna virði. Efnahags- og viðskiptaráðherra er opinn fyrir þessari hugmynd og hefur sagt að þetta verði að skoða af alvöru. Fjármálaráðherra er ekki jafn spenntur. „Það var ákveðið og afgreitt hér í þessari ríkisstjórn í tengslum við mikla umfjöllun um orkumál fyrir ári síðan eða meira að við myndum ekki hrófla við opinberu eignarhaldi á stóru orkufyrirtækjunum," sagði Steingrímur J. Sigfússon í kvöldfréttum okkar í gær.Kostirnir margir Kostirnir sem Ásgeir Jónsson nefnir eru að með þessari leið blandaðs eignarhalds ríkis og lífeyrissjóða mætti aftengja ríkisábyrgð á lánum Landsvirkjunar. Fyrirtækið fengi sjálfstætt lánshæfismat. Fyrirtækið hefði jafnframt sterkara eiginfjárhlutfall og þyrfti ekki að reiða sig á skuldsetningu við fjármögnun nýrra virkjana, þetta sé afar jákvætt því eftir hrun sé sérstaklega mikilvægt að hafa sterkt eigið fé vegna lánsfjárþurrðar á mörkuðum. Þá segir Ásgeir aukinn slagkraft komast í fjárfestingar með miklu eigin fé, t.d eiginfjárhlutfalli upp á 40 prósent, og óvissuþættirnir séu færri. Reiknað er með að í ár verði 42 milljarða króna halli á rekstri ríkissjóðs á þessu ári og 18 á því næsta, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012. Þetta þýðir að fyrir 25 prósenta hlut í formi nýs hlutafjár í Landsvirkjun sem seldur yrði til lífeyrissjóðanna, sem eru í eigu almennings, mætti leiðrétta fjárlagahalla þessa árs og þess næsta og gott betur. Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi fjármálaráðherra, bauð þjóðinni upp á skattlaust ár árið 1988. Samkvæmt fjárlögum næsta árs er tekjuskattur einstaklinga áætlaður 116 milljarðar króna. Það liggur því fyrir að miðað við verðmat sem liggur fyrir á 25 prósentum í nýju hlutafé í Landsvirkjun mætti bjóða íslensku þjóðinni og skuldsettum heimilum upp á skattleysi í eitt ár. Heilt ár, án tekjuskatts á einstaklinga. thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Hægt væri að bjóða upp á skattalaust ár fyrir heimilin í landinu með með útgáfu nýs hlutafjár upp á 25 prósent í Landsvirkjun. Eða leiðréttingu á fjárlagahalla yfirstandandi árs, næsta árs og gott betur. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur, hefur fært rök fyrir því að skynsamlegt sé að selja hlut í Landsvirkjun með útgáfu nýs hlutafjár, t.d til lífeyrissjóðanna, sem eru jú eign íslensku þjóðarinnar. Lífeyrissjóðirnir hafa áhuga, en fyrir 25 prósent af nýju hlutafé gætu fengist eitt hundrað milljarðar króna, að því gefnu að fyrirtækið sé 300 milljarða króna virði. Efnahags- og viðskiptaráðherra er opinn fyrir þessari hugmynd og hefur sagt að þetta verði að skoða af alvöru. Fjármálaráðherra er ekki jafn spenntur. „Það var ákveðið og afgreitt hér í þessari ríkisstjórn í tengslum við mikla umfjöllun um orkumál fyrir ári síðan eða meira að við myndum ekki hrófla við opinberu eignarhaldi á stóru orkufyrirtækjunum," sagði Steingrímur J. Sigfússon í kvöldfréttum okkar í gær.Kostirnir margir Kostirnir sem Ásgeir Jónsson nefnir eru að með þessari leið blandaðs eignarhalds ríkis og lífeyrissjóða mætti aftengja ríkisábyrgð á lánum Landsvirkjunar. Fyrirtækið fengi sjálfstætt lánshæfismat. Fyrirtækið hefði jafnframt sterkara eiginfjárhlutfall og þyrfti ekki að reiða sig á skuldsetningu við fjármögnun nýrra virkjana, þetta sé afar jákvætt því eftir hrun sé sérstaklega mikilvægt að hafa sterkt eigið fé vegna lánsfjárþurrðar á mörkuðum. Þá segir Ásgeir aukinn slagkraft komast í fjárfestingar með miklu eigin fé, t.d eiginfjárhlutfalli upp á 40 prósent, og óvissuþættirnir séu færri. Reiknað er með að í ár verði 42 milljarða króna halli á rekstri ríkissjóðs á þessu ári og 18 á því næsta, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012. Þetta þýðir að fyrir 25 prósenta hlut í formi nýs hlutafjár í Landsvirkjun sem seldur yrði til lífeyrissjóðanna, sem eru í eigu almennings, mætti leiðrétta fjárlagahalla þessa árs og þess næsta og gott betur. Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi fjármálaráðherra, bauð þjóðinni upp á skattlaust ár árið 1988. Samkvæmt fjárlögum næsta árs er tekjuskattur einstaklinga áætlaður 116 milljarðar króna. Það liggur því fyrir að miðað við verðmat sem liggur fyrir á 25 prósentum í nýju hlutafé í Landsvirkjun mætti bjóða íslensku þjóðinni og skuldsettum heimilum upp á skattleysi í eitt ár. Heilt ár, án tekjuskatts á einstaklinga. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira