"Við viljum peningarnir fari í velferð en ekki vexti“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. janúar 2013 18:26 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur rétt að skoða sölu á hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna til að grynnka skuldir ríkisins, en þriðjungshlutur gæti skilað rúmlega 100 milljörðum króna í ríkissjóð. Hann segir algjört forgangsmál að grynnka skuldirnar því peningar ríkissjóðs eigi að fara í „velferð en ekki vexti." Bjarni var með málstofu fyrir sjálfstæðismenn í Valhöll í morgun undir yfirskriftinni „Áskoranir á kosningaári." Bjarni fór vítt yfir sviðið en sagði að í grunninn væru átakalínurnar fyrir kosningarnar í vor býsna skýrar: „Í grunninn eru pólitísku deilumálin nú um margt kunnugleg. Umræðan er af sama toga og við höfum átt í svo áratugum skiptir. Við viljum stækka kökuna, en vinstrimenn segja lausn allra vandamála felast í nýjum aðferðum við að skera kökuna," sagði Bjarni. Eins og fréttastofa hefur greint frá væri hægt að bjóða upp á skattalaust ár fyrir heimilin í landinu með með útgáfu nýs hlutafjár upp á 25 prósent í Landsvirkjun. Eða leiðréttingu á fjárlagahalla yfirstandandi árs, næsta árs og gott betur. Fyrir 25 prósent af nýju hlutafé gætu fengist 75-100 milljarðar króna, en Landsvirkjun hefur verið verðlögð á rúmlega þrjú hundruð milljarða króna. Lífeyrissjóðirnir hafa sýnt þessu mikinn áhuga og þá væri hægt að selja hlutafé í fyrirtækinu með því skilyrði að ríkissjóður hefði forkaupsrétt að hlutafénu í Landsvirkjun ef það yrði selt annað. Núverandi stjórnarflokkar hafa ekki viljað skoða þetta vegna ákvæða í stjórnarsáttamála sem girðir fyrir breytingar á eignarhaldi orkufyrirtækja í opinberri eigu. Bjarni var spurður um þetta á fundinum í dag. „Það er vissulega stórt skref, en það er miklu minna skref en að hleypa einkaaðilum að Landsvirkjun að taka lífeyrissjóðina þar inn sem meðeigendur. Miklu minna skref. Og við verðum að taka þá umræðu í ljósi skuldastöðu ríkisins og úrræða til að lækka vaxtakostnað. Vegna þess að við viljum peningarnir fari í velferð en ekki vexti. Eignasala ríkisins til að létta skuldabyrðina er leið sem verður að koma þar til skoðunar," sagði Bjarni í Valhöll í dag. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur rétt að skoða sölu á hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna til að grynnka skuldir ríkisins, en þriðjungshlutur gæti skilað rúmlega 100 milljörðum króna í ríkissjóð. Hann segir algjört forgangsmál að grynnka skuldirnar því peningar ríkissjóðs eigi að fara í „velferð en ekki vexti." Bjarni var með málstofu fyrir sjálfstæðismenn í Valhöll í morgun undir yfirskriftinni „Áskoranir á kosningaári." Bjarni fór vítt yfir sviðið en sagði að í grunninn væru átakalínurnar fyrir kosningarnar í vor býsna skýrar: „Í grunninn eru pólitísku deilumálin nú um margt kunnugleg. Umræðan er af sama toga og við höfum átt í svo áratugum skiptir. Við viljum stækka kökuna, en vinstrimenn segja lausn allra vandamála felast í nýjum aðferðum við að skera kökuna," sagði Bjarni. Eins og fréttastofa hefur greint frá væri hægt að bjóða upp á skattalaust ár fyrir heimilin í landinu með með útgáfu nýs hlutafjár upp á 25 prósent í Landsvirkjun. Eða leiðréttingu á fjárlagahalla yfirstandandi árs, næsta árs og gott betur. Fyrir 25 prósent af nýju hlutafé gætu fengist 75-100 milljarðar króna, en Landsvirkjun hefur verið verðlögð á rúmlega þrjú hundruð milljarða króna. Lífeyrissjóðirnir hafa sýnt þessu mikinn áhuga og þá væri hægt að selja hlutafé í fyrirtækinu með því skilyrði að ríkissjóður hefði forkaupsrétt að hlutafénu í Landsvirkjun ef það yrði selt annað. Núverandi stjórnarflokkar hafa ekki viljað skoða þetta vegna ákvæða í stjórnarsáttamála sem girðir fyrir breytingar á eignarhaldi orkufyrirtækja í opinberri eigu. Bjarni var spurður um þetta á fundinum í dag. „Það er vissulega stórt skref, en það er miklu minna skref en að hleypa einkaaðilum að Landsvirkjun að taka lífeyrissjóðina þar inn sem meðeigendur. Miklu minna skref. Og við verðum að taka þá umræðu í ljósi skuldastöðu ríkisins og úrræða til að lækka vaxtakostnað. Vegna þess að við viljum peningarnir fari í velferð en ekki vexti. Eignasala ríkisins til að létta skuldabyrðina er leið sem verður að koma þar til skoðunar," sagði Bjarni í Valhöll í dag. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira