Innlent

Ma Kaí ræddi við Ólaf Ragnar

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Ma Kaí, varaforsætisráðherra Kína, kom í gær ásamt sendinefnd sinni í heimsókn til Ólafs Ragnars Grímssonar forseta.

Á fundinum kom meðal annars fram að gerð samninga um fríverslun og gjaldeyrisskipti seðlabanka hafi sýnt að þessi ólíku lönd hafi skapað fordæmi um nýjungar í alþjóðlegri samvinnu.

Þá var mikið spjallað um vaxandi samvinnu Íslands og Kína um nýtingu jarðhita og rannsóknir á bráðnun íss og jökla á Norðurslóðum og á Himalajasvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×