Fótbolti

Kýldi mótherja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það gengur lítið sem ekkert hjá Luis Suárez og félögum hans í landsliði Úrúgvæ í baráttunni um sæti í úrslitakeppni HM í fótbolta sem fram fer í Brasilíu 2014. Úrúgvæ tapaði 2-0 á móti Síle í nótt og hefur þar með aðeins náð í tvö stig út úr sex síðustu leikjum sínum í Suður-Ameríkuriðlinum.

Luis Suárez, framherji Liverpool og Úrúgvæ, var orðinn afar pirraður í leiknum í nótt og lét skapið hlaupa með sig í gönur þegar skammt var til hálfleiks og Síle 1-0 yfir.

Gonzalo Jara, varnarmaður Síle, var þá að dekka Luis Suárez og gerði það svo samviskulega að hann virtist halda Liverpool-manninum sem var ekki alveg sáttur.

Luis Suárez snéri sér þá örsnöggt við og gaf Gonzalo Jara einn á hann en hélt síðan áfram eins og ekkert hefði í skorist. Dómarar leiksins misstu af þessu en þetta sást vel í sjónvarpsupptökum.

Það er hægt að sjá þetta atvik með því að smella hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×