Færeyingar fá nýja flugstöð Kristján Már Unnarsson skrifar 3. apríl 2013 18:54 Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. Jafnframt er hafin smíði nýrrar flugstöðvar, sem á að verða tilbúin eftir rúmt ár. Framkvæmdirnar kosta um níu milljarða króna en farþegafjöldinn, rúmlega tvöhundruðþúsund manns á ári, er um einn tíundi af því sem fer um Keflavík, og liðlega helmingur þess sem fer um Reykjavíkurflugvöll. Fjölgun farþega um tólf prósent í fyrra er þó ekki það sem stendur undir kaupum á þremur þotum. "Aukningin hjá okkur er ekki bara milli Færeyja og umheimsins. Þetta er einnig aukning í starfsemi okkar utan Færeyja," segir Magni Arge, forstjóri Atlantic Airways í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Tvær af nýju þotunum fær Atlantic síðar á þessu ári en þær verða jafnframt leigðar til sólarlandaflugs fyrir danskar ferðaskrifstofur. En félagið gerir einnig út þyrlur, bæði til innanlandsflugs milli færeysku eyjanna en einnig vegna olíuleitar. Ekki aðeins hefur Atlantic verið með þyrlur í öllum borunum við Færeyjar til þessa heldur einnig sinnt borpöllum í Norðursjó í lögsögu Bretlands, Hollands og Noregs. "Og við erum tilbúnir að takast á við fleiri áskoranir á sviði þyrluflugs. Færeyingar og færeyskt atvinnulíf hafa staðið sig vel í þjónustu við olíuleit. Það eru fleiri en þúsund Færeyingar sem starfa í olíugeiranum. Við erum búnir að fá mikið út úr olíustarfsemi þrátt fyrir að við höfum ekki enn fundið vinnanlega olíu," segir Magni Arge, sem jafnframt er í forystu Samtaka færeyska olíuiðnaðarins. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Sjá meira
Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. Jafnframt er hafin smíði nýrrar flugstöðvar, sem á að verða tilbúin eftir rúmt ár. Framkvæmdirnar kosta um níu milljarða króna en farþegafjöldinn, rúmlega tvöhundruðþúsund manns á ári, er um einn tíundi af því sem fer um Keflavík, og liðlega helmingur þess sem fer um Reykjavíkurflugvöll. Fjölgun farþega um tólf prósent í fyrra er þó ekki það sem stendur undir kaupum á þremur þotum. "Aukningin hjá okkur er ekki bara milli Færeyja og umheimsins. Þetta er einnig aukning í starfsemi okkar utan Færeyja," segir Magni Arge, forstjóri Atlantic Airways í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Tvær af nýju þotunum fær Atlantic síðar á þessu ári en þær verða jafnframt leigðar til sólarlandaflugs fyrir danskar ferðaskrifstofur. En félagið gerir einnig út þyrlur, bæði til innanlandsflugs milli færeysku eyjanna en einnig vegna olíuleitar. Ekki aðeins hefur Atlantic verið með þyrlur í öllum borunum við Færeyjar til þessa heldur einnig sinnt borpöllum í Norðursjó í lögsögu Bretlands, Hollands og Noregs. "Og við erum tilbúnir að takast á við fleiri áskoranir á sviði þyrluflugs. Færeyingar og færeyskt atvinnulíf hafa staðið sig vel í þjónustu við olíuleit. Það eru fleiri en þúsund Færeyingar sem starfa í olíugeiranum. Við erum búnir að fá mikið út úr olíustarfsemi þrátt fyrir að við höfum ekki enn fundið vinnanlega olíu," segir Magni Arge, sem jafnframt er í forystu Samtaka færeyska olíuiðnaðarins.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði