"Menn verða að vera við öllu búnir" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2013 22:38 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, segir að jafnvægisleysið sem birtist í yfirlýsingum Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geri það að verkum að menn verði að vera við öllu búnir. Bandaríkjamenn tóku í dag ákvörðun um að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. Tilgangurinn segja þeir vera að geta varist mögulegum árásum Norður-Kóreu á herstöðvar Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá Norður-Kóreumönnum er varað við miskunnarlausum árásum og sagt að óðum styttist í fyrstu sprenginguna. Stríð geti hafist í dag eða á morgun. „Við Íslendingar fordæmum harðlega hótanir Norður-Kóreu, bæði á hendur grönnum sínum og einnig Bandaríkjamönnum. Þær eru með öllu óþolandi ekki síst í ljósi ákvörðunar Norður-Kóreu um að taka aftur upp vinnu til þess að búa til kjarnorkuvopn," segir Össur Skarphéðinsson í samtali við Vísi. Össur segir ljóst að Norður-Kóreumenn hafi komið sér upp allgóðri þekkingu á kjarnorkutengdri vopnatækni. Þeir hafi einnig sýnt að þeir geti smíðað eldflaug sem borið geti kjarnavopn. „Við hvetjum allar þjóðir, ekki síst Kínverja, til að taka höndum saman að koma í veg fyrir áframhaldandi árætni Norður-Kóreu og til þess að leiða þessa spennu í jörð," segir Össur. Hann segir full ástæða til að taka hótanir þeirra alvarlega. „Þær eru ógn við nágrannaríkin. Svona spennuástand sem byrjar með hótunum og harðdrægum yfirlýsingum geta stigmagnast og farið úr böndunum. Það gildir ekki síst í þessu vilviki þar sem um er að ræða nýjan og reynslulítinn leiðtoga. Þær geta leitt til raunverulegra átaka." Össur segir flutning Bandaríkjamanna á varnarkerfi sínu aðra undirstrika alvarleika málsins. Kerfið sé hugsað til að verjast langdrægum og meðaldrægum eldflaugum frá Norður-Kóreu. Sömuleiðis gæti vaxandi óþolinmæði Kínverja gagnvart Norður-Kóreu. „Margir töldu upphaflega að þessi síðasta lota hans væri taktík veiks leiðtoga til þess að safna á bak við sig langkúgaðri þjóð. Þannig afgreiddu menn hótanirnar í upphafi. Þetta er stigmögnun á spennunni sem er að aukast. Jafnvægisleysið sem birtist í yfirlýsingum og fari þessa nýja leiðtoga gera það að verkum að menn verða að vera við öllu búnir. Það veit enginn til hvers þau geta leitt," segir Össur. Tengdar fréttir Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18 "Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" "Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. 3. apríl 2013 22:04 Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, segir að jafnvægisleysið sem birtist í yfirlýsingum Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geri það að verkum að menn verði að vera við öllu búnir. Bandaríkjamenn tóku í dag ákvörðun um að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. Tilgangurinn segja þeir vera að geta varist mögulegum árásum Norður-Kóreu á herstöðvar Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá Norður-Kóreumönnum er varað við miskunnarlausum árásum og sagt að óðum styttist í fyrstu sprenginguna. Stríð geti hafist í dag eða á morgun. „Við Íslendingar fordæmum harðlega hótanir Norður-Kóreu, bæði á hendur grönnum sínum og einnig Bandaríkjamönnum. Þær eru með öllu óþolandi ekki síst í ljósi ákvörðunar Norður-Kóreu um að taka aftur upp vinnu til þess að búa til kjarnorkuvopn," segir Össur Skarphéðinsson í samtali við Vísi. Össur segir ljóst að Norður-Kóreumenn hafi komið sér upp allgóðri þekkingu á kjarnorkutengdri vopnatækni. Þeir hafi einnig sýnt að þeir geti smíðað eldflaug sem borið geti kjarnavopn. „Við hvetjum allar þjóðir, ekki síst Kínverja, til að taka höndum saman að koma í veg fyrir áframhaldandi árætni Norður-Kóreu og til þess að leiða þessa spennu í jörð," segir Össur. Hann segir full ástæða til að taka hótanir þeirra alvarlega. „Þær eru ógn við nágrannaríkin. Svona spennuástand sem byrjar með hótunum og harðdrægum yfirlýsingum geta stigmagnast og farið úr böndunum. Það gildir ekki síst í þessu vilviki þar sem um er að ræða nýjan og reynslulítinn leiðtoga. Þær geta leitt til raunverulegra átaka." Össur segir flutning Bandaríkjamanna á varnarkerfi sínu aðra undirstrika alvarleika málsins. Kerfið sé hugsað til að verjast langdrægum og meðaldrægum eldflaugum frá Norður-Kóreu. Sömuleiðis gæti vaxandi óþolinmæði Kínverja gagnvart Norður-Kóreu. „Margir töldu upphaflega að þessi síðasta lota hans væri taktík veiks leiðtoga til þess að safna á bak við sig langkúgaðri þjóð. Þannig afgreiddu menn hótanirnar í upphafi. Þetta er stigmögnun á spennunni sem er að aukast. Jafnvægisleysið sem birtist í yfirlýsingum og fari þessa nýja leiðtoga gera það að verkum að menn verða að vera við öllu búnir. Það veit enginn til hvers þau geta leitt," segir Össur.
Tengdar fréttir Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18 "Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" "Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. 3. apríl 2013 22:04 Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira
Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18
"Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" "Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. 3. apríl 2013 22:04
Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54