Freyr Alexandersson hefur tilkynnt fyrsta byrjunarlið sitt sem þjálfari kvennalandsliðsins en íslensku stelpurnar mæta Sviss á Laugardalsvellinum á eftir.
Freyr skellir Stjörnustelpunni Önnu Maríu Baldursdóttur inn í byrjunarliðið í sínum fyrsta alvöruleik en hún á aðeins að baki tvo A-landsleiki.
Sif Atladóttir er ekki leikfær og því utan hóps. Það þýðir að Katrín Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir spila saman í miðri vörninni.
Guðbjörg Gunnarsdóttir er áfram í marki íslenska liðsins en hún markmannsstöðuna af Þóru B. Helgadóttur þegar Þóra meiddist fyrir EM. Guðbjörg stóð sig frábærlega á EM og heldur sæti sínu.
Annars er þetta hefbundið nema að Hallbera Guðný Gísladóttir er komin mun framar á völlinn og bæði Ólína G. Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir eru komnar á hinn kantinn. Dóra María Lárusdóttir er líka inn á miðjunni í dag en ekki í bakverðinum eins og síðustu leikjum liðsins undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar.
Það er ekki pláss fyrir Fanndísi Friðriksdóttur, Hörpu Þorsteinsdóttur og Rakel Hönnudóttir í byrjunarliðinu og Katrín Ómarsdóttir er einnig á bekknum.
Byrjunarlið Íslands á móti Sviss:
Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir
Hægri bakvörður: Anna María Baldursdóttir
Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir
Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Glódís Perla Viggósdóttir
Tengiliðir: Dagný Brynjarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir
Hægri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir
Vinstri kantur: Hallbera Guðný Gísladóttir
Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir
Anna María byrjar á móti Sviss - Guðbjörg í markinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Síðasti séns á að vinna milljónir
Fótbolti




Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota
Enski boltinn



Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan
Körfubolti
