Lítið barn fékk bráðaofnæmi fyrir rauðu kjöti Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. maí 2013 18:30 Íslenskt barn undir tveggja ára aldri greindist nýlega með bráðaofnæmi fyrir rauðu kjöti. Þetta er eitt fyrsta tilfelli kjötofnæmis á Íslandi en slíkt ofnæmi hefur færst í vöxt síðastliðinn áratug. Á meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnu norrænna ofnæmissérfræðinga sem fram fór hér á landi síðustu daga er Daninn Peter Plaschke sem er ofnæmissérfræðingur og lunganlæknir á Gentofteháskólasjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Peter fjallaði um ofnæmi fyrir rauðu kjöti sem færst hefur í vöxt. Þannig greindust sjö til átta slík tilfelli á spítalanum sem hann starfar á á síðustu tveimur árum. Þá hefur tilfellum einnig fjölgað í Svíþjóð, Bandaríkjunum og Ástralíu. „Ef maður skoðar lengra aftur í tímann tíu, tuttugu eða þrjátíu ár til baka þegar við vorum að byrja sem ofnæmislæknar urðum við næstum aldrei varir við kjötofnæmi,“ segir Peter. Ofnæmi fyrir rauðu kjöti greindist nýlega hjá íslensku barni undir tveggja ára aldri. Barnið fékk bráðaofnæmi eftir að hafa borðað kjöt og endaði á spítala. Þetta er eitt fyrsta tilfelli kjötofnæmis sem greinist hér á landi. Þegar talað er um rautt kjöt er til að mynda átt við lamba-, nauta-, hrossa-, svína- og hreindýrakjöt. Um er að ræða ofnæmi fyrir kjötinu sjálfu en ýmsar kenningar eru uppi um ástæðu þess. Þannig segir Peter að mögulega séu tengsl á milli skógarmítils og kjötofnæmis. Fólk sem fengið hafi kjötofnæmi hafi í einhverjum tilfellum verið bitið af skógarmítli sem hugsanlega hafi vakið upp ofnæmið. Þetta er þó líklega ekki ástæðan fyrir ofnæminu hjá íslenska barninu. Peter segir lækna stundum ekki ná að greina ofnæmið þar sem það geti í sumum tilfellum tekið tíma fyrir einkennin að koma fram. „Það er mjög algengt að læknirinn greini þetta ekki, meðal annars af því að sjúklingurinn tekur ekki eftir þessu. Þegar annað ofnæmi á í hlut koma einkennin oft fram rétt eftir að fólk hefur borðað eða kannski að hálftíma liðnum. Hins vegar koma viðbrögð við þessu ofnæmi kannski fram eftir fjórar tíma og þá tengir sjúklingurinn ef til vill ekki viðbrögðin við það að hann borðaði kjöt. Þegar gerð er staðalgreining á ofnæmi er ekki prófað fyrir ofnæmi gegn kjöti því fólk telur að það sé svo sjaldgæft og því algengara að prófað sé fyrir eggja-, fisk- og hnetuofnæmi. Þess vegna hafa margir sjúklingar verið rannsakaðir einu sinni, tvisvar eða þrisvar hjá lækni án þess að prófað sé fyrir kjötofnæmi. Það er aðeins þegar gert er sérstakt ofnæmispróf sem það uppgötvast,“ segir Peter. Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Íslenskt barn undir tveggja ára aldri greindist nýlega með bráðaofnæmi fyrir rauðu kjöti. Þetta er eitt fyrsta tilfelli kjötofnæmis á Íslandi en slíkt ofnæmi hefur færst í vöxt síðastliðinn áratug. Á meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnu norrænna ofnæmissérfræðinga sem fram fór hér á landi síðustu daga er Daninn Peter Plaschke sem er ofnæmissérfræðingur og lunganlæknir á Gentofteháskólasjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Peter fjallaði um ofnæmi fyrir rauðu kjöti sem færst hefur í vöxt. Þannig greindust sjö til átta slík tilfelli á spítalanum sem hann starfar á á síðustu tveimur árum. Þá hefur tilfellum einnig fjölgað í Svíþjóð, Bandaríkjunum og Ástralíu. „Ef maður skoðar lengra aftur í tímann tíu, tuttugu eða þrjátíu ár til baka þegar við vorum að byrja sem ofnæmislæknar urðum við næstum aldrei varir við kjötofnæmi,“ segir Peter. Ofnæmi fyrir rauðu kjöti greindist nýlega hjá íslensku barni undir tveggja ára aldri. Barnið fékk bráðaofnæmi eftir að hafa borðað kjöt og endaði á spítala. Þetta er eitt fyrsta tilfelli kjötofnæmis sem greinist hér á landi. Þegar talað er um rautt kjöt er til að mynda átt við lamba-, nauta-, hrossa-, svína- og hreindýrakjöt. Um er að ræða ofnæmi fyrir kjötinu sjálfu en ýmsar kenningar eru uppi um ástæðu þess. Þannig segir Peter að mögulega séu tengsl á milli skógarmítils og kjötofnæmis. Fólk sem fengið hafi kjötofnæmi hafi í einhverjum tilfellum verið bitið af skógarmítli sem hugsanlega hafi vakið upp ofnæmið. Þetta er þó líklega ekki ástæðan fyrir ofnæminu hjá íslenska barninu. Peter segir lækna stundum ekki ná að greina ofnæmið þar sem það geti í sumum tilfellum tekið tíma fyrir einkennin að koma fram. „Það er mjög algengt að læknirinn greini þetta ekki, meðal annars af því að sjúklingurinn tekur ekki eftir þessu. Þegar annað ofnæmi á í hlut koma einkennin oft fram rétt eftir að fólk hefur borðað eða kannski að hálftíma liðnum. Hins vegar koma viðbrögð við þessu ofnæmi kannski fram eftir fjórar tíma og þá tengir sjúklingurinn ef til vill ekki viðbrögðin við það að hann borðaði kjöt. Þegar gerð er staðalgreining á ofnæmi er ekki prófað fyrir ofnæmi gegn kjöti því fólk telur að það sé svo sjaldgæft og því algengara að prófað sé fyrir eggja-, fisk- og hnetuofnæmi. Þess vegna hafa margir sjúklingar verið rannsakaðir einu sinni, tvisvar eða þrisvar hjá lækni án þess að prófað sé fyrir kjötofnæmi. Það er aðeins þegar gert er sérstakt ofnæmispróf sem það uppgötvast,“ segir Peter.
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira