Malta og Sviss einu löndin sem hafa gert hlé á ESB viðræðum Helga Arnardóttir skrifar 10. mars 2013 19:40 Malta og Sviss eru einu Evrópulöndin sem gert hafa hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hætti Ísland viðræðum við ESB yrði ekki hægt að byggja á þeim samningum sem þegar hafa náðst um tiltekna kafla, ef þær yrðu hafnar að nýju, segir prófessor í stjórnmálafræði. Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um að hætta skuli viðræðum við ESB hefur verið harðlega gagnrýnd af ESB sinnum innan flokksins og hagsmunaöflum á borð við Samtök atvinnulífsins og fyrrverandi formanni Samtaka iðnaðarins. Formaður Sjálfstæðisflokksins var afdráttarlaus í fréttum í gær og sagði lýðræðislegt umboð þjóðarinnar skorta svo hægt yrði að halda viðræðum áfram. En hvernig hafa aðrar Evrópuþjóðir brugðist við í viðræðuferlinu sjálfu? „Ég man ekki eftir því að það hafi gerst áður að aðildarríki sem hefur samninga við Evrópusambandið af fyrrabragði, hafi hætt þeim og aftur kallað umsóknina," segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Hins vegar séu tvö dæmi þess að Evrópuríki hafi gert hlé á viðræðum. „Það er annars vegar Malta sem gerði hlé á sinni aðildarumsókn í tvö ár og hóf svo ferilinn á nýjan leik og varð aðili að Evrópusambandinu og hinsvegar Sviss sem eftir höfnunina á ESS samningnum 1993 frysti sína ummsókn, sem er samt sem áður formlega séð ennþá opin þó svo ekkert hafi gerst í þeim málum öll þessi tuttugu ár." Eina ríkið sem gengið hafi úr Evrópusambandinu sé Grænland. Eiríkur segist ekki vita til þess að ríki hafi hreinlega afturkallað umsókn áður en ferlinu lýkur og því yrði það einsdæmi ef Ísland léti verða af því. En hvaða afleiðingar hefði það í för með sér? „Kjósi Íslendingar síðar að sækja um aðild á nýjan leik að þá væri ekki hægt að byggja á þeim samningum sem nú hafa farið fram og hafa verið í gangi. Þá þyrfti að sækja um á nýjan leik. Og þá þyrftu öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja það." Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
Malta og Sviss eru einu Evrópulöndin sem gert hafa hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hætti Ísland viðræðum við ESB yrði ekki hægt að byggja á þeim samningum sem þegar hafa náðst um tiltekna kafla, ef þær yrðu hafnar að nýju, segir prófessor í stjórnmálafræði. Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um að hætta skuli viðræðum við ESB hefur verið harðlega gagnrýnd af ESB sinnum innan flokksins og hagsmunaöflum á borð við Samtök atvinnulífsins og fyrrverandi formanni Samtaka iðnaðarins. Formaður Sjálfstæðisflokksins var afdráttarlaus í fréttum í gær og sagði lýðræðislegt umboð þjóðarinnar skorta svo hægt yrði að halda viðræðum áfram. En hvernig hafa aðrar Evrópuþjóðir brugðist við í viðræðuferlinu sjálfu? „Ég man ekki eftir því að það hafi gerst áður að aðildarríki sem hefur samninga við Evrópusambandið af fyrrabragði, hafi hætt þeim og aftur kallað umsóknina," segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Hins vegar séu tvö dæmi þess að Evrópuríki hafi gert hlé á viðræðum. „Það er annars vegar Malta sem gerði hlé á sinni aðildarumsókn í tvö ár og hóf svo ferilinn á nýjan leik og varð aðili að Evrópusambandinu og hinsvegar Sviss sem eftir höfnunina á ESS samningnum 1993 frysti sína ummsókn, sem er samt sem áður formlega séð ennþá opin þó svo ekkert hafi gerst í þeim málum öll þessi tuttugu ár." Eina ríkið sem gengið hafi úr Evrópusambandinu sé Grænland. Eiríkur segist ekki vita til þess að ríki hafi hreinlega afturkallað umsókn áður en ferlinu lýkur og því yrði það einsdæmi ef Ísland léti verða af því. En hvaða afleiðingar hefði það í för með sér? „Kjósi Íslendingar síðar að sækja um aðild á nýjan leik að þá væri ekki hægt að byggja á þeim samningum sem nú hafa farið fram og hafa verið í gangi. Þá þyrfti að sækja um á nýjan leik. Og þá þyrftu öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja það."
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira