Erlent

Rugl í persónu Wilsons fyrir dómsstóla

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Persóna Owen Wilsons þvaðrar tóma vitleysu í Midnight in Paris og vitnar vitlaust í Faulkner.
Persóna Owen Wilsons þvaðrar tóma vitleysu í Midnight in Paris og vitnar vitlaust í Faulkner.
Kæra erfingja rithöfundarins William Faulkner´s vegna vafasamrar tilvitnunar sem finna má í mynd Woody Allen, „Midnight in Paris", hefur nú loks verið sett á dagskrá. Réttað verður í málinu eftir ár í Oxford.

Dánarbú Faulkners kærði Sony Pictures í október árið 2011, en því er haldið fram að Sony hafi svívirt höfundarrétt þegar persónan sem Owen Wilson leikur, fer rangt með tilvitnun sem finna má í skáldverki Faulkners; Sálarmessa fyrir Nunnu eða Requiem for a Nun.

Í myndinni segir persónan Wilson: „Fortíðin er ekki dauð. Í raun, er hún ekki einu sinni fortíð. Veistu hver sagði þetta? Faulkner. Og, hann hafði rétt fyrir sér."

Í Sálarmessu fyrir Nunnu er þetta hins vegar: „Fortíðin er aldrei dauð. Hún er ekki einu sinni fortíð."

Einhverjum þætti þetta bitamunur ekki fjár en ekki aðdáendum Faulkners og því síður afkomendum hans. En talsmenn Sony halda því fram að tilvitnun sé innan þess að geta talist lögmæt notkun og vísa til þess að verkið lýtur ekki lengur lögum um höfundarrétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×