Veisla fyrir kammerunnendur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. nóvember 2013 10:00 Elektra Ensemble og Kjarvalsstaðir hafa í nokkur ár verið í samstarfi um tónleikahald. Listasafn Reykjavíkur og tónlistarhópurinn Elektra Ensemble hafa um nokkurt skeið staðið fyrir tónleikahaldi á Kjarvalsstöðum. Á þessum fyrstu tónleikum vetrarins fær tónlistarhópurinn Ingibjörgu Guðjónsdóttur sópransöngkonu til liðs við sig. Dagskrá tónleikanna er fjölbreytt; þjóðlegur Beethoven og Bliss og amerískt hlaðborð. „Þetta verður glæsileg veisla fyrir kammertónlistarunnendur,“ segir gestasöngkonan Ingibjörg. „Fjölbreytt dagskrá og mjög ólík verk.“Gestasöngkona Ingibjörg Guðjónsdóttir hefur ekki áður sungið með hópnum og segist hlakka mikið til.Vísir/DaníelEn hvernig kom það til að hún fór að syngja með hópnum? „Við Ástríður Alda höfum unnið dálítið saman og þegar hún bað mig um þetta hugsaði ég mig sko ekki um,“ segir Ingibjörg. „Það er ótrúlega gaman að fá að vinna með svona stórkostlegum konum og ég hlakka mikið til.“ Elektra Ensemble er skipaður fimm ungum tónlistarkonum, þeim Ástríði Öldu Sigurðardóttur píanóleikara, Emilíu Rós Sigfúsdóttur flautuleikara, Helgu Björgu Arnardóttur klarínettuleikara, Helgu Þóru Björgvinsdóttur fiðluleikara og Margréti Árnadóttur sellóleikara. Hópurinn var útnefndur Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar 2009 og gekk í kjölfarið til samstarfs við Listasafn Reykjavíkur um tónleikaröð á Kjarvalsstöðum. Menning Mest lesið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Listasafn Reykjavíkur og tónlistarhópurinn Elektra Ensemble hafa um nokkurt skeið staðið fyrir tónleikahaldi á Kjarvalsstöðum. Á þessum fyrstu tónleikum vetrarins fær tónlistarhópurinn Ingibjörgu Guðjónsdóttur sópransöngkonu til liðs við sig. Dagskrá tónleikanna er fjölbreytt; þjóðlegur Beethoven og Bliss og amerískt hlaðborð. „Þetta verður glæsileg veisla fyrir kammertónlistarunnendur,“ segir gestasöngkonan Ingibjörg. „Fjölbreytt dagskrá og mjög ólík verk.“Gestasöngkona Ingibjörg Guðjónsdóttir hefur ekki áður sungið með hópnum og segist hlakka mikið til.Vísir/DaníelEn hvernig kom það til að hún fór að syngja með hópnum? „Við Ástríður Alda höfum unnið dálítið saman og þegar hún bað mig um þetta hugsaði ég mig sko ekki um,“ segir Ingibjörg. „Það er ótrúlega gaman að fá að vinna með svona stórkostlegum konum og ég hlakka mikið til.“ Elektra Ensemble er skipaður fimm ungum tónlistarkonum, þeim Ástríði Öldu Sigurðardóttur píanóleikara, Emilíu Rós Sigfúsdóttur flautuleikara, Helgu Björgu Arnardóttur klarínettuleikara, Helgu Þóru Björgvinsdóttur fiðluleikara og Margréti Árnadóttur sellóleikara. Hópurinn var útnefndur Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar 2009 og gekk í kjölfarið til samstarfs við Listasafn Reykjavíkur um tónleikaröð á Kjarvalsstöðum.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira